Betra en á Straumsafslætti 22. ágúst 2007 00:01 Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. Bréfin höfðu lækkað óeðlilega mikið miðað við að innanborðs eru stabíl rekstrarfélög sem maður heyrir ekki annað en að séu í góðum gír. Nú kom sér vel að hafa geymt slatta á peningamarkaðsreikningingi í sumar og bíða eftir smá taugaveiklun. Ég er sumsé búinn að græða í prósentuvís meira en þeir sem keyptu bréfin af Straumi og það sem meira er að enginn tortryggir mig, enda þekki ég engan í Exista, nema konuna sem sér um kaffið sem er fjarskyld frænka mín. Nú veit ég ekkert um það hverjir keyptu bréfin, en ég er tilbúinn að fara með þeim út að borða til að halda upp á gróða undanfarinna daga. Þessi sala var afar klaufaleg hjá Straumi og ekki til þess fallin að efla traust á félaginu, án þess að nokkuð sé hægt að fullyrða um að þetta hafi verið óeðlilegt. Hagsmunir allra hluthafa eru það sem stjórnendur eiga að hafa að leiðarljósi. Í því kann að felast að selja hluti til erlendra fagfjárfesta með afslætti. Þegar hins vegar ekkert fylgir með tilkynningu svona sölu og allar skýringar koma eftir á, þá læðist að manni sá grunur að þetta séu ekki virtir erlendir fjárfestar, heldur gamlir kunningjar í nýjum eignarhaldsfélögum. Annars er ég ekki vanur að velta mér upp úr því hvernig aðrir græða, heldur hugsa ég mest um eigið skinn og það sem undir því er. Ég er svo sem búinn að græða eitt og annað á Straumi í gegnum tíðina, en hef ekki látið mikið fyrir mér fara þar upp á síðkastið. Ég myndi samt ekkert slá hendinni á móti því að taka við smá slatta á svona afslætti sem veittur var fyrir helgi. Hins vegar voru Exista og Kaupþing á fínum afslætti fyrir helgi og þegar allt var búið að hækka nema Glitnir, þá stökk maður inn þar og tók tvö prósent meðan miðlarar bankans keyptu hann upp í eðlilega sjálfsvirðingu á ný. Maður kemur því ansi vel nestaður inn í veturinn með fullt búrið af berjasultu og fulla vasa af peningum. Ef maður fer í gæs í ofanálag, þá má veturinn koma mín vegna. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. Bréfin höfðu lækkað óeðlilega mikið miðað við að innanborðs eru stabíl rekstrarfélög sem maður heyrir ekki annað en að séu í góðum gír. Nú kom sér vel að hafa geymt slatta á peningamarkaðsreikningingi í sumar og bíða eftir smá taugaveiklun. Ég er sumsé búinn að græða í prósentuvís meira en þeir sem keyptu bréfin af Straumi og það sem meira er að enginn tortryggir mig, enda þekki ég engan í Exista, nema konuna sem sér um kaffið sem er fjarskyld frænka mín. Nú veit ég ekkert um það hverjir keyptu bréfin, en ég er tilbúinn að fara með þeim út að borða til að halda upp á gróða undanfarinna daga. Þessi sala var afar klaufaleg hjá Straumi og ekki til þess fallin að efla traust á félaginu, án þess að nokkuð sé hægt að fullyrða um að þetta hafi verið óeðlilegt. Hagsmunir allra hluthafa eru það sem stjórnendur eiga að hafa að leiðarljósi. Í því kann að felast að selja hluti til erlendra fagfjárfesta með afslætti. Þegar hins vegar ekkert fylgir með tilkynningu svona sölu og allar skýringar koma eftir á, þá læðist að manni sá grunur að þetta séu ekki virtir erlendir fjárfestar, heldur gamlir kunningjar í nýjum eignarhaldsfélögum. Annars er ég ekki vanur að velta mér upp úr því hvernig aðrir græða, heldur hugsa ég mest um eigið skinn og það sem undir því er. Ég er svo sem búinn að græða eitt og annað á Straumi í gegnum tíðina, en hef ekki látið mikið fyrir mér fara þar upp á síðkastið. Ég myndi samt ekkert slá hendinni á móti því að taka við smá slatta á svona afslætti sem veittur var fyrir helgi. Hins vegar voru Exista og Kaupþing á fínum afslætti fyrir helgi og þegar allt var búið að hækka nema Glitnir, þá stökk maður inn þar og tók tvö prósent meðan miðlarar bankans keyptu hann upp í eðlilega sjálfsvirðingu á ný. Maður kemur því ansi vel nestaður inn í veturinn með fullt búrið af berjasultu og fulla vasa af peningum. Ef maður fer í gæs í ofanálag, þá má veturinn koma mín vegna. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira