Fyrsta barn ársins fæddist á miðri leið til Akureyrar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 16:12 Elfa Sif Kristjánsdóttir og Ásgeir Frímannsson með dótturina nýfæddu. Aðsend Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl á miðri leið til Akureyrar. Foreldrar barnsins voru í sjötugsafmæli á Siglufirði þegar móðirin, Elfa Sif Kristjánsdóttir, missti vatnið. Hringt var á sjúkrabíl og barnið fæddist í bílnum, við Kálfsskinn. Settur dagur var eftir tvær vikur, þann 14. janúar, og segir Ásgeir Frímansson, nýbakaður faðir barnsins, að dóttirin hafi greinilega verið að flýta sér í heiminn. Móður og barni heilsast vel og fæðingin gekk vonum framar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri, vera í sjötugsafmæli hjá tengdaföður og fæða svo á miðri leið á milli,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir voru í sjötugsafmæli hjá föður Elfu á Siglufirði og atburðarásin kom þeim heldur betur á óvart. Elfa missti vatnið skyndilega og hringt var á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar, en fyrirhugað var að aka frá Siglufirði á sjúkrahúsið á Akureyri. Barnið fæddist svo í bílnum, við afleggjara að bænum Kálfaskinni á Árskógssandi, segir á akureyri.net. „Hún flýtti sér og vildi komast hratt og örugglega, segir Ásgeir í samtali við fréttastofu og bætir við að það hafi gengið rosalega vel: „Hérna sofa þær mæðgur og heilsan virkilega góð. Litla er búin að sofa held ég síðan hún fæddist,“ segir faðirinn nýbakaði og hlær. Skemmtileg tilviljun Á akureyri.net kemur fram að skemmtileg tilviljun sé að stúlkan hafi fæðst við Kálfsskinn. Þar hafi til áratuga búið ljósmóðirin Ása Marinósdóttir ásamt Sveini Jónssyni, bónda og húsasmíðameistara. Akureyri.net hefur eftir Ásu að um dásamlega tilviljun sé að ræða. „Ég tók á móti einum 20 til 30 börnum heima í Kálfsskinni á sínum tíma, einmitt vegna þess að móðirin komst ekki lengra. Nokkur fæddust í gamla húsinu en þegar Sveinn byggði stóra húsið hafði hann sérstakt herbergi fyrir mig, ef konur þyrftu að fæða hjá okkur.“ Áramót Börn og uppeldi Fjallabyggð Akureyri Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Settur dagur var eftir tvær vikur, þann 14. janúar, og segir Ásgeir Frímansson, nýbakaður faðir barnsins, að dóttirin hafi greinilega verið að flýta sér í heiminn. Móður og barni heilsast vel og fæðingin gekk vonum framar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri, vera í sjötugsafmæli hjá tengdaföður og fæða svo á miðri leið á milli,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir voru í sjötugsafmæli hjá föður Elfu á Siglufirði og atburðarásin kom þeim heldur betur á óvart. Elfa missti vatnið skyndilega og hringt var á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar, en fyrirhugað var að aka frá Siglufirði á sjúkrahúsið á Akureyri. Barnið fæddist svo í bílnum, við afleggjara að bænum Kálfaskinni á Árskógssandi, segir á akureyri.net. „Hún flýtti sér og vildi komast hratt og örugglega, segir Ásgeir í samtali við fréttastofu og bætir við að það hafi gengið rosalega vel: „Hérna sofa þær mæðgur og heilsan virkilega góð. Litla er búin að sofa held ég síðan hún fæddist,“ segir faðirinn nýbakaði og hlær. Skemmtileg tilviljun Á akureyri.net kemur fram að skemmtileg tilviljun sé að stúlkan hafi fæðst við Kálfsskinn. Þar hafi til áratuga búið ljósmóðirin Ása Marinósdóttir ásamt Sveini Jónssyni, bónda og húsasmíðameistara. Akureyri.net hefur eftir Ásu að um dásamlega tilviljun sé að ræða. „Ég tók á móti einum 20 til 30 börnum heima í Kálfsskinni á sínum tíma, einmitt vegna þess að móðirin komst ekki lengra. Nokkur fæddust í gamla húsinu en þegar Sveinn byggði stóra húsið hafði hann sérstakt herbergi fyrir mig, ef konur þyrftu að fæða hjá okkur.“
Áramót Börn og uppeldi Fjallabyggð Akureyri Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira