Búið að redda jólunum 13. desember 2006 06:30 Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Þegar gengið fór niður fyrir mína spá, þá náttúrlega keypti ég. Rúmri viku síðar er maður kominn með fyrir öllum jólagjöfunum. Annars er ég farinn að búa mig undir magurt ár, þó að lokaspretturinn á þessu lofi ágætu. Seðlabankinn mun sennilega gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf og það óháð því hvort maður setur skóinn út í glugga eða ekki. Svo sýnist mér að allir stóru kallarnir á markaðnum séu komnir í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla með því. Það er aldrei hægt að stjórna umræðu um sig til lengdar og meiri hætta að maður lendi inn í umræðu með því að eiga í fjölmiðlum. Þess vegna hef ég aldrei átt í fjölmiðlum, nema sem ósýnilegur skammtímafjárfestir. Það er fullt af tækifærum á þessum markaði til lengri tíma litið. Bankarnir verða á fullu næsta árið og margt spennandi að gerast hjá þeim. Þeir munu hins vegar gjalda á næsta ári fyrir samdrátt og einhver gjaldþrot sem óhjákvæmilega er fylgifiskur okurvaxtanna sem verða ráðandi framan af ári. Það verður allavega meiri vinna en áður að halda góðum gangi í fjárfestingunum. Ég held að maður dragi saman seglin á næstunni og bíði eftir bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002 varð grundvöllur mikilla afreka hjá mér og ég ætla mér ekki minni hluti þegar hagkerfið fer á sving eftir samdrátt og svartsýni sem mun koma á næsta ári. Þetta hljómar allt saman frekar auðvelt. Það kunna flestir að lesa í hagsveifluna. Vandinn er hins vegar að láta ekki tilfinninguna á markaðnum sópa sér með. Það er auðveldara um að tala, en í að komast. Svipað og að hætta að reykja. „Það er enginn vandi að hætta að reykja, það hef ég oft gert,“ sagði Mark Twain og sama gildir um ákvarðanir á markaði. Þegar ég fór inn á markaðinn á þessum tíma sögðu margir vinir mínir að ég væri galinn. Þegar ég skuldsetti mig grimmt, þá afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir eru launamenn, en ég minn eigin herra. Og hvílíkur herra. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Þegar gengið fór niður fyrir mína spá, þá náttúrlega keypti ég. Rúmri viku síðar er maður kominn með fyrir öllum jólagjöfunum. Annars er ég farinn að búa mig undir magurt ár, þó að lokaspretturinn á þessu lofi ágætu. Seðlabankinn mun sennilega gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf og það óháð því hvort maður setur skóinn út í glugga eða ekki. Svo sýnist mér að allir stóru kallarnir á markaðnum séu komnir í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla með því. Það er aldrei hægt að stjórna umræðu um sig til lengdar og meiri hætta að maður lendi inn í umræðu með því að eiga í fjölmiðlum. Þess vegna hef ég aldrei átt í fjölmiðlum, nema sem ósýnilegur skammtímafjárfestir. Það er fullt af tækifærum á þessum markaði til lengri tíma litið. Bankarnir verða á fullu næsta árið og margt spennandi að gerast hjá þeim. Þeir munu hins vegar gjalda á næsta ári fyrir samdrátt og einhver gjaldþrot sem óhjákvæmilega er fylgifiskur okurvaxtanna sem verða ráðandi framan af ári. Það verður allavega meiri vinna en áður að halda góðum gangi í fjárfestingunum. Ég held að maður dragi saman seglin á næstunni og bíði eftir bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002 varð grundvöllur mikilla afreka hjá mér og ég ætla mér ekki minni hluti þegar hagkerfið fer á sving eftir samdrátt og svartsýni sem mun koma á næsta ári. Þetta hljómar allt saman frekar auðvelt. Það kunna flestir að lesa í hagsveifluna. Vandinn er hins vegar að láta ekki tilfinninguna á markaðnum sópa sér með. Það er auðveldara um að tala, en í að komast. Svipað og að hætta að reykja. „Það er enginn vandi að hætta að reykja, það hef ég oft gert,“ sagði Mark Twain og sama gildir um ákvarðanir á markaði. Þegar ég fór inn á markaðinn á þessum tíma sögðu margir vinir mínir að ég væri galinn. Þegar ég skuldsetti mig grimmt, þá afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir eru launamenn, en ég minn eigin herra. Og hvílíkur herra. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira