Fjallabyggð

Fréttamynd

Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn

Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu.

Innlent
Fréttamynd

Mynd af endurteknum brotum birtist í ákæru

Fyrrum skrifstofustjóri Sparisjóðsins á Siglufirði og forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð er ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Fjórtán bankareikningar voru frystir. Málið tekið fyrir í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Gríni í tölvuna annað slagið

Hulda Jónsdóttir hefur lifað langa ævi. Hún ólst upp á Seljanesi á Ströndum sem verið hefur í umræðunni í sumar í tengslum við vegalagningu og virkjun. En lengst bjó Hulda á Sauðanesi við Siglufjörð, fyrstu átta árin án vegasambands.

Innlent
Fréttamynd

Allt sem tengist ljósmyndun

Saga Fotografica, ljósmyndasögusafnið á Siglufirði, geymir marga dýrgripi. Myndir RAX og Leifs Þorsteinssonar verða þar á sýningu í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.

Innlent
Fréttamynd

171 hús enn í snjóflóðahættu

Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir árið 2010 á enn eftir að reisa tæplega helming varnarvirkjanna. Ofanflóðasérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga á áhættusvæðum hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar að ljúka verkinu á næstu tíu árum enda sé enn hundraðsjötíuogeitt hýbýli á hættusvæði víðs vegar um landið.

Innlent
Fréttamynd

TFII nýr hluthafi í Genís

Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnssonar stofnaði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Súr­mjólkur­búðingur: Ó­vænt sæl­kera­tromp á jólum

Súrmjólkurbúðingur er undurfrískandi ábætisréttur sem var einkar vinsæll á jólum fortíðar. Siglfirski hússtjórnarneminn Kolbrún Björk Bjarnadóttir lagaði rammíslenskan búðinginn sem hún segir einstakt sælgæti, en hún er annars vön að poppa út á jólaísinn.

Jól
Fréttamynd

Vilja lenda þyrlu innanbæjar á Siglufirði

Viking Heliskiing, sem þjónustar fjallaskíðagarpa á norðanverðum Tröllaskaga, óskar eftir því við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fá lendingarleyfi á malarpúða rétt sunnan við Hótel Sigló á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi.

Innlent