Spákaupmaðurinn Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara. Viðskipti innlent 29.4.2008 17:20 Spákaupmaðurinn: Svali í skattaforsælunni Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Viðskipti innlent 4.3.2008 18:18 Í svigi Ég er svo kátur þessa dagana að ég næ mér varla niður á jörðina. Fyrir menn eins og mig eru svona sveiflutímabil eins og svigbrekka fyrir góðan skíðamann. Viðskipti innlent 11.9.2007 16:22 Lesið í garnir markaðar Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:42 Að ganga á vatni Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. Viðskipti innlent 28.8.2007 15:42 Betra en á Straumsafslætti Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. Viðskipti innlent 21.8.2007 16:07 Margt spjallað Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði. Viðskipti innlent 14.8.2007 15:38 Snert viðkvæma taug Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Viðskipti innlent 7.8.2007 15:42 Vörður samfélagsins Nú er heldur betur líf í tuskunum hjá sparisjóðunum eftir að SPRON ákvað að breyta sér í hlutafélag. Byr er á sama tíma að gleypa SPK og brátt verður Sparisjóður Norðlendinga runninn inn í Byr. Litlu sparisjóðirnir sjá auðvitað að þetta gengur ekki lengur, aðstæður eru með þeim hætti að þeir keppa ekki við þá stóru um kúnna sem verða stærri og stærri. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17 Sumarleyfið borgaði sig Hún var skrýtin þessi utanlandsferð til Spánar. Í stað þess að liggja marineraður með tærnar upp í loft í steikjandi stiga hita þá lá ég í símanum. Bölvaður tölvumaðurinn kom aldrei með mótaldið þannig að síminn var eina vopnið sem ég hafði til þess að fylgjast með ævintýralegum hækkunum á markaðnum í síðustu viku. Viðskipti innlent 24.7.2007 15:23 Frábæri frændinn ég Kæri frændi Mig langar bara til að þakka þér fyrir hvað þú hefur verið hugulsamur við okkur að láta fjölskylduna fylgjast með tækifærum sem opnast á markaðnum. Við erum öll alsæl með færeyska bankann sem þú lést okkur kaupa. Við vorum svolítið hikandi að fara með yfirdráttinn svona hátt til að kaupa þessi bréf, en þú getur ímyndað þér hvað við erum ánægð þegar upp er staðið. Viðskipti innlent 3.7.2007 16:16 Sólin sleikt Mér líður eins og nýkjörnum alþingismanni þessa dagana sem auk þess er með laun sem borgarfulltrúi. Nóg til af peningum og tíminn endalaus. Ég er enn að bíða eftir yfirtökunni í Actavis og einnig hvað ég fæ mikið af færeyska bankanum. Viðskipti innlent 19.6.2007 16:19 Spákaupmaðurinn: Grænpóstur á Bjögga Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði. Viðskipti innlent 29.5.2007 15:42 Allir búnir að kaupa Þá eru öll stóru fjármálafyrirtækin búin að taka upp seðlaveskið á árinu. Það kom mér ekki á óvart að heyra að Straumur-Burðarás væri að fjárfesta í Finnlandi, enda höfðu þeir verið að leita bæði þar og í Svíþjóð. Mér skilst að Kalli Werners hafi hrifsað til sín Invik fyrir framan nefið á Kaupþingi og Straumi. Viðskipti innlent 22.5.2007 15:37 Spákaupmaðurinn: Krónuprinsinn Björgólfur Thor Jæja, sennilega getur maður farið í sumarfrí rólegur yfir krónunni. Þökk sé Björgólfi Thor. Yfirtaka á Actavis mun halda krónunni uppi fram á haustið, auk þess sem markaðurinn hér heima mun fá stuðning við þetta. Viðskipti innlent 15.5.2007 15:39 Slúður og fréttir Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? Viðskipti innlent 8.5.2007 18:40 Týndu börnin koma fram Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Viðskipti innlent 24.4.2007 16:48 Reynir lítið á þroskann Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Viðskipti innlent 3.4.2007 16:16 Áhyggjur með englavernd Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Viðskipti innlent 27.3.2007 16:24 Þægindi á sporgöngu Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Viðskipti innlent 20.3.2007 16:07 Arður í sekkjum Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér. Viðskipti innlent 13.3.2007 15:45 Þríréttuð vika og vín með Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Viðskipti innlent 27.2.2007 17:42 Gott að vera stór Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Viðskipti innlent 20.2.2007 16:19 Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Viðskipti innlent 13.2.2007 20:41 Grætt á friði og spekt Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Viðskipti innlent 6.2.2007 17:16 Heill ykkur meistarar Hverjir eru þeir sem með blóði, svita og tárum gera manni eins og mér kleift að vakna seint á morgnana og liggja þess á milli með fartölvuna á maganum uppi í sófa? Það eru blessaðir bankastjórarnir. Viðskipti innlent 30.1.2007 16:14 Lúterskir leiðindapúkar Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Viðskipti innlent 23.1.2007 16:11 Staðgreitt himnaskraut Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Viðskipti innlent 2.1.2007 15:16 Búið að redda jólunum Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Viðskipti innlent 12.12.2006 17:08 Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Viðskipti innlent 5.12.2006 15:33 « ‹ 1 2 ›
Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara. Viðskipti innlent 29.4.2008 17:20
Spákaupmaðurinn: Svali í skattaforsælunni Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Viðskipti innlent 4.3.2008 18:18
Í svigi Ég er svo kátur þessa dagana að ég næ mér varla niður á jörðina. Fyrir menn eins og mig eru svona sveiflutímabil eins og svigbrekka fyrir góðan skíðamann. Viðskipti innlent 11.9.2007 16:22
Lesið í garnir markaðar Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:42
Að ganga á vatni Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. Viðskipti innlent 28.8.2007 15:42
Betra en á Straumsafslætti Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. Viðskipti innlent 21.8.2007 16:07
Margt spjallað Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði. Viðskipti innlent 14.8.2007 15:38
Snert viðkvæma taug Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Viðskipti innlent 7.8.2007 15:42
Vörður samfélagsins Nú er heldur betur líf í tuskunum hjá sparisjóðunum eftir að SPRON ákvað að breyta sér í hlutafélag. Byr er á sama tíma að gleypa SPK og brátt verður Sparisjóður Norðlendinga runninn inn í Byr. Litlu sparisjóðirnir sjá auðvitað að þetta gengur ekki lengur, aðstæður eru með þeim hætti að þeir keppa ekki við þá stóru um kúnna sem verða stærri og stærri. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17
Sumarleyfið borgaði sig Hún var skrýtin þessi utanlandsferð til Spánar. Í stað þess að liggja marineraður með tærnar upp í loft í steikjandi stiga hita þá lá ég í símanum. Bölvaður tölvumaðurinn kom aldrei með mótaldið þannig að síminn var eina vopnið sem ég hafði til þess að fylgjast með ævintýralegum hækkunum á markaðnum í síðustu viku. Viðskipti innlent 24.7.2007 15:23
Frábæri frændinn ég Kæri frændi Mig langar bara til að þakka þér fyrir hvað þú hefur verið hugulsamur við okkur að láta fjölskylduna fylgjast með tækifærum sem opnast á markaðnum. Við erum öll alsæl með færeyska bankann sem þú lést okkur kaupa. Við vorum svolítið hikandi að fara með yfirdráttinn svona hátt til að kaupa þessi bréf, en þú getur ímyndað þér hvað við erum ánægð þegar upp er staðið. Viðskipti innlent 3.7.2007 16:16
Sólin sleikt Mér líður eins og nýkjörnum alþingismanni þessa dagana sem auk þess er með laun sem borgarfulltrúi. Nóg til af peningum og tíminn endalaus. Ég er enn að bíða eftir yfirtökunni í Actavis og einnig hvað ég fæ mikið af færeyska bankanum. Viðskipti innlent 19.6.2007 16:19
Spákaupmaðurinn: Grænpóstur á Bjögga Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði. Viðskipti innlent 29.5.2007 15:42
Allir búnir að kaupa Þá eru öll stóru fjármálafyrirtækin búin að taka upp seðlaveskið á árinu. Það kom mér ekki á óvart að heyra að Straumur-Burðarás væri að fjárfesta í Finnlandi, enda höfðu þeir verið að leita bæði þar og í Svíþjóð. Mér skilst að Kalli Werners hafi hrifsað til sín Invik fyrir framan nefið á Kaupþingi og Straumi. Viðskipti innlent 22.5.2007 15:37
Spákaupmaðurinn: Krónuprinsinn Björgólfur Thor Jæja, sennilega getur maður farið í sumarfrí rólegur yfir krónunni. Þökk sé Björgólfi Thor. Yfirtaka á Actavis mun halda krónunni uppi fram á haustið, auk þess sem markaðurinn hér heima mun fá stuðning við þetta. Viðskipti innlent 15.5.2007 15:39
Slúður og fréttir Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? Viðskipti innlent 8.5.2007 18:40
Týndu börnin koma fram Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Viðskipti innlent 24.4.2007 16:48
Reynir lítið á þroskann Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Viðskipti innlent 3.4.2007 16:16
Áhyggjur með englavernd Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Viðskipti innlent 27.3.2007 16:24
Þægindi á sporgöngu Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Viðskipti innlent 20.3.2007 16:07
Arður í sekkjum Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér. Viðskipti innlent 13.3.2007 15:45
Þríréttuð vika og vín með Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Viðskipti innlent 27.2.2007 17:42
Gott að vera stór Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Viðskipti innlent 20.2.2007 16:19
Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Viðskipti innlent 13.2.2007 20:41
Grætt á friði og spekt Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Viðskipti innlent 6.2.2007 17:16
Heill ykkur meistarar Hverjir eru þeir sem með blóði, svita og tárum gera manni eins og mér kleift að vakna seint á morgnana og liggja þess á milli með fartölvuna á maganum uppi í sófa? Það eru blessaðir bankastjórarnir. Viðskipti innlent 30.1.2007 16:14
Lúterskir leiðindapúkar Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Viðskipti innlent 23.1.2007 16:11
Staðgreitt himnaskraut Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Viðskipti innlent 2.1.2007 15:16
Búið að redda jólunum Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Viðskipti innlent 12.12.2006 17:08
Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Viðskipti innlent 5.12.2006 15:33
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti