Fjöldi banaslysa það sem af er ári ekki sést í áratugi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2024 21:30 Þórhildur Elínardóttir fór yfir slysatölur í kvöldfréttum Stöðvar 2. arnar halldórsson Fjöldi þeirra banaslysa sem orðið hafa í umferðinni á árinu hefur ekki sést frá því að skráning slysa hófst fyrir fimmtíu árum. Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“ Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21
Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02