Fjölskyldumál

Fréttamynd

Allir vilja vera hamingjusamir

Tæplega 40 prósent hjónabanda hér á landi enda í skilnaði. Kristín Tómasdóttir segir að stjórnvöld geti gert betur í að styðja við hjón, pör og fjölskyldur.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert sem bannar dæmdum barnaníðingum að fara með forsjá barns

Það er ekkert lögum sem kveður á um það að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Tví­skinnungur barna­verndar­nefnda

Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Guð, eru mömmur til?

Sársauki og reiði lituðu lengi samband mæðginanna Huldu Fríðu Berndsen og Mikaels Torfasonar. Bæði horfðu þau upp á feður sína drekka sig í hel og það var ekki fyrr en Hulda braut múra meðvirkninnar, laus undan oki Jehóva, að Mikael fann mömmuna sem hann hafði leitað í áratugi og skrifaði henni 200 blaðsíðna bréf.

Lífið
Fréttamynd

Upplýstari en flestir

Nýlega skrifuðum ég og maki minn undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað því við stefnum að fæðingu í Björkinni, sem er fæðingarstofa í Reykjavík. Við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um, enda bæði vel upplýst um hvað þjónustan í Björkinni felur í sér.

Skoðun
Fréttamynd

Skilnaðarferlið er tæki ofbeldismanna

Kynjafræðingur sem starfar í Kvennaathvarfinu hefur rannsakað skilnaði og sáttameðferð sem skylduð er með lögum. Segir hún ferlið notað af ofbeldismönnum og að konur, oft erlendar og í slæmri stöðu, semji um hvað sem er til að losna úr hjónabandi.

Innlent
Fréttamynd

Sáttamiðlun ekki til að framlengja hjúskap

Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita, segir að sáttamiðlun sé í eðli sínu gerð til að bæta samskiptin við og eftir skilnað. Rætt er um hvort fella eigi skyldu úr lögum en Sigrún óttast að barnafólk missi þá af fræðslu og stuðningi.

Innlent
Fréttamynd

Móðir sem missti dóttur sína segir sorgina lýðheilsumál

Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur.

Innlent
Fréttamynd

Trúin veitir fólki styrk

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og eiginkona hans, Ebba Margrét Magnúsdóttir læknir, hafa bæði einlægan áhuga á að starf Fríkirkjunnar sé fyrir alla. Áhersla er á mannréttindi og umburðarlyndi.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um fæðingarorlof afleitt að mati verðandi móður

Frumvarp félagsmálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs felur í sér að bæta við rétt hvors foreldris um sig. Kona sem á von á barni í byrjun næsta árs gagnrýnir ósveigjanleika í reglunum. Þetta fer gegn leiðbeiningum landlæknis um að hafa barn á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni.

Innlent
Fréttamynd

Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri

Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum bara ekki dætur“

Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim.

Innlent