Fjöldi banaslysa það sem af er ári ekki sést í áratugi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2024 21:30 Þórhildur Elínardóttir fór yfir slysatölur í kvöldfréttum Stöðvar 2. arnar halldórsson Fjöldi þeirra banaslysa sem orðið hafa í umferðinni á árinu hefur ekki sést frá því að skráning slysa hófst fyrir fimmtíu árum. Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“ Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21
Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02