„Morning has broken, eða þannig,“ segir Sigurður G. sem birtir mynd af bíl sínum þar sem hann hefur nánast vafið sig um ljósastaur.
Sigurður var á leið til vinnu og var að fara yfir Bitruhálsinn.
„Ég var í rétti. Það var keyrt í veg fyrir mig. Ég þurfti að bremsa og bíllinn rann á ljósastaur. Ég held að hann hafi verið að flýta sér. og vildi klára síðustu dropana af ljósinu.“
Bíll Sigurðar af Nissan-gerð er ónýtur.
„Alla veganna er ljósastaurinn genginn langt inn í vélarrúm bílsins,“ segir Sigurður.
„Þetta er rafmagnsbíllinn minn. Náttúruverndarsjónarmiðin fara fyrir lítið þarna. Í bili. Barátta mín gegn loftslagsvá verður að bíða aðeins. Ég er dæmdur til að fara á olíuhákinn – í bili.“