Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 12:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigri í Meistaradeildinni í gær og fyrir aftan hann má sjá Ómar Inga Magnússon faðma einn starfsmann liðsins. Getty/Marius Becker/ Þýska liðið Magdeburg tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Þetta er í þriðja sinn sem félagið vinnur Meistaradeildina og meistaralið félagsins eiga það sameiginlegt að í aðalhlutverki var íslenskur landsliðsmaður. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30