Vinnumarkaður

Fréttamynd

Kröfur kvennaárs komnar í inn­heimtu og gjald­daginn fallinn

Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

„Von­brigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“

Formaður félags flugumferðastjóri segir vonbrigði hve lítið hafi komið út úr fundi félagsins við fulltrúa samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasamjara í gær. Rúmur sólarhringur er þar til næstu verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Klórar sér í kollinum yfir kvenna­verk­fallinu

Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Al­var­legt á­fall á Grundar­tanga” sem beri að bregðast við hratt

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fall flug­um­ferðar­stjóra hafið

Verkfall flugumferðarstjóra er nú hafið og stendur fyrsta lota þess til klukkan þrjú í nótt. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir miður að staðan sé þessi. Hann vonast til þess að hægt verði að semja í vikunni og á von á því að boðað verði til fundar á morgun eða hinn. Hann sé tilbúinn til að funda verði það gert.

Innlent
Fréttamynd

Flug­um­ferðar­stjórar verði að sætta sig við sömu launa­hækkanir og aðrir

Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Málið er fast“

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist opinn fyrir öllum hugmyndum sem væru til þess að leysa deilu flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir flókið hvert næsta skref eigi að vera.

Innlent
Fréttamynd

Um sé að ræða aftur­för í jafn­réttis­málum

Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum.

Innlent
Fréttamynd

Launaþjófaður – van­metinn glæpur á vinnu­markaði

Það gleymist stundum í umræðu um vinnumarkaðinn að ráðningarsamband er í grunninn samningur milli tveggja aðila. Starfsmaður selur tíma sinn, þekkingu og vinnuafl, en atvinnurekandi kaupir þann tíma og skuldbindur sig til að greiða fyrir hann i samræmi við kjarasamninga og lög.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar

Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skil­yrði

Samstarf lækna og stjórnvalda er í hættu ef af fyrirhuguðum breytingum á Sjúkratryggingum verður. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur og að breytingarnar komi þvert á sátt sem náðist fyrir tveimur árum. 

Innlent
Fréttamynd

„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023.

Innlent
Fréttamynd

Til­lögurnar í leik­skóla­málum séu von­brigði og upp­gjöf

Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstu­dögum

Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra.

Innlent
Fréttamynd

Segja falda launa­upp­bót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins

Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjóla í for­seta ASÍ og segja hann af­vega­leiða um­ræðuna

Stjórn Eflingar stéttarfélagsins segir forseta ASÍ sýna vitundarleysi í skýringum sínum á niðurstöðum könnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Það sé miður að forseti ASÍ skuli taka þátt í að afvegaleiða umræðuna þegar komi að baráttunni gegn misskiptingu í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­þátt­taka inn­flytj­enda meiri en Ís­lendinga en fjár­hags­staða verri

Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ.

Innlent