Búið að redda jólunum 13. desember 2006 06:30 Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Þegar gengið fór niður fyrir mína spá, þá náttúrlega keypti ég. Rúmri viku síðar er maður kominn með fyrir öllum jólagjöfunum. Annars er ég farinn að búa mig undir magurt ár, þó að lokaspretturinn á þessu lofi ágætu. Seðlabankinn mun sennilega gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf og það óháð því hvort maður setur skóinn út í glugga eða ekki. Svo sýnist mér að allir stóru kallarnir á markaðnum séu komnir í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla með því. Það er aldrei hægt að stjórna umræðu um sig til lengdar og meiri hætta að maður lendi inn í umræðu með því að eiga í fjölmiðlum. Þess vegna hef ég aldrei átt í fjölmiðlum, nema sem ósýnilegur skammtímafjárfestir. Það er fullt af tækifærum á þessum markaði til lengri tíma litið. Bankarnir verða á fullu næsta árið og margt spennandi að gerast hjá þeim. Þeir munu hins vegar gjalda á næsta ári fyrir samdrátt og einhver gjaldþrot sem óhjákvæmilega er fylgifiskur okurvaxtanna sem verða ráðandi framan af ári. Það verður allavega meiri vinna en áður að halda góðum gangi í fjárfestingunum. Ég held að maður dragi saman seglin á næstunni og bíði eftir bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002 varð grundvöllur mikilla afreka hjá mér og ég ætla mér ekki minni hluti þegar hagkerfið fer á sving eftir samdrátt og svartsýni sem mun koma á næsta ári. Þetta hljómar allt saman frekar auðvelt. Það kunna flestir að lesa í hagsveifluna. Vandinn er hins vegar að láta ekki tilfinninguna á markaðnum sópa sér með. Það er auðveldara um að tala, en í að komast. Svipað og að hætta að reykja. „Það er enginn vandi að hætta að reykja, það hef ég oft gert,“ sagði Mark Twain og sama gildir um ákvarðanir á markaði. Þegar ég fór inn á markaðinn á þessum tíma sögðu margir vinir mínir að ég væri galinn. Þegar ég skuldsetti mig grimmt, þá afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir eru launamenn, en ég minn eigin herra. Og hvílíkur herra. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Þegar gengið fór niður fyrir mína spá, þá náttúrlega keypti ég. Rúmri viku síðar er maður kominn með fyrir öllum jólagjöfunum. Annars er ég farinn að búa mig undir magurt ár, þó að lokaspretturinn á þessu lofi ágætu. Seðlabankinn mun sennilega gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf og það óháð því hvort maður setur skóinn út í glugga eða ekki. Svo sýnist mér að allir stóru kallarnir á markaðnum séu komnir í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla með því. Það er aldrei hægt að stjórna umræðu um sig til lengdar og meiri hætta að maður lendi inn í umræðu með því að eiga í fjölmiðlum. Þess vegna hef ég aldrei átt í fjölmiðlum, nema sem ósýnilegur skammtímafjárfestir. Það er fullt af tækifærum á þessum markaði til lengri tíma litið. Bankarnir verða á fullu næsta árið og margt spennandi að gerast hjá þeim. Þeir munu hins vegar gjalda á næsta ári fyrir samdrátt og einhver gjaldþrot sem óhjákvæmilega er fylgifiskur okurvaxtanna sem verða ráðandi framan af ári. Það verður allavega meiri vinna en áður að halda góðum gangi í fjárfestingunum. Ég held að maður dragi saman seglin á næstunni og bíði eftir bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002 varð grundvöllur mikilla afreka hjá mér og ég ætla mér ekki minni hluti þegar hagkerfið fer á sving eftir samdrátt og svartsýni sem mun koma á næsta ári. Þetta hljómar allt saman frekar auðvelt. Það kunna flestir að lesa í hagsveifluna. Vandinn er hins vegar að láta ekki tilfinninguna á markaðnum sópa sér með. Það er auðveldara um að tala, en í að komast. Svipað og að hætta að reykja. „Það er enginn vandi að hætta að reykja, það hef ég oft gert,“ sagði Mark Twain og sama gildir um ákvarðanir á markaði. Þegar ég fór inn á markaðinn á þessum tíma sögðu margir vinir mínir að ég væri galinn. Þegar ég skuldsetti mig grimmt, þá afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir eru launamenn, en ég minn eigin herra. Og hvílíkur herra. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira