Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2025 17:56 Sigvaldi Björn í leik með Kolstad. Vísir/Getty Íslendingaliðið Kolstad vann í dag sigur á Elverum í fyrsta úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn í handbolta. Fjórir Íslendingar komu við sögu hjá Kolstad í leiknum. Kolstad og Elverum hafa verið sterkustu liðin í norsku deildinni síðustu árin og enduðu í tveimur efstu sætunum að lokinni deildakeppni. Fyrsti leikur úrslitanna fór fram á heimavelli Elverum en tvo leiki þarf til að vinna titilinn. Gestirnir frá Kolstad náðu frumkvæðinu strax í upphafi. Þeir komust í 6-3 og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum í stöðunni 10-5. Heimalið Elverum skoraði þó síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og sá til þess að þremur mörkum munaði í hálfleik, staðan þá 17-14. Gestirnir fóru hins vegar langt með að tryggja sigurinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Þeir hófu hálfleikinn á 6-1 áhlaupi og munurinn skyndilega orðinn átta mörk. Heimaliðið náði lítið sem ekkert að minnka muninn eftir þetta og leiknum lauk með sex marka sigri Kolstad, lokatölur 31-25. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad í leiknum og Sveinn Jóhannsson eitt. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komu einnig við sögu hjá gestunum en komust ekki á blað. Liðin mætast næst í Kolstad á miðvikudag og þar getur Kolstad tryggt sér titilinn. Elliði magnaður í sigri Gummersbach Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann 34-30 sigur á Eisenach á útivelli. Elliði var næstmarkahæstur í liði gestanna en Teitur Örn Einarsson átti sömuleiðis fínan leik og bætti fjórum íslenskum mörkum í sarpinn. Eftir sigurinn er Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í 9. sæti deildarinnar þegar liðið á fimm leiki eftir óspilaða. Þá skoraði Viggó Kristjánsson níu mörk og var markahæstur í liði Erlangen sem vann 30-27 sigur á Stuttgart. Með sigrinum jafnaði Erlangen lið Stuttgart að stigum og lyfti sér upp úr fallsæti. Fyrir neðan Erlangen í töflunni eru lið Bietigheim og Potsdam sem bæði eiga leiki til góða og fallhættan vofir því enn yfir Viggó og félögum. Þýski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Kolstad og Elverum hafa verið sterkustu liðin í norsku deildinni síðustu árin og enduðu í tveimur efstu sætunum að lokinni deildakeppni. Fyrsti leikur úrslitanna fór fram á heimavelli Elverum en tvo leiki þarf til að vinna titilinn. Gestirnir frá Kolstad náðu frumkvæðinu strax í upphafi. Þeir komust í 6-3 og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum í stöðunni 10-5. Heimalið Elverum skoraði þó síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og sá til þess að þremur mörkum munaði í hálfleik, staðan þá 17-14. Gestirnir fóru hins vegar langt með að tryggja sigurinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Þeir hófu hálfleikinn á 6-1 áhlaupi og munurinn skyndilega orðinn átta mörk. Heimaliðið náði lítið sem ekkert að minnka muninn eftir þetta og leiknum lauk með sex marka sigri Kolstad, lokatölur 31-25. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad í leiknum og Sveinn Jóhannsson eitt. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komu einnig við sögu hjá gestunum en komust ekki á blað. Liðin mætast næst í Kolstad á miðvikudag og þar getur Kolstad tryggt sér titilinn. Elliði magnaður í sigri Gummersbach Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann 34-30 sigur á Eisenach á útivelli. Elliði var næstmarkahæstur í liði gestanna en Teitur Örn Einarsson átti sömuleiðis fínan leik og bætti fjórum íslenskum mörkum í sarpinn. Eftir sigurinn er Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í 9. sæti deildarinnar þegar liðið á fimm leiki eftir óspilaða. Þá skoraði Viggó Kristjánsson níu mörk og var markahæstur í liði Erlangen sem vann 30-27 sigur á Stuttgart. Með sigrinum jafnaði Erlangen lið Stuttgart að stigum og lyfti sér upp úr fallsæti. Fyrir neðan Erlangen í töflunni eru lið Bietigheim og Potsdam sem bæði eiga leiki til góða og fallhættan vofir því enn yfir Viggó og félögum.
Þýski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira