Þýski handboltinn

Naumt tap Magdeburg í Ofurbikarnum
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg sem mátti sætta sig við tap gegn Fusche Berlin í Ofurbikarnum í þýska handboltanum í dag.

Guðjón Valur búinn að koma Gummersbach hálfa leið inn í Evrópudeildina
Gummersbach er í frábærum málum eftir þrettán marka sigur á danska félaginu Mors-Thy Håndbold í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur.

Átti ekkert svar við skjótum viðbrögðum Gísla
Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fljótur á fótunum og fljótur að hugsa. Handahreyfingarnar eru ekkert síðri heldur.

Gull, silfur og brúðkaup
Handboltastjörnurnar Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke unnu bæði til verðlauna í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París á dögunum. Þau létu síðan pússa sig saman strax að leikunum loknum.

Hver er þessi þýski Petersson sem skaut Frakkana í kaf?
Íslenskum handbolta barst góður liðsstyrkur á sínum tíma þegar Alexander Petersson fékk ríkisborgararétt og byrjaði að spila með íslenska landsliðinu. Ein helsta handboltaþjóð heims, Þýskaland, hefur nú einnig fengið góðan liðsauka frá Lettlandi.

Kretzschmar kíkti í Fiskbúð Fúsa
Miklir fagnaðarfundir urðu þegar gömlu liðsfélagarnir í Magdeburg, Stefan Kretzschmar og Sigfús Sigurðsson, hittust í fiskbúð þess síðarnefnda.

Semur við ísraelskt lið stutt frá Gasa: „Besta tilboð sem ég hef fengið“
Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni. Mikill fjárhagslegur hvati var til staðar fyrir Sveinbjörn sem segist bera virðingu fyrir öllum skoðunum.

Sonur Söndru og Daníels kominn í heiminn
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason, landsliðsfólk í handbolta, hefur eignast sitt fyrsta barn.

Úlfurinn snýr aftur til Kiel
Þýska stórveldið THW Kiel hefur keypt upp samning þýska landsliðsmarkvarðarins Andreas Wolff við Kielce.

Kiel reyndi að fá Aron aftur
Íþróttastjóri Kiel staðfestir að félagið hafi rætt við Aron Pálmarsson um möguleikann á að snúa aftur á fornar slóðir.

Oddur og Teitur í liði umferðarinnar eftir kveðjuleiki sína
Tveir Íslendingar eru í úrvalsliði lokaumferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þetta eru þeir Oddur Gretarsson og Teitur Örn Einarsson.

Teitur og Oddur voru báðir níu af níu í lokaumferðinni
Íslensku handboltamennirnir Teitur Örn Einarsson og Oddur Gretarsson áttu báðir stórleik í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Magdeburg meistari eftir stórsigur í Mannheim
Íslendingaliðið Magdeburg varð í kvöld þýskur meistari í handbolta karla eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen, 21-34, á útivelli. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Magdeburg vinnur titilinn.

Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni
Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Erfitt kvöld hjá okkar mönnum
Kvöldið var ekki gjöfult fyrir Íslendingana sem spiluðu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Tjörvi til Bergischer
Tjörvi Týr Gíslason hefur skrifað undir eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bergischer. Hann hefur leikið með Val allan sinn feril.

Ómar Ingi með fjörutíu mörk í síðustu þremur leikjum
Ómar Ingi Magnússon hefur verið funheitur með liði sínu, Magdeburg, að undanförnu og boðið upp á ótrúlega tölfræði.

Snilldarleikur Ómars Inga svo gott sem tryggði titilinn
Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stórleik og skoraði 16 mörk fyrir Magdeburg í 30-28 sigri gegn Leipzig.

Teitur Örn og félagar í úrslit
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir öruggan sex marka sigur á Dinamo Búkarest, lokatölur 38-32.

Ómar Ingi með tíu mörk í tíunda sigurleik toppliðsins í röð
Ómar Ingi Magnússon fór á kostum þegar Magdeburg náði tveggja stiga forskoti á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Íslendingarnir ekki meira með á leiktíðinni
Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson missa báðir af síðustu leikjum Melsungen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. Um er að ræða mikið áfall fyrir félagið sem er í harðri baráttu um sæti í Evrópu á næstu leiktíð.

Gummersbach heldur í Evrópuvon eftir sigur í Íslendingaslag
Gummersbach vann mikilvægan fimm marka sigur er liðið tók á móti Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag í þýska handboltanum í dag, 31-26.

Ómar og Viggó röðuðu inn mörkum í sigrum
Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson áttu báðir stórleiki er lið þeirra, Magdeburg og Leipzig, unnu örugga sigra í þýska handboltanum í dag.

Tíunda tapið í röð hjá Íslendingaliði Balingen
Íslendingalið HBW Balingen-Weilstetten mátti þola sitt tíunda tap í röð er liðið heimsótti Stuttgart í þýska handboltanum í kvöld.

Teitur skoraði fimm og Flensburg heldur naumlega í við toppliðin
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Flensburg er liðið vann öruggan ellefu marka útisigur gegn Hamburg í þýska handboltanum í kvöld, 30-41.

Magdeburg á toppinn eftir stórleik Íslendinganna
Íslendingarnir í Magdeburg skiluðu sínu þegar liðið tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildar karla í handbolta eftir sex marka sigur á Lemgo, lokatölur 34-28 Magdeburg í vil.

Fyrsta tap lærisveina Guðjóns Vals síðan í byrjun mars
Gummersbach tapaði á móti Füchse Berlin í þýska handboltanum í dag en þetta var fyrsta tap liðsins í meira en tvo mánuði.

Öruggt hjá Teiti Erni og félögum
Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg unnu átta marka sigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, lokatölur 39-31.

Viggó fór á kostum í góðum sigri Leipzig
Viggó Kristjánsson var markahæsti maður vallarins þegar Íslendingaliðið Leipzig vann sigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Metamfetamín fannst í báðum sýnum markmannsins
Niðurstaða úr greiningu á B-sýni úr lyfjaprófi markmannsins Nikola Portner reyndist hin sama og úr A-sýni. Snefilmagn af metamfetamíni fannst í báðum prófum.