Fjallabyggð

Fréttamynd

Líf og fjör um allt land

Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Birgisson er látinn

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára.

Innlent
Fréttamynd

Að lesa landið

Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær.

Skoðun
Fréttamynd

Flóni og Villi Vill hamast í Siglfirsku Ölpunum

Rapparinn Flóni, Friðrik Róbertsson, og stjörnulögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hafa notið lífsins í Siglfirsku Ölpunum um helgina, þar sem þeim er skutlað upp á fjall með þyrlu til þess eins að skíða aftur niður. 

Lífið
Fréttamynd

Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara rothögg“

Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði.

Innlent
Fréttamynd

Fór úr mjaðmarlið og beið í níutíu mínútur í kuldanum

Þórður Mar Árnason má ekkert stíga í fótinn næstu sex vikurnar eftir að hafa farið úr mjaðmarlið í vélsleðaslysi á Tröllaskaga þann 15. janúar síðastliðinn. Hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið vélsleðann ofan á sig þar sem hann rúllaði niður bratta fjallshlíð. Eða að æð hafi ekki farið í sundur í fæti hans. Þá hefði fátt komið í veg fyrir að honum hefði blætt út.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu vegna snjóflóðahættu aflétt á Siglufirði

Rýmingu vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Siglufirði. Vegfarendur eru engu að síður beðnir um að hafa varan á, einkum á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem segir að ákveðið hafi verið að aflétta rýmingu húsa á sunnanverðum Siglufirði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi er þó enn í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Týr flutti sjúkling frá Siglufirði

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð til í gær vegna sjúkraflutnings frá Siglufirði. Hvorki var hægt að flytja sjúkling landleiðina né í sjúkraflugi vegna slæms veðurs og ófærðar.

Innlent
Fréttamynd

Áfram hættustig á Siglufirði

Óvissustig verður áfram á öllu Norðurlandi og hættustig á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Afleitt verður hefur verið fyrir norðan í dag, hvöss norðanátt með snjókomu eða éljum.

Innlent
Fréttamynd

„Hélt við værum örugg undir snjó­flóða­varnar­garðinum“

Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið.

Innlent
Fréttamynd

Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði

Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn.

Innlent
Fréttamynd

Enn engar til­kynningar um ný flóð á Trölla­skaga

Veðurstofunni hafa enn ekki borist nýjar tilkynningar um að ný snjóflóð hafi fallið í Siglufirði eða annars staðar á Tröllaskaga. Beðið er eftir að birti til að hægt sé að taka betur stöðuna, en margir vegir á svæðinu eru sem stendur lokaðir og því ekki útilokað að flóð hafi fallið.

Innlent
Fréttamynd

Hækka viðbúnaðarstig og rýma svæði á Siglufirði

Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig í hættustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Ákveðið hefur verið að rýma svæði sem er syðst á Siglufirði og mun lögregla hafa samband við fólkið sem þarf að yfirgefa heimili sín.

Innlent
Fréttamynd

Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði

Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa.

Innlent