Staðgreitt himnaskraut 3. janúar 2007 07:30 Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur konunglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrinum. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af annarri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árangur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktakar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslugleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármálafyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlendur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlandsmarkaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spennandi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt innkomutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tímasetur innkomuna. Þolinmæði verður líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það. Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur konunglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrinum. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af annarri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árangur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktakar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslugleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármálafyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlendur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlandsmarkaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spennandi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt innkomutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tímasetur innkomuna. Þolinmæði verður líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það.
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira