Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 18:12 Drífa Snædal er ekki sátt með nýjustu vendingar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira