Lágar álögur. Líka fyrir barnafjölskyldur Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. mars 2022 12:00 Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Við í Viðreisn viljum breyta þessu því við viljum lágar álögur á alla íbúa en ekki bara fyrir suma. Því mun Viðreisn í Garðabæ leggja áherslu á að lækka álögur á barnafjölskyldur með því að lækka leikskólagjöld um 5% strax á nýju kjörtímabili. Það er engin sanngirni falin í því að barnafjölskyldum í Garðabæ sé mismunað með þessum hætti. Við í Viðreisn viljum að ungt fólk velji að búa í okkar góða bæ og sé gert valið kleift óháð efnahag. Við viljum sanngjarnt samfélag í Garðabæ þar sem barnafjölskyldum er mætt með raunverulegum aðgerðum. Garðabær hefur efni á að gera betur Garðabær er ríkt sveitarfélag. Á síðasta ári voru tekjur umfram áætlun um 1,5 milljarður sem skýrist að mestu leyti af því að fleiri barnafjölskyldur fluttu í bæinn en meirihlutinn hafði gert sér í hugarlund. Það er mikill vöxtur í Garðabænum og að þeim dýrmæta vexti þarf að hlúa sérstaklega. Vexti sem kristallast í þessari fjölgun barnafjölskyldna. Til að tryggja framtíð sveitarfélagsins vill Viðreisn sjá Garðabæ þróast betur sem fjölskylduvænt sveitarfélag, þar sem stutt er við barnafjölskyldur með öllum tiltækum ráðum. Það á ekki að vera svo að það sé dýrara að búa í Garðabæ en annars staðar. Við í Viðreisn stöndum fyrir ábyrgri fjármálastjórn í þágu velferðar. Því fylgir annað og meira en meirihlutinn hér í Garðabæ stærir sig af. Með faglegri vinnubrögðum lækkum við leikskólagjöld Opinbert stjórnvald, líkt og Garðabær, þarf að tileinka sér faglega stjórnsýslu og rekstur. Það þarf að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin við kaup á vöru og þjónustu og fylgja lögum um opinber innkaup. Við í Viðreisn viljum að þeirri einföldu línu sé fylgt að fara eigi með slík kaup í útboð, hikstalaust. Það á að fá sem besta þjónustu og vörur án þess að greiða of mikið fyrir. Þar gegna útboð gríðarlega miklu máli. Lögbundin útboð standa því miður í núverandi meirihluta, þrátt fyrir mæt tilmæli í stjórnsýsluúttekt sem gerð var í sveitarfélaginu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ítrekað hafa ákvarðanir verið teknar um kaup, án útboðs, upp á hundruði milljóna. Við í Viðreisn höfum mótmælt þessu. Því miður hafa þau mótmæli fallið fyrir daufum eyrum meirihlutans. Viðreisn í Garðabæ telur að með því að tryggja faglegri vinnubrögð og festa útboð í sessi getum við sparað sveitarfélaginu hátt í 2 milljarða á næstu fimm árum. Þessa milljarða getum við notað til að lækka leikskólagjöld strax og gera Garðabæ enn betri bæ til að búa í fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Börn og uppeldi Fjölskyldumál Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Við í Viðreisn viljum breyta þessu því við viljum lágar álögur á alla íbúa en ekki bara fyrir suma. Því mun Viðreisn í Garðabæ leggja áherslu á að lækka álögur á barnafjölskyldur með því að lækka leikskólagjöld um 5% strax á nýju kjörtímabili. Það er engin sanngirni falin í því að barnafjölskyldum í Garðabæ sé mismunað með þessum hætti. Við í Viðreisn viljum að ungt fólk velji að búa í okkar góða bæ og sé gert valið kleift óháð efnahag. Við viljum sanngjarnt samfélag í Garðabæ þar sem barnafjölskyldum er mætt með raunverulegum aðgerðum. Garðabær hefur efni á að gera betur Garðabær er ríkt sveitarfélag. Á síðasta ári voru tekjur umfram áætlun um 1,5 milljarður sem skýrist að mestu leyti af því að fleiri barnafjölskyldur fluttu í bæinn en meirihlutinn hafði gert sér í hugarlund. Það er mikill vöxtur í Garðabænum og að þeim dýrmæta vexti þarf að hlúa sérstaklega. Vexti sem kristallast í þessari fjölgun barnafjölskyldna. Til að tryggja framtíð sveitarfélagsins vill Viðreisn sjá Garðabæ þróast betur sem fjölskylduvænt sveitarfélag, þar sem stutt er við barnafjölskyldur með öllum tiltækum ráðum. Það á ekki að vera svo að það sé dýrara að búa í Garðabæ en annars staðar. Við í Viðreisn stöndum fyrir ábyrgri fjármálastjórn í þágu velferðar. Því fylgir annað og meira en meirihlutinn hér í Garðabæ stærir sig af. Með faglegri vinnubrögðum lækkum við leikskólagjöld Opinbert stjórnvald, líkt og Garðabær, þarf að tileinka sér faglega stjórnsýslu og rekstur. Það þarf að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin við kaup á vöru og þjónustu og fylgja lögum um opinber innkaup. Við í Viðreisn viljum að þeirri einföldu línu sé fylgt að fara eigi með slík kaup í útboð, hikstalaust. Það á að fá sem besta þjónustu og vörur án þess að greiða of mikið fyrir. Þar gegna útboð gríðarlega miklu máli. Lögbundin útboð standa því miður í núverandi meirihluta, þrátt fyrir mæt tilmæli í stjórnsýsluúttekt sem gerð var í sveitarfélaginu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ítrekað hafa ákvarðanir verið teknar um kaup, án útboðs, upp á hundruði milljóna. Við í Viðreisn höfum mótmælt þessu. Því miður hafa þau mótmæli fallið fyrir daufum eyrum meirihlutans. Viðreisn í Garðabæ telur að með því að tryggja faglegri vinnubrögð og festa útboð í sessi getum við sparað sveitarfélaginu hátt í 2 milljarða á næstu fimm árum. Þessa milljarða getum við notað til að lækka leikskólagjöld strax og gera Garðabæ enn betri bæ til að búa í fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar