Týndu börnin koma fram 25. apríl 2007 06:00 Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira