Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Íris Hauksdóttir skrifar 27. júlí 2023 07:00 Hildur Vala segir móðurhlutverkið það besta en á sama tíma það erfiðasta í heimi. aðsend Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir varð ófrísk með níu mánaða millibili. Hún segir magnað að hafa fylgst með aðlögunarhæfni líkamans en viðurkennir að meðgöngurnar hafi tekið verulega á og sitt stærsta verkefni hafi verið að ná að nærast. Hildur Vala og sambýlismaður hennar, Kjartan Ottósson eiga saman dæturnar Kolbrúnu og Köru. Kjartan starfar sem ráðgjafi hjá KPMG en parið kynntist í menntaskóla, nánar tiltekið Verzlunarskóla Íslands og á sér því langa sögu. Fyrri dóttirin var rækilega plönuð í heiminn en sú seinni kom skemmtilega á óvart. Hún segir tvær fæðingar með mjög stuttu millibili hafa verið afar ólíkar þrátt fyrir að hafa verið gangsett í bæði skiptin. Titillinn á fæðingarsögunum sé þó í bæði skipti sá sami: Hildur Vala fer í bað. Eftir að dæturnar komu í heiminn fékk Hildur Vala aftur lyst á mat og í kjölfarið tók við sannkallaður sælutími. Hún segir nefnilega það algeng mistök að halda að meðgangan sé eitt allsherjar blómaskeið. Sú hafi ekki verið raunin í hennar tilfelli. „Það er svo mikilvægt að hlusta á innsæið því engin meðganga, fæðing eða barn eru eins. Besta ráðið sem ég get gefið verðandi mæðrum er að bera sig ekki saman við neinn eða neitt. Á endanum veist þú sjálf hvað er best fyrir þig og barnið þitt,“ segir Hildur Vala í viðtalsþættinum Móðurmál. Hildur Vala bar kúluna vel í fallegu umhverfi.aðsend Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? „Í fyrra skiptið vorum við að bíða eftir því svo þá ríkti mikil spenna og eftirvænting. Í seinna skiptið tók ég óléttuprófið hjá foreldrum mínum til að útiloka að ógleðin væri ekki af því ég væri ófrísk. Þegar línurnar tvær birtust hljóp ég fram, henti prófinu í þau og öskraði: Hvað þýðir þetta, hvað þýðir þetta?“ Aldrei verið svona þakklát fyrir líkama minn Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Meðgöngurnar voru báðar mjög erfiðar. Í fyrra skiptið var ég rúmliggjandi í átta mánuði. Ég átti erfitt með að nærast, kastaði upp allan tímann og upplifði mikla vanlíðan. Þegar stelpan mín var níu mánaða varð ég aftur ófrísk. Seinni meðgangan var með sama hætti en eftir samráð við lækna var ákveðið að ég fengi lyf sem gerði mér kleift að vera á fótum þrátt fyrir að líðanin hafi ekki verið góð. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævi minni.“ Báðar fæðingarnar gengu hratt fyrir sig.aðsend Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Ég hugsaði lítið út í það, miklu frekar hvernig mér leið. Hins vegar þótti mér magnað að fylgjast með aðlögunarhæfni líkamans yfir meðgönguna. Ég hef aldrei verið svona þakklát fyrir líkamann minn.“ Hildur Vala segist aldrei hafa verið eins þakklát fyrir líkama sinn.aðsend Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Ég var mjög lánsöm með mína ljósmóður í mæðraverndinni, hún var yndisleg og með allt á hreinu. Hún veitti mér mikinn stuðning og hitti mig að jafnaði á tveggja vikna fresti. Ein besta vinkona mömmu tók svo á móti báðum stelpunum sem okkur þótti mjög vænt um. Það gaf mér enn meira öryggi og gerði mér kleift að einbeita mér að stóra verkefninu. Þessar perlur á fæðingar- og sængurdeildinni héldu svo líka vel utan um okkur.“ Hildur Vala segir perlurnar á fæðingardeildinni hafi haldið vel utan um fjölskylduna.aðsend Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Mitt stærsta verkefni á meðgöngunni var að ná að nærast. Ég átti svo erfitt með að koma nokkrum mat niður og halda honum niðri. Á fyrri meðgöngunni var það oftast eitthvað eitt sem ég gat borðað í einu þar til ég fékk ógeð af því. Þetta var svolítið eins og verða fjögurra ára aftur. Á seinni meðgöngunni kom hins vegar tímabil þar sem ég gat eingöngu hugsað mér hummus frá Mandí eða kartöflumús með brúnni sósu. Undir lok meðgöngunnar, þegar ég fór að fá lyst aftur, fór ég á Múlakaffi á þriðjudögum. Þá er hægt að fá fiskibollur í karrýsósu.“ Gat ekki notið meðgöngunnar Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Mér fannst erfiðast að líða illa svona rosalega lengi. Oft eru skilaboðin sem verðandi mæður fá að meðganga sé eintómt blómaskeið. Sú var ekki raunin í mínu tilviki og mér fannst erfitt að viðurkenna það fyrir sjálfri mér. Mig langaði mjög að njóta þess að vera ólétt en ég gat það bara ekki. Konur fá minna að heyra af öðrum konum á meðgöngunni sem líður ekki vel þegar þær eru ófrískar. Þetta þyrfti að breytast.“ Eldri dóttirin var einungis níu mánaða þegar von var á nýju kríli.aðsend Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Skemmtilegast fannst mér að fá lúxus meðferð hvert sem ég fór. Það eru einhver líkindi milli þess að vera ólétt kona og lítill sætur hvolpur. Allir svo glaðir að sjá mann og vilja bara klappa manni og gefa manni að borða.“ Varstu í mömmuklúbb? „Ég fann ekki þörfina að vera í mömmuhóp en ég hafði mikla þörf fyrir að vera í kringum mitt nánasta fólk, vinkonur og fjölskyldu. Það skipti mig miklu máli að hafa gott bakland sem ég gat leitað til þegar spurningar vöknuðu eða maður þurfti einhvern til að tala við.“ Litla fjölskyldan var fljót að stækka.aðsend Fengu þið að vita kynið? „Við vorum alltaf ákveðin í að vita ekki og í hvorugt skiptið vissum við það. Okkur þótt svo gaman að velta þessu fyrir okkur og það jók mikið á spennuna þegar það fór að styttast í fæðingu. Fólk á oftast ekki til orð yfir þessari hegðun en okkur fannst þetta mjög skemmtilegt.“ Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? „Ég fór í meðgöngujóga til Auðar í Jógasetrinu. Ég verð að mæla með því, hún er ótrúleg töfrakona.“ Sett af stað í bæði skiptin Hvernig gekk fæðingin? „Þær gengu vel. Tvær fæðingar á átján mánuðum og þær voru svakalega ólíkar. Sett af stað í bæði skiptin, fyrri tók tæpa þrjátíu klukkutíma, langur tími, full af deyfingu og Kjartan minn skrifaði ítarlega fæðingarsögu. Seinni fæðingin tók hins vegar bara þrjá klukkutíma, enginn tími, engin deyfing en í bæði skiptin er titillinn á fæðingarsögunni sá sami: Hildur Vala fer í bað.“ Hildur Vala segir það ótrúlega tilfinningu að fá barnið sitt í fangið í fyrsta sinn. aðsend Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? „Það er ótrúleg tilfinning að fá nýfætt barnið sitt í hendurnar, orð fá því ekki lýst. Lífið fær nýjan tilgang á augabragði.“ Volgt jógúrt aldrei bragðast eins vel Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? „Mér leið ótrúlega vel. Allt sem kom eftir fæðinguna fannst mér viðráðanlegt í samanburði við meðgönguna. Ég fékk aftur matarlyst á sængurlegunni og hálft ristað brauð og volg óskajógúrt hefur aldrei, og mun aldrei, smakkast jafn vel.“ Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Já, að mínu mati er mikil pressa og ég varð mjög meðvituð um hana. Ég ákvað samt að kaupa bara eftir þörfum frekar en að fylla heimilið af dóti sem óvíst væri að við hefðum nokkur not fyrir. Við vinkonurnar erum líka svo margar á svipuðum stað og erum mjög duglegar að lána okkar á milli.“ Falleg fjölskylda á skírnardegi yngri dótturinnar.aðsend Hvernig gekk að finna nafn á barnið? „Við eyddum meiri tíma í að ræða það að við þyrftum að fara ákveða nafn en að ákveða nafnið sjáft. Í bæði skiptin þurftum við að ákveða skírnardag til að setja tímapressu á okkur og í bæði skiptin mætti ég til Séra Jónu Hrannar sem skírði stelpurnar og sagði henni að mögulega yrði það þetta nafn eða þetta eða þetta. Hún brást við í seinna skiptið og sagði: Nei ekki aftur.“ Erfiðlega gekk að finna nöfn á börnin og skiptu foreldrarnir óteljandi oft um skoðun. aðsend Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Hlusta á innsæið. Engin meðganga, fæðing eða barn er eins. Ekki bera þig saman við neinn eða neitt. Á endanum veist þú hvað er best fyrir þig og barnið þitt. Þetta er best í heimi, þetta er líka krefjandi og það má segja bæði.“ Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 Fannst líkaminn vera að svíkja mig Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka. 2. maí 2023 20:00 „Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri“ Aðalheiður Ýr Óladóttir, fitnessdrottning eignaðist sitt fyrsta barn 2017. Í fyrra bættist barn númer tvö í hópinn. Hún lýsir upplifunum tveimur sem gjörólíkum. 25. júní 2023 07:00 Mest lesið Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál „Tíu ár en enginn hringur“ Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál „Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Makamál „Hún sá mig fyrst í Idolinu“ Makamál Fleiri fréttir „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Sjá meira
Hildur Vala og sambýlismaður hennar, Kjartan Ottósson eiga saman dæturnar Kolbrúnu og Köru. Kjartan starfar sem ráðgjafi hjá KPMG en parið kynntist í menntaskóla, nánar tiltekið Verzlunarskóla Íslands og á sér því langa sögu. Fyrri dóttirin var rækilega plönuð í heiminn en sú seinni kom skemmtilega á óvart. Hún segir tvær fæðingar með mjög stuttu millibili hafa verið afar ólíkar þrátt fyrir að hafa verið gangsett í bæði skiptin. Titillinn á fæðingarsögunum sé þó í bæði skipti sá sami: Hildur Vala fer í bað. Eftir að dæturnar komu í heiminn fékk Hildur Vala aftur lyst á mat og í kjölfarið tók við sannkallaður sælutími. Hún segir nefnilega það algeng mistök að halda að meðgangan sé eitt allsherjar blómaskeið. Sú hafi ekki verið raunin í hennar tilfelli. „Það er svo mikilvægt að hlusta á innsæið því engin meðganga, fæðing eða barn eru eins. Besta ráðið sem ég get gefið verðandi mæðrum er að bera sig ekki saman við neinn eða neitt. Á endanum veist þú sjálf hvað er best fyrir þig og barnið þitt,“ segir Hildur Vala í viðtalsþættinum Móðurmál. Hildur Vala bar kúluna vel í fallegu umhverfi.aðsend Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? „Í fyrra skiptið vorum við að bíða eftir því svo þá ríkti mikil spenna og eftirvænting. Í seinna skiptið tók ég óléttuprófið hjá foreldrum mínum til að útiloka að ógleðin væri ekki af því ég væri ófrísk. Þegar línurnar tvær birtust hljóp ég fram, henti prófinu í þau og öskraði: Hvað þýðir þetta, hvað þýðir þetta?“ Aldrei verið svona þakklát fyrir líkama minn Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Meðgöngurnar voru báðar mjög erfiðar. Í fyrra skiptið var ég rúmliggjandi í átta mánuði. Ég átti erfitt með að nærast, kastaði upp allan tímann og upplifði mikla vanlíðan. Þegar stelpan mín var níu mánaða varð ég aftur ófrísk. Seinni meðgangan var með sama hætti en eftir samráð við lækna var ákveðið að ég fengi lyf sem gerði mér kleift að vera á fótum þrátt fyrir að líðanin hafi ekki verið góð. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævi minni.“ Báðar fæðingarnar gengu hratt fyrir sig.aðsend Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Ég hugsaði lítið út í það, miklu frekar hvernig mér leið. Hins vegar þótti mér magnað að fylgjast með aðlögunarhæfni líkamans yfir meðgönguna. Ég hef aldrei verið svona þakklát fyrir líkamann minn.“ Hildur Vala segist aldrei hafa verið eins þakklát fyrir líkama sinn.aðsend Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Ég var mjög lánsöm með mína ljósmóður í mæðraverndinni, hún var yndisleg og með allt á hreinu. Hún veitti mér mikinn stuðning og hitti mig að jafnaði á tveggja vikna fresti. Ein besta vinkona mömmu tók svo á móti báðum stelpunum sem okkur þótti mjög vænt um. Það gaf mér enn meira öryggi og gerði mér kleift að einbeita mér að stóra verkefninu. Þessar perlur á fæðingar- og sængurdeildinni héldu svo líka vel utan um okkur.“ Hildur Vala segir perlurnar á fæðingardeildinni hafi haldið vel utan um fjölskylduna.aðsend Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Mitt stærsta verkefni á meðgöngunni var að ná að nærast. Ég átti svo erfitt með að koma nokkrum mat niður og halda honum niðri. Á fyrri meðgöngunni var það oftast eitthvað eitt sem ég gat borðað í einu þar til ég fékk ógeð af því. Þetta var svolítið eins og verða fjögurra ára aftur. Á seinni meðgöngunni kom hins vegar tímabil þar sem ég gat eingöngu hugsað mér hummus frá Mandí eða kartöflumús með brúnni sósu. Undir lok meðgöngunnar, þegar ég fór að fá lyst aftur, fór ég á Múlakaffi á þriðjudögum. Þá er hægt að fá fiskibollur í karrýsósu.“ Gat ekki notið meðgöngunnar Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Mér fannst erfiðast að líða illa svona rosalega lengi. Oft eru skilaboðin sem verðandi mæður fá að meðganga sé eintómt blómaskeið. Sú var ekki raunin í mínu tilviki og mér fannst erfitt að viðurkenna það fyrir sjálfri mér. Mig langaði mjög að njóta þess að vera ólétt en ég gat það bara ekki. Konur fá minna að heyra af öðrum konum á meðgöngunni sem líður ekki vel þegar þær eru ófrískar. Þetta þyrfti að breytast.“ Eldri dóttirin var einungis níu mánaða þegar von var á nýju kríli.aðsend Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Skemmtilegast fannst mér að fá lúxus meðferð hvert sem ég fór. Það eru einhver líkindi milli þess að vera ólétt kona og lítill sætur hvolpur. Allir svo glaðir að sjá mann og vilja bara klappa manni og gefa manni að borða.“ Varstu í mömmuklúbb? „Ég fann ekki þörfina að vera í mömmuhóp en ég hafði mikla þörf fyrir að vera í kringum mitt nánasta fólk, vinkonur og fjölskyldu. Það skipti mig miklu máli að hafa gott bakland sem ég gat leitað til þegar spurningar vöknuðu eða maður þurfti einhvern til að tala við.“ Litla fjölskyldan var fljót að stækka.aðsend Fengu þið að vita kynið? „Við vorum alltaf ákveðin í að vita ekki og í hvorugt skiptið vissum við það. Okkur þótt svo gaman að velta þessu fyrir okkur og það jók mikið á spennuna þegar það fór að styttast í fæðingu. Fólk á oftast ekki til orð yfir þessari hegðun en okkur fannst þetta mjög skemmtilegt.“ Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? „Ég fór í meðgöngujóga til Auðar í Jógasetrinu. Ég verð að mæla með því, hún er ótrúleg töfrakona.“ Sett af stað í bæði skiptin Hvernig gekk fæðingin? „Þær gengu vel. Tvær fæðingar á átján mánuðum og þær voru svakalega ólíkar. Sett af stað í bæði skiptin, fyrri tók tæpa þrjátíu klukkutíma, langur tími, full af deyfingu og Kjartan minn skrifaði ítarlega fæðingarsögu. Seinni fæðingin tók hins vegar bara þrjá klukkutíma, enginn tími, engin deyfing en í bæði skiptin er titillinn á fæðingarsögunni sá sami: Hildur Vala fer í bað.“ Hildur Vala segir það ótrúlega tilfinningu að fá barnið sitt í fangið í fyrsta sinn. aðsend Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? „Það er ótrúleg tilfinning að fá nýfætt barnið sitt í hendurnar, orð fá því ekki lýst. Lífið fær nýjan tilgang á augabragði.“ Volgt jógúrt aldrei bragðast eins vel Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? „Mér leið ótrúlega vel. Allt sem kom eftir fæðinguna fannst mér viðráðanlegt í samanburði við meðgönguna. Ég fékk aftur matarlyst á sængurlegunni og hálft ristað brauð og volg óskajógúrt hefur aldrei, og mun aldrei, smakkast jafn vel.“ Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Já, að mínu mati er mikil pressa og ég varð mjög meðvituð um hana. Ég ákvað samt að kaupa bara eftir þörfum frekar en að fylla heimilið af dóti sem óvíst væri að við hefðum nokkur not fyrir. Við vinkonurnar erum líka svo margar á svipuðum stað og erum mjög duglegar að lána okkar á milli.“ Falleg fjölskylda á skírnardegi yngri dótturinnar.aðsend Hvernig gekk að finna nafn á barnið? „Við eyddum meiri tíma í að ræða það að við þyrftum að fara ákveða nafn en að ákveða nafnið sjáft. Í bæði skiptin þurftum við að ákveða skírnardag til að setja tímapressu á okkur og í bæði skiptin mætti ég til Séra Jónu Hrannar sem skírði stelpurnar og sagði henni að mögulega yrði það þetta nafn eða þetta eða þetta. Hún brást við í seinna skiptið og sagði: Nei ekki aftur.“ Erfiðlega gekk að finna nöfn á börnin og skiptu foreldrarnir óteljandi oft um skoðun. aðsend Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Hlusta á innsæið. Engin meðganga, fæðing eða barn er eins. Ekki bera þig saman við neinn eða neitt. Á endanum veist þú hvað er best fyrir þig og barnið þitt. Þetta er best í heimi, þetta er líka krefjandi og það má segja bæði.“
Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 Fannst líkaminn vera að svíkja mig Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka. 2. maí 2023 20:00 „Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri“ Aðalheiður Ýr Óladóttir, fitnessdrottning eignaðist sitt fyrsta barn 2017. Í fyrra bættist barn númer tvö í hópinn. Hún lýsir upplifunum tveimur sem gjörólíkum. 25. júní 2023 07:00 Mest lesið Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál „Tíu ár en enginn hringur“ Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál „Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Makamál „Hún sá mig fyrst í Idolinu“ Makamál Fleiri fréttir „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Sjá meira
Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01
Fannst líkaminn vera að svíkja mig Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka. 2. maí 2023 20:00
„Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri“ Aðalheiður Ýr Óladóttir, fitnessdrottning eignaðist sitt fyrsta barn 2017. Í fyrra bættist barn númer tvö í hópinn. Hún lýsir upplifunum tveimur sem gjörólíkum. 25. júní 2023 07:00