Staðgreitt himnaskraut 3. janúar 2007 07:30 Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur konunglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrinum. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af annarri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árangur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktakar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslugleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármálafyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlendur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlandsmarkaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spennandi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt innkomutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tímasetur innkomuna. Þolinmæði verður líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það. Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur konunglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrinum. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af annarri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árangur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktakar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslugleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármálafyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlendur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlandsmarkaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spennandi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt innkomutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tímasetur innkomuna. Þolinmæði verður líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það.
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira