Vinnumarkaður

Fréttamynd

„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“

„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar

Flosi Eiríksson, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bandsins og Sigmar Vil­hjálms­son, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann

„Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þrumuský yfir leigjendum

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir.

Innlent
Fréttamynd

Hugmynd um að lækka laun

Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum.

Skoðun
Fréttamynd

Hlut­fall er­lends vinnu­afls aldrei hærra og þörf á aukningu

Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hugmyndir Simma fara illa í landsmenn

Grein Sigmars Vilhjálmssonar, athafnamanns og formanns Atvinnufjelagsins, sem birtist á Vísi í gær virðist ekki hafa farið vel í landsmenn. Á netmiðlum hafa notendur keppst við að gagnrýna hugmyndir Sigmars og þurfti hann sjálfur að verja sig í kommentakerfum netmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Vaktar­á­lag og raun­veru­leg á­hrif þess

Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Slegist um þjóna og kokka í ferða­þjónustunni

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuna hafa tekið hraðar við sér eftir faraldurinn en fólk almennt hafði gert ráð fyrir og er svo komið að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa lokað fyrir sölu. Mikil vöntun er þó á matreiðslufólki og þjónum í sumar og er slegist um þetta starfsfólk.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja stuðla að auknu val­frelsi um hvar fólk vinnur

Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að vinnumansal aukist samhliða fjölgun flóttamanna

Margar ábendingar hafa borist um vinnumansal flóttafólks hér á landi undanfarið og er lögregla með slík mál til rannsóknar. Forseti ASÍ segir mikilvægt að allir séu á varðbergi og ítrekar mikilvægi þess að aukinn straumur flóttamanna sé ekki á kostnað réttinda.

Innlent
Fréttamynd

Banka­hvelfingin leigð út í sögufrægu húsi

Eitt helsta kennileiti Ísafjarðarbæjar hefur gengið í endurnýjun lífdaga og hýsir nú fjarvinnuaðstöðu með skrifstofum, fundarherbergjum og opnum vinnurýmum. Húsið sem stendur við Pólgötu 1 er frá árinu 1958 og hýsti áður útibú Landsbankans.

Viðskipti innlent