Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:30 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsakaði málið. Vísir/Þorgils Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu. Honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar síendurteknu og alvarlegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu, auk þess að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni og systur hennar umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis hjá fósturfjölskyldum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að systurnar séu mjög hræddar við föður sinn. Barnavernd í bæjarfélagi þeirra komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2020 að leggja fram kæru á hendur föðurnum vegna gruns um ofbeldi gagnvart dætrunum fjórum. Var hann grunaður um að hafa slegið þær með belti, skóm og fleiru. Í kæru barnaverndar kom fram að dætur hans hefðu lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, færi með þær inn í herbergi þar sem hann lokaði og læsti hurðinni, drægi niður gluggatjöldin og lemdi þær þar til þær hættu að gráta. Þá báru þær um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá yrði hún fyrir barðinu á honum. Þær sögðu föður sinn lemja oft móður þeirra en þau rifust stöðugt. Eftir að systrunum var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum hefur faðirinn ítrekað reynt að nálgast þær og rofið nálgunarbann með því að reyna að hafa endurtekið samband við þær. Bæði með því að senda vinabeiðnir og skilaboð á Facebook, sitja fyrir þeim við skóla eða æfingar auk þess að aka fram hjá fósturheimilum þeirra. Vitni staðfesta þetta við lögreglu. Þá brjálaðist faðirinn þegar hann taldi dóttur sína vera komin í samskipti við ungan dreng. Hótaði hann að vinna drengnum mein í samtali við lögreglumenn. Lögreglustjóri taldi í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldi ljóst að faðirinn héldi áfram brotum sínum. Á það féllst héraðsdómur og Landsréttur sömuleiðis. Dómsmál Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar síendurteknu og alvarlegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu, auk þess að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni og systur hennar umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis hjá fósturfjölskyldum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að systurnar séu mjög hræddar við föður sinn. Barnavernd í bæjarfélagi þeirra komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2020 að leggja fram kæru á hendur föðurnum vegna gruns um ofbeldi gagnvart dætrunum fjórum. Var hann grunaður um að hafa slegið þær með belti, skóm og fleiru. Í kæru barnaverndar kom fram að dætur hans hefðu lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, færi með þær inn í herbergi þar sem hann lokaði og læsti hurðinni, drægi niður gluggatjöldin og lemdi þær þar til þær hættu að gráta. Þá báru þær um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá yrði hún fyrir barðinu á honum. Þær sögðu föður sinn lemja oft móður þeirra en þau rifust stöðugt. Eftir að systrunum var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum hefur faðirinn ítrekað reynt að nálgast þær og rofið nálgunarbann með því að reyna að hafa endurtekið samband við þær. Bæði með því að senda vinabeiðnir og skilaboð á Facebook, sitja fyrir þeim við skóla eða æfingar auk þess að aka fram hjá fósturheimilum þeirra. Vitni staðfesta þetta við lögreglu. Þá brjálaðist faðirinn þegar hann taldi dóttur sína vera komin í samskipti við ungan dreng. Hótaði hann að vinna drengnum mein í samtali við lögreglumenn. Lögreglustjóri taldi í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldi ljóst að faðirinn héldi áfram brotum sínum. Á það féllst héraðsdómur og Landsréttur sömuleiðis.
Dómsmál Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira