Næturtryllingur: Foreldrar geti upplifað börn sín eins og andsetin Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2021 11:41 Erla Björnsdóttir svefnráðgjafi svarar spurningum um svefnröskun sem kallast Næturtryllingur. Vísir/Vilhelm „Algengt er að börnin annaðhvort setjist upp eða stökkvi úr rúminu í geðshræringu. Andlitstjáning sýnir gjarnan mikla hræðslu og þau öskra oft,“ segir Erla Björnsdóttir í viðtali við Vísi. Næturtryllingur ekki það sama og martröð Hér fyrir ofan lýsir Erla svefnröskun sem kallast á íslensku næturtryllingur (e. Night terror). Erla starfar sem svefnráðgjafi og er stofnandi og framkvæmdarstjóri Betri svefns. Hún er doktor í líf- og læknavísindum og hefur meðal annars sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Þegar borið er saman martröð og það sem kallast næturtryllingur er í raun mjög mikill munur og segir Erla flesta upplifa martröð stöku sinnum. Það er frekar algengt að fólk fái martröð eða allavega eitthvað sem flestir upplifa stöku sinnum en martröð gerist þegar fólk er í draumsvefni. „Martraðir munum við líka oft eftir daginn eftir eða þegar við vöknum upp en annað á við um næturtrylling,“ segir Erla aðspurð hvort að þetta ástand sé svipað og að upplifa martröð. Samkvæmt rannsóknum er algengi næturtryllings á bilinu 3-6% hjá börnum á aldrinum eins til tólf ára og segir Erla algengast að þau börn sem séu með þessa röskun fái hana frá fimm til sjö ára aldri. Það er mikill munur á martröð og því sem kallast næturtryllingur. En martröð er eitthvað sem flestir geta upplifað á ævinni og í raun frekar algengt. Fólk man eftir martröðinni daginn eftir en það á ekki við með næturtrylling. Getty Foreldrar geta haldið að eitthvað hættulegt sé að gerast Næturtryllingur er í raun mjög lýsandi nafn á þessari röskun þar sem börn geta litið út fyrir að vera mjög hrædd, tryllt eða æst þegar þetta gerist. „Þetta lítur yfirleitt út eins og eitthvað sé virkilega að hrjá börnin en þetta gerist oftast fyrri part nætur þar sem þetta gerist í djúpsvefni sem er einmitt ríkjandi á þeim tíma.“ Algengt er að börnin annaðhvort setjist upp eða stökkvi úr rúminu í geðshræringu. Andlitstjáning sýnir gjarnan mikla hræðslu og þau öskra oft. Oftast vakna börnin ekki alveg í þessum ástandi og eru ekki meðvituð um þetta daginn eftir. Hvað er algengt að foreldrar upplifi þegar þeir sjá barnið sitt svona? „Foreldrar geta orðið mjög skelkaðir þegar þetta gerist og hafa oft áhyggjur af því að eitthvað ami að barninu. Mikilvægt er þó að vita að þetta er ekkert sem er hættulegt.“ Getur þessi röskun komið fram hjá ungum börnum? „Yngstu börnin sem vitað er að hafi fengið þessa svefnröskun eru rúmlega eins árs en mun algengara er að þetta komi fram þegar þau eru orðin aðeins eldri. Yfirleitt stendur þetta ástand yfir í mjög stutta stund, sjaldan meira en nokkrar mínútur þó það séu til dæmi um lengri tíma. Oftast nær ná börnin að róast sjálf eftir stutta stund og ná að sofna aftur.“ Algengt er að foreldrar haldi að börnin séu vakandi þegar þetta ástand gerist því þau eru oft með opin augu, öskra og/eða tala. Foreldrar upplifa þetta ástand oft sem mjög óhugnanlegt og óttast að eitthvað ami að barninu. Getty Börnin öskra, tala og stara líkt og þau séu vakandi Talið er að orsök þessarar svefnröskunar sé ákveðin oförvun í miðtaugakerfinu í svefni og segir Erla lang algengast að þessi röskun eldist af börnunum þegar miðtaugakerfið þroskast. „En það sem getur ýtt undir þetta ástand er álag, streita, of lítill svefn, nýtt svefnumhverfi, koffín, sykur og hár hiti.“ Dæmi eru um að foreldrar lýsi næturtrylling eins og að sjá börn sín næstum eins og andsetin og upplifi þetta sem mjög óhugnanlegt ástand þar sem börnin séu oft á tíðum með opin augun, stari og öskri jafnvel eins og verið sé að meiða þau. Þetta getur auðvitað verið mjög óhugnanlegt fyrir foreldra að horfa upp á en þá er líka mikilvægt að minna sig á að þetta er ekkert sem er óeðlilegt eða hættulegt í sjálfu sér. Þetta er heldur ekki merki um að neitt alvarlegt sé að barninu. Mikilvægt að reyna að vekja ekki börnin Hvernig er best að bregðast við þegar þetta gerist? „Mikilvægt er að vekja börnin ekki upp úr þessu ástandi, gott er að reyna að róa börnin niður og hjálpa þeim að sofna aftur. Ef börnin fara upp úr rúminu er mikilvægt að tryggja að umhverfið sé öruggt og að þau geti ekki slasað sig, til dæmis með því að hrasa um hluti á gólfi eða þess háttar,“ segir Erla sem leggur áherslu á að það ætti að forðast að gera mikið úr þessu þegar börnin vakna svo að þetta valdi ekki áhyggjum hjá þeim. „Það gæti gert það að verkum að þau færu að hræðast svefninn.“ Erla segir þó mjög misjafnt hvað það sé sem virki best á börnin til þess að róa þau niður og því þurfi foreldrar að prófa sig svolítið áfram. Gott að tala rólega til þeirra, sumum finnst gott að fá faðmlag meðan önnur vilja alls ekki snertingu. Man barnið eftir þessu daginn eftir? „Nei, börnin muna ekki eftir þessu og það er ekki mælt með því að vekja þau upp úr þessu ástandi eða gera mikið mál úr þessu. Það er betra bara að róa þau niður og hjálpa þeim að sofna aftur.“ Erla segir að góð svefnrútína og regla fyrir svefninn geti hjálpað börnum sem hafi þessa röskun og minnkað líkurnar á því að þetta gerist. Getty Góð svefnrútína mikilvæg Getur þú nefnt einhver dæmi sem þú veist af þar sem þetta ástand hefur minnkað eða orðið betra við einhverjar ákveðnar breytingar? „Það sem hjálpar börnum sem glíma við þetta er að hafa góða svefnrútínu og gott svefnumhverfi. Mikilvægt er að börnin fari þannig að sofa alltaf á sama tíma og á fætur á svipuðum tíma.“ Stundum getur þetta líka komið þegar börn eru undir álagi eða með háan hita. Einnig er þetta líklegra til að gerast þegar stórar breytingar eiga sér stað, flutningur, nýtt svefnumhverfi og fleira í þeim dúr. Ef þetta ástand er mjög algengt eða ef foreldrar hafa miklar áhyggjur af þessu segir Erla best að byrja á því að skoða hvort að það séu einhverjir undirliggjandi þættir að valda þessu hjá börnunum. „Til dæmis er gott að kortleggja svefnmynstur barnsins í eina til tvær vikur með svefndagbók. Skoða hversu oft þetta kemur fyrir og hvort eitthvað mynstur sé til staðar þegar þetta gerist. Til dæmis hvort þetta gerist frekar um helgar, eða þegar barnið hefur farið seinna að sofa eða hvort einhverjir aðrir þættir yfir daginn séu oftar til staðar þegar þetta gerist. Mikilvægast segir Erla þó vera það að passa vel upp á svefnrútínuna hjá börnunum og að tryggja að þau séu að sofa nóg. Temja sér að hafa rólega og notalega kvöldrútínu og forðast skal sykur, koffín, mikinn æsing á kvöldin og aðra þætti sem geta haft neikvæð áhrif á svefn þeirra. Myndir þú mæla með því að áhyggjufullir foreldrar ættu í einhverjum tilvikum að leita til læknis eða svefnráðgjafa? „Já, ekki spurning. Ef þetta gerist mjög oft og reglulega og veldur foreldrum áhyggjum myndi ég alltaf mæla með að leita aðstoðar hjá fagaðilum. Þeir geta greint ástandið betur og séð hvort einhverjir undirliggjandi þættir séu til staðar sem þarf að taka á,“ segir Erla að lokum. Börn og uppeldi Svefn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Sambandið algjör ástarbomba Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Spurning vikunnar: Ferðu reglulega á stefnumót með makanum þínum? Makamál Hefur þú upplifað sambandsslit vegna flókinna stjúptengsla? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Næturtryllingur ekki það sama og martröð Hér fyrir ofan lýsir Erla svefnröskun sem kallast á íslensku næturtryllingur (e. Night terror). Erla starfar sem svefnráðgjafi og er stofnandi og framkvæmdarstjóri Betri svefns. Hún er doktor í líf- og læknavísindum og hefur meðal annars sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Þegar borið er saman martröð og það sem kallast næturtryllingur er í raun mjög mikill munur og segir Erla flesta upplifa martröð stöku sinnum. Það er frekar algengt að fólk fái martröð eða allavega eitthvað sem flestir upplifa stöku sinnum en martröð gerist þegar fólk er í draumsvefni. „Martraðir munum við líka oft eftir daginn eftir eða þegar við vöknum upp en annað á við um næturtrylling,“ segir Erla aðspurð hvort að þetta ástand sé svipað og að upplifa martröð. Samkvæmt rannsóknum er algengi næturtryllings á bilinu 3-6% hjá börnum á aldrinum eins til tólf ára og segir Erla algengast að þau börn sem séu með þessa röskun fái hana frá fimm til sjö ára aldri. Það er mikill munur á martröð og því sem kallast næturtryllingur. En martröð er eitthvað sem flestir geta upplifað á ævinni og í raun frekar algengt. Fólk man eftir martröðinni daginn eftir en það á ekki við með næturtrylling. Getty Foreldrar geta haldið að eitthvað hættulegt sé að gerast Næturtryllingur er í raun mjög lýsandi nafn á þessari röskun þar sem börn geta litið út fyrir að vera mjög hrædd, tryllt eða æst þegar þetta gerist. „Þetta lítur yfirleitt út eins og eitthvað sé virkilega að hrjá börnin en þetta gerist oftast fyrri part nætur þar sem þetta gerist í djúpsvefni sem er einmitt ríkjandi á þeim tíma.“ Algengt er að börnin annaðhvort setjist upp eða stökkvi úr rúminu í geðshræringu. Andlitstjáning sýnir gjarnan mikla hræðslu og þau öskra oft. Oftast vakna börnin ekki alveg í þessum ástandi og eru ekki meðvituð um þetta daginn eftir. Hvað er algengt að foreldrar upplifi þegar þeir sjá barnið sitt svona? „Foreldrar geta orðið mjög skelkaðir þegar þetta gerist og hafa oft áhyggjur af því að eitthvað ami að barninu. Mikilvægt er þó að vita að þetta er ekkert sem er hættulegt.“ Getur þessi röskun komið fram hjá ungum börnum? „Yngstu börnin sem vitað er að hafi fengið þessa svefnröskun eru rúmlega eins árs en mun algengara er að þetta komi fram þegar þau eru orðin aðeins eldri. Yfirleitt stendur þetta ástand yfir í mjög stutta stund, sjaldan meira en nokkrar mínútur þó það séu til dæmi um lengri tíma. Oftast nær ná börnin að róast sjálf eftir stutta stund og ná að sofna aftur.“ Algengt er að foreldrar haldi að börnin séu vakandi þegar þetta ástand gerist því þau eru oft með opin augu, öskra og/eða tala. Foreldrar upplifa þetta ástand oft sem mjög óhugnanlegt og óttast að eitthvað ami að barninu. Getty Börnin öskra, tala og stara líkt og þau séu vakandi Talið er að orsök þessarar svefnröskunar sé ákveðin oförvun í miðtaugakerfinu í svefni og segir Erla lang algengast að þessi röskun eldist af börnunum þegar miðtaugakerfið þroskast. „En það sem getur ýtt undir þetta ástand er álag, streita, of lítill svefn, nýtt svefnumhverfi, koffín, sykur og hár hiti.“ Dæmi eru um að foreldrar lýsi næturtrylling eins og að sjá börn sín næstum eins og andsetin og upplifi þetta sem mjög óhugnanlegt ástand þar sem börnin séu oft á tíðum með opin augun, stari og öskri jafnvel eins og verið sé að meiða þau. Þetta getur auðvitað verið mjög óhugnanlegt fyrir foreldra að horfa upp á en þá er líka mikilvægt að minna sig á að þetta er ekkert sem er óeðlilegt eða hættulegt í sjálfu sér. Þetta er heldur ekki merki um að neitt alvarlegt sé að barninu. Mikilvægt að reyna að vekja ekki börnin Hvernig er best að bregðast við þegar þetta gerist? „Mikilvægt er að vekja börnin ekki upp úr þessu ástandi, gott er að reyna að róa börnin niður og hjálpa þeim að sofna aftur. Ef börnin fara upp úr rúminu er mikilvægt að tryggja að umhverfið sé öruggt og að þau geti ekki slasað sig, til dæmis með því að hrasa um hluti á gólfi eða þess háttar,“ segir Erla sem leggur áherslu á að það ætti að forðast að gera mikið úr þessu þegar börnin vakna svo að þetta valdi ekki áhyggjum hjá þeim. „Það gæti gert það að verkum að þau færu að hræðast svefninn.“ Erla segir þó mjög misjafnt hvað það sé sem virki best á börnin til þess að róa þau niður og því þurfi foreldrar að prófa sig svolítið áfram. Gott að tala rólega til þeirra, sumum finnst gott að fá faðmlag meðan önnur vilja alls ekki snertingu. Man barnið eftir þessu daginn eftir? „Nei, börnin muna ekki eftir þessu og það er ekki mælt með því að vekja þau upp úr þessu ástandi eða gera mikið mál úr þessu. Það er betra bara að róa þau niður og hjálpa þeim að sofna aftur.“ Erla segir að góð svefnrútína og regla fyrir svefninn geti hjálpað börnum sem hafi þessa röskun og minnkað líkurnar á því að þetta gerist. Getty Góð svefnrútína mikilvæg Getur þú nefnt einhver dæmi sem þú veist af þar sem þetta ástand hefur minnkað eða orðið betra við einhverjar ákveðnar breytingar? „Það sem hjálpar börnum sem glíma við þetta er að hafa góða svefnrútínu og gott svefnumhverfi. Mikilvægt er að börnin fari þannig að sofa alltaf á sama tíma og á fætur á svipuðum tíma.“ Stundum getur þetta líka komið þegar börn eru undir álagi eða með háan hita. Einnig er þetta líklegra til að gerast þegar stórar breytingar eiga sér stað, flutningur, nýtt svefnumhverfi og fleira í þeim dúr. Ef þetta ástand er mjög algengt eða ef foreldrar hafa miklar áhyggjur af þessu segir Erla best að byrja á því að skoða hvort að það séu einhverjir undirliggjandi þættir að valda þessu hjá börnunum. „Til dæmis er gott að kortleggja svefnmynstur barnsins í eina til tvær vikur með svefndagbók. Skoða hversu oft þetta kemur fyrir og hvort eitthvað mynstur sé til staðar þegar þetta gerist. Til dæmis hvort þetta gerist frekar um helgar, eða þegar barnið hefur farið seinna að sofa eða hvort einhverjir aðrir þættir yfir daginn séu oftar til staðar þegar þetta gerist. Mikilvægast segir Erla þó vera það að passa vel upp á svefnrútínuna hjá börnunum og að tryggja að þau séu að sofa nóg. Temja sér að hafa rólega og notalega kvöldrútínu og forðast skal sykur, koffín, mikinn æsing á kvöldin og aðra þætti sem geta haft neikvæð áhrif á svefn þeirra. Myndir þú mæla með því að áhyggjufullir foreldrar ættu í einhverjum tilvikum að leita til læknis eða svefnráðgjafa? „Já, ekki spurning. Ef þetta gerist mjög oft og reglulega og veldur foreldrum áhyggjum myndi ég alltaf mæla með að leita aðstoðar hjá fagaðilum. Þeir geta greint ástandið betur og séð hvort einhverjir undirliggjandi þættir séu til staðar sem þarf að taka á,“ segir Erla að lokum.
Börn og uppeldi Svefn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Sambandið algjör ástarbomba Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Spurning vikunnar: Ferðu reglulega á stefnumót með makanum þínum? Makamál Hefur þú upplifað sambandsslit vegna flókinna stjúptengsla? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14