Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2022 14:41 Fjárfestahátíð fer fram á Siglufirði í dag þar sem norðlenskir frumkvöðlar kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. Hátíðin er afrakstur stefnumótunarvinnu heimafólks sem hefur lagt fram sína framtíðarsýn í atvinnumálum. Norðlendingar leggja áherslu á sjálfbærni og græna atvinnustarfsemi Jón Steinar Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. Það stendur mikið til á Siglufirði í dag þar sem kastljósinu verður beint að atvinnumálunum á Norðurlandi og grænni atvinnustarfsemi. Það er nýsköpunarhreyfingin Norðanátt sem stendur fyrir hátíðinni en þar munu norðlenskir frumkvöðlar kynna sínar hugmyndir og verkefni fyrir fjárfestum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, er hæstánægð með framtakið og telur að það sé komið til að vera. „Það sem er magnað við þetta verkefni er að þetta er afurð sóknaráætlunar Norðurlands eystra þar sem heimafólk setur fram sína sýn um hvernig það vill sjá þennan landshluta dafna og vaxa og það sem er svo gaman að þetta er eitt dæmi um það verkefni sem er afurð þeirrar stefnumótunarvinnu þannig að þetta er vilji heimafólks til að gera á sínum forsendum það sem þarf til að færa okkur í sókn.“ Hilda Jana Gísladóttir er formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. Á síðustu árum hafi mikil vinna farið í að skapa atvinnutækifæri í landshlutanum og á forsendum fólksins sem þar býr. „Þetta snýst ekki bara um það að sitja og bíða eftir því að einhver geri eritthvað og sjái hvað við erum að gera heldur setja kassann bara svolítiðfram og segja sjáiði hvað við erum að gera. Hér erum við með fullt af flottum hlutum á okkar forsendum og þannig færum við okkur áfram næstu skref í þá átt sem við viljum fara.“ Ottó Elíasson, rannsókna-og þróunarstjóri hjá Eimi, sem kemur að hátíðinni, segir að þemað sé hringrásarnýsköpun; matur, orka og vatn. „Þetta eru þessir þrír tengipunktar í okkar daglega samfélagi mannanna; matur orka og vatn. Þetta eru allt saman verkefni sem miða að bættri nýtingu auðlinda ogframleiðslu á eldsneyti fyrir framtíðina með nýmóðins hætti. Þetta undirbyggir líka græna atvinnustarfsemi og við teljum að það sé lykilatriði fyrir framtíðina að atvinnustarfsemi sé byggð upp á þessum forsendum.“ Nýsköpun Fjallabyggð Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Það stendur mikið til á Siglufirði í dag þar sem kastljósinu verður beint að atvinnumálunum á Norðurlandi og grænni atvinnustarfsemi. Það er nýsköpunarhreyfingin Norðanátt sem stendur fyrir hátíðinni en þar munu norðlenskir frumkvöðlar kynna sínar hugmyndir og verkefni fyrir fjárfestum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, er hæstánægð með framtakið og telur að það sé komið til að vera. „Það sem er magnað við þetta verkefni er að þetta er afurð sóknaráætlunar Norðurlands eystra þar sem heimafólk setur fram sína sýn um hvernig það vill sjá þennan landshluta dafna og vaxa og það sem er svo gaman að þetta er eitt dæmi um það verkefni sem er afurð þeirrar stefnumótunarvinnu þannig að þetta er vilji heimafólks til að gera á sínum forsendum það sem þarf til að færa okkur í sókn.“ Hilda Jana Gísladóttir er formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. Á síðustu árum hafi mikil vinna farið í að skapa atvinnutækifæri í landshlutanum og á forsendum fólksins sem þar býr. „Þetta snýst ekki bara um það að sitja og bíða eftir því að einhver geri eritthvað og sjái hvað við erum að gera heldur setja kassann bara svolítiðfram og segja sjáiði hvað við erum að gera. Hér erum við með fullt af flottum hlutum á okkar forsendum og þannig færum við okkur áfram næstu skref í þá átt sem við viljum fara.“ Ottó Elíasson, rannsókna-og þróunarstjóri hjá Eimi, sem kemur að hátíðinni, segir að þemað sé hringrásarnýsköpun; matur, orka og vatn. „Þetta eru þessir þrír tengipunktar í okkar daglega samfélagi mannanna; matur orka og vatn. Þetta eru allt saman verkefni sem miða að bættri nýtingu auðlinda ogframleiðslu á eldsneyti fyrir framtíðina með nýmóðins hætti. Þetta undirbyggir líka græna atvinnustarfsemi og við teljum að það sé lykilatriði fyrir framtíðina að atvinnustarfsemi sé byggð upp á þessum forsendum.“
Nýsköpun Fjallabyggð Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira