Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2025 15:03 Hermann Nökkvi (th) lét ekki Þorleif komast upp með neitt múður og heilsaði honum að sjómannasið. Þeir gerð svo upp málin í Herragarðinum daginn eftir og eru, að sögn Þorleifs, mestu mátar eftir atvikið. vísir Í kekki kastaðist milli tveggja landsfundargesta Sjálfstæðisflokksins á Petersen-svítunni á föstudagskvöldinu. Þá gerði Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu sér lítið fyrir og rétti Þorleifi Hallbirni Ingólfssyni einn á lúðurinn. Greinilegt er að talsvert meiri hiti var meðal landsfundargesta en komið hefur fram. Ekki fór formannskjörið eins drengilega fram og látið hefur verið í veðri vaka. Heilsað að sjómannasið Hermann Nökkvi var stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hafði sigur í formannsslag og voru þeir Þorleifur, sem er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, að ræða þær Guðrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur mótframbjóðanda hennar. Þorleifur studdi Áslaugu. Þær samræður voru allt annað en vinsamlegar. Þorleifur talaði þar fjálglega um að Hermann hafi verið undirróðursmaður fyrir Guðrúnu og skipti þá engum togum, Hermann Nökkvi heilsaði Þorleifi að sjómannasið. Keypti skyrtu á Þorleif næsta dag Þorleifur telur þetta ekki fréttaefni, þeir hafi verið mátar fyrir og eftir. En mönnum hafi orðið heitt í hamsi á þessu augnabliki. Þeir gerðu þessar væringar upp á laugardaginn en þá fóru þeir tveir í Herragarðinn og keypti Hermann Nökkvi nýja skyrtu á Þorleif. „Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á Landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur. Ekki náðist í Hermann Nökkva vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Greinilegt er að talsvert meiri hiti var meðal landsfundargesta en komið hefur fram. Ekki fór formannskjörið eins drengilega fram og látið hefur verið í veðri vaka. Heilsað að sjómannasið Hermann Nökkvi var stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hafði sigur í formannsslag og voru þeir Þorleifur, sem er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, að ræða þær Guðrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur mótframbjóðanda hennar. Þorleifur studdi Áslaugu. Þær samræður voru allt annað en vinsamlegar. Þorleifur talaði þar fjálglega um að Hermann hafi verið undirróðursmaður fyrir Guðrúnu og skipti þá engum togum, Hermann Nökkvi heilsaði Þorleifi að sjómannasið. Keypti skyrtu á Þorleif næsta dag Þorleifur telur þetta ekki fréttaefni, þeir hafi verið mátar fyrir og eftir. En mönnum hafi orðið heitt í hamsi á þessu augnabliki. Þeir gerðu þessar væringar upp á laugardaginn en þá fóru þeir tveir í Herragarðinn og keypti Hermann Nökkvi nýja skyrtu á Þorleif. „Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á Landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur. Ekki náðist í Hermann Nökkva vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira