Umferðaröryggi

Fréttamynd

Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum

Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðna blöskrar óþarfa framúrakstur: „Hvað er fólk að pæla?“

Tólf létust að meðal­tali ár­lega í um­ferðar­slysum á Ís­landi á síðasta ára­tug saman­borið við 20 ára­tuginn á undan. Á sama tíma liggur þó fyrir að 25.000 Ís­lendingar nota ekki bíl­belti. Al­þjóð­legur minningar­dagur þeirra sem látist hafa í um­ferðar­slysum er í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér.

Innlent
Fréttamynd

Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar

Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna.

Innlent
Fréttamynd

Átta­tíu fleiri al­var­leg raf­hlaupa­hjóla­slys í ár en í fyrra

Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum.

Innlent
Fréttamynd

Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku

Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt.

Bílar
Fréttamynd

Hraða­mynda­vélin á Sæ­braut gómað tæp­lega fimm þúsund á árinu

Hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hefur náð hraðakstri alls tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun og til 1. nóvember 2021. Af þeim fjórum hraðamyndavélum sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfrækir er hraðamyndavélin á Sæbraut sú sem leiðir til langflestra sekta til ökumanna.

Innlent
Fréttamynd

Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi

Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð.

Innlent
Fréttamynd

Varar við mikilli hættu í vetur

Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól.

Innlent
Fréttamynd

Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar.

Innlent
Fréttamynd

Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir

Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Betri umferð

Samfélagið er smám saman að færast í fyrra horf frá því heimsfaraldur hóf göngu sína og umturnaði því skipulagi sem við eigum að venjast. Vissulega er þetta ekki búið en smám saman fækkar takmörkunum og má meðal annars merkja það á nýjustu umferðartölum. En aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast skort á vetrar­dekkjum á landinu

Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrar­dekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jóns­sonar, markaðs- og birgða­stjóra Dekkja­hallarinnar. Flestir dekkja­salar landsins hafa lent í ein­hverjum vand­ræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annað­hvort seint eða ekki.

Neytendur
Fréttamynd

„Nagladekk eru bara úrelt“

Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg.

Innlent
Fréttamynd

Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis

245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum

Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag.

Innlent