
Næturlíf

Unglingar játuðu að partíið væri vandræðalegt
Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“

Húrra lokað: „Reykjavík er að verða ömurlega leiðinleg borg“
Eigandi tónleikastaðarins Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík hefur lokað staðnum, að minnsta kosti tímabundið. Hann segir leiguna of háa en viðræður standi yfir við eigendur hússins. Hann segist óttast að Reykjavík stefni hraðbyri að því að verða einsleitari borg þar sem tónleikastaðir fái ekki þrifist.

Látinn eftir líkamsárás í miðborginni
Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Markmiðið að endurvekja gamla B5
„Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club.

Eigendaskipti á Bankastræti Club
Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins.

Kunnugleg andlit á djamminu í Hollywood í gamla daga
„Nýr skemmtistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur" sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margir urðu frá að hverfa.“ Þannig hófst frétt sem birtist á forsíðu Vísis þann 3. mars árið 1978.

„Ógeðslega óþægilegt“ ástand eftir piparúða á LÚX
Uppi varð fótur og fit á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags þegar piparúða var spreyjað yfir hóp af fólki á skemmtistaðnum LÚX Nightclub í Austurstræti. Vitni lýsir ástandinu sem myndaðist sem ógeðslega óþægilegu.

Meint hópslagsmál reyndust gamnislagur
Á sjöunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mennirnir þrír voru vinir að gantast, eins og það er orðað í dagbók lögreglu.

Stútur reyndi að flýja og bakkaði á lögreglubíl
Lögregluþjónar stöðvuðu í gær ökumann sem var grunaður um ölvun við akstur. Sá reyndi að komast undan og bakkaði á lögreglubílinn. Hann var þó handtekinn og færður í fangageymslu.

Lokuðu veitingastað án rekstrarleyfis
Lögregluþjónar lokuðu veitingastað á miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Grunur lék á að staðurinn væri án rekstrarleyfis og þegar starfsmenn gátu ekki framvísað slíku var þeim gert að loka staðnum tafarlaus.

Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis
Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum.

„Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá“
„Fyrst upp í rúm, svo er farið á stefnumót. Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá eða hversu marga bólfélaga það á. Í mörgum löndum er venjan að karlmaður bjóði konu á stefnumót og reyni að ganga í augun á henni. En á Íslandi skiptir kyn eiginlega ekki máli þegar kemur að viðreynslu, það veltur á því hvor einstaklingurinn hefur áhuga á hinum. Þegar kemur að fyrsta stefnumóti er oftast um tvo kosti að velja: keyra um í hringi eða stunda kynlíf.“

Djammbannið var löglegt
Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum eigenda skemmtistaðarins The English Pub. Eigendurnir höfðu krafist skaðabóta vegna fjártjóns af völdum lokunar í covid-faraldrinum.

Ákærður fyrir nauðgun á skemmtistað
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á salerni ónefnds skemmtistaðar í Reykjavík í lok mars á síðasta ári. Maðurinn er sagður hafa stungið getnaðarlim sínum í munn konu sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar.

Höfuðkúpubrotnaði eftir hnefahögg á djamminu
Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda manni fyrir utan skemmtistað á Reykjanesi í október árið 2021. Hlaut árásarþoli höfuðkúpubrot og alvarlega varanlega áverka á höfði.

Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli
Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra.

Úðuðu piparúða yfir saklausa gesti
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal þeirra sem bökuðu vandræði í nótt voru tveir drengir sem hjóluðu um á rafmagnshlaupahjóli og úðuðu piparúða á fólk sem beið í röð til þess að komast inn á skemmtistað í miðborginni.

Djammreykingar mun lífseigari en dagreykingar
Þrátt fyrir að dagreykingafólki á Íslandi hafi fækkað úr rúmlega 30 prósent í 6 á síðustu 30 árum hefur hlutfall djammreykingafólks, eða fólks sem reykir sjaldnar en daglega, haldist nokkuð stöðugt. Hefur hlutfallið rokkað frá um 3 í 6 prósent um árabil og engin fylgni er milli þess og lækkandi hlutfalls reykingafólks.

Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða
Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið.

Leggjast alfarið gegn því að veita stað Óla Geirs áfengisleyfi
Bæjarráð Reykjanesbæjar leggst alfarið gegn því að LUX, skemmtistað í eigu Óla Geirs verði veitt tímabundið áfengisleyfi.

Brasilísk stórstjarna hélt upp á afmælið á Íslandi
Brasilíska söngkonan Anitta varð þrítug á dögunum. Í gærkvöldi hélt hún veislu á skemmtistaðnum LÚX í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna áfanganum.

Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað
Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum.

Segir fimm milljónir króna fyrir sjónmissi hlægilegar bætur
Darius Osirus Kazlan varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Kaffibarnum í febrúar 2018 sem leiddi til þess að hann missti sjón á vinstra auga. Fimm ár liðu þar til hann fékk bótagreiðslu frá ríkissjóði. Þar spilaði inn í að ofbeldismaðurinn flúði fyrst land og lést svo eftir að dómur var kveðinn upp. Darius telur bótagreiðsluna allt of lága fyrir sjónmissi.

Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks
Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld.

Rukkaður um skuld á skemmtistað og dró upp hníf
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar.

Sextíu milljónir á ári fyrir næturstrætó
Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs.

Umdeildur dómur fyrir árás við Club 203 þyngdur verulega
Daniel Zambrana Aquilar, 24 ára karlmaður, var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Daniel hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði fyrir alvarlega stunguárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur.

Næturstrætó snýr aftur um helgina
Næturstrætó mun hefja akstur innan Reykjavíkurborgar aðfaranótt laugardags þann 25. febrúar og aka samkvæmt áætlun. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar.

Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík
Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum.

Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar
Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman.