Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Kerfið lúti stjórn öfga­manna

Reglugerðardrög matvælaráðherra um sjálfbæra landnýtingu hafa víðs vegar vakið upp hörð viðbrögð. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu alvarlegar athugasemdir við drögin í aðsendri grein í Bændablaðinu í gær. Sigmundur Davíð segir þetta aðför að íslenskum landbúnaði. 82 umsagnir bárust í samráðsgátt, en drögin hafa lokið umsagnarferli.

Innlent
Fréttamynd

Hróp og köll gerð að Bjarna

Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn vilja ekki frían há­degis­mat

Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur.

Innlent
Fréttamynd

Núna er þetta bara orðið á­gætt!

Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Bessí tekur við af Blön­dal

Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi kennari við Verzlunarskóla Íslands og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna (SES) á fjölmennum aðalfundi félagsins, sem fram fór í Valhöll í dag.

Innlent
Fréttamynd

Endurvekjum rann­sóknar­nefnd al­manna­varna

Á dögunum lagði ég fram frumvarp um rannsóknarnefnd almannavarna. Með frumvarpinu er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði að nýju tekin upp í lög um almannavarnir. Á málinu eru ásamt mér meðflutningsmenn úr flestum flokkum á Alþingi og því um þverpólitískt mál að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Nauð­syn­legar breytingar á út­lendinga­lögum

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna hraðrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Umsóknum hefur fjölgað um 3700% á rúmum áratug og hafa valdið umtalsverðum kostnaði fyrir ríkið, eða um 20 milljörðum króna árið 2023, auk álags á alla okkar innviði.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri græn næðu ekki inn á þing

Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­sam­starfi slitið í Fjarðabyggð

Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrir mér er meiri­hlutinn ó­starf­hæfur“

Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki eftir­sóknar­verður staður til að vera á

Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu 30 dögum síðar. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið. Fámennur hópur gerir það ekki og er heimilis- og réttindalaus á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Jafn­launa­vottun sé orðin að biss­ness

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin bætir við sig fylgi eftir um­mæli Krist­rúnar

Samfylkingin mælist með 27,2 prósent fylgi í nýrri könnun Maskínu og bætir flokkurinn við sig einu og hálfu prósentustigi á milli mánaða. Mikil umræða hefur farið fram um skoðanir Kristrúnar Frostadóttur, formanns flokksins,  á útlendingamálum undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­mál í ó­lestri

Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn.

Skoðun
Fréttamynd

„Nammið í rútunni vont“

Lítið fer fyrir þingmönnum í ræðupúlti Alþingishússins því nú fer í hönd kjördæmavika. Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, fær ekki að fara með Sjálfstæðisflokknum hringferð um landið.

Innlent
Fréttamynd

Tvö eyru og einn munn

„Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr flokks­lína í út­lendinga­málum

„Frumvarpið er afleitt. Það er því ekki hægt að kenna einum stjórnmálamanni um harðneskjulega stefnu í útlendingamálum. Flokkslínan virðist skýr.” Þetta voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar árið 2019 þegar breytingar á útlendingalögum voru lagðar fram, í fyrsta skipti af fimm.

Skoðun
Fréttamynd

Vill flýta endur­skoðun laga um leigu­bíla­akstur

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi  í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Upp með sér að vera and­lag „smjör­klípu“ Össurar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Rýnir í leið Bjarna til að halda Guð­laugi frá for­mennsku

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar séu fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði.

Innlent
Fréttamynd

Loksins loksins!

Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég skil að fólki sé mis­boðið“

Sú var tíðin að dæmdir kynferðisbrotamenn áttu auðsótta leið að uppreist æru hjá forseta Íslands. Á uppreisnarárinu 2017 ofbauð landsmönnum þessi möguleiki og áður en árið var úti hafði lögunum verið breytt. Ríkisstjórnin var sömuleiðis sprungin eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra hafði mælt með uppreist æru fyrir mann sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni yfir tólf ára tímabil.

Innlent