Unglingspiltur gekkst við brotahrinunni á Siglufirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 12:02 Frá Siglufirði. Vísir/Jói K. Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær uppi á unglingspilti sem gekkst við fjölda brota á Siglufirði sem lögreglan hefur haft til rannsóknar síðustu daga. Drengurinn hefur náð sakhæfisaldri og verður mál hans sent ákæruvaldinu til meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu. Þar kemur fram að brotin sem um er að ræða séu húsbrot, þjófnaður, innbrot og þjófnaður í grunnskóla og nytjataka og skemmdir á bifreiðum. „Á fimmtudaginn komu fram vísbendingar sem beindu sjónum lögreglu að manni á Siglufirði. Hann var yfirheyrður á föstudaginn en neitaði sök og færðu þessar aðgerðir lögregluna ekki nær lausn málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá segir að í gærkvöldi, laugardagskvöld, hafi lögreglu borist ábending um ungan mann á Siglufirði sem svaraði til lýsingar á meintum geranda í málunum sem hafa verið til rannsóknar. Þegar lögregla hafi ætlað sér að ná tali af viðkomandi hafi hann hlaupið í burtu, en hann var handsamaður stuttu síðar. Þá kom í ljós að um unglingspilt væri að ræða. Í framhaldinu hafi verið rætt við foreldra hans, auk þess sem sönnunargögn sem tengja hann við málið hafi komið í ljós. „Fulltrúi frá barnaverndaryfirvöldum var kallaður til og síðan tekin skýrsla af piltinum, þar sem hann gekkst við að hafa verið að verki í öllum tilvikum. Hann hafi verið einn að verki og koma lýsingar hans heim og saman við þær tilkynningar sem lögreglu höfðu borist,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að drengurinn var látinn laus eftir skýrslutöku hjá lögreglu. „Enn á eftir að hnýta upp nokkra lausa enda í rannsókninni og klára skýrslugerð. Að því loknu verður málið sent ákæruvaldi til meðferðar en pilturinn hefur náð sakhæfisaldri,“ segir að lokum í tilkynningunni. Fjallabyggð Lögreglumál Barnavernd Tengdar fréttir Vill reka bófana úr bænum Siglfirðingar skelkaðir vegna gripdeilda í bænum. 10. október 2020 08:01 Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16 Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær uppi á unglingspilti sem gekkst við fjölda brota á Siglufirði sem lögreglan hefur haft til rannsóknar síðustu daga. Drengurinn hefur náð sakhæfisaldri og verður mál hans sent ákæruvaldinu til meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu. Þar kemur fram að brotin sem um er að ræða séu húsbrot, þjófnaður, innbrot og þjófnaður í grunnskóla og nytjataka og skemmdir á bifreiðum. „Á fimmtudaginn komu fram vísbendingar sem beindu sjónum lögreglu að manni á Siglufirði. Hann var yfirheyrður á föstudaginn en neitaði sök og færðu þessar aðgerðir lögregluna ekki nær lausn málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá segir að í gærkvöldi, laugardagskvöld, hafi lögreglu borist ábending um ungan mann á Siglufirði sem svaraði til lýsingar á meintum geranda í málunum sem hafa verið til rannsóknar. Þegar lögregla hafi ætlað sér að ná tali af viðkomandi hafi hann hlaupið í burtu, en hann var handsamaður stuttu síðar. Þá kom í ljós að um unglingspilt væri að ræða. Í framhaldinu hafi verið rætt við foreldra hans, auk þess sem sönnunargögn sem tengja hann við málið hafi komið í ljós. „Fulltrúi frá barnaverndaryfirvöldum var kallaður til og síðan tekin skýrsla af piltinum, þar sem hann gekkst við að hafa verið að verki í öllum tilvikum. Hann hafi verið einn að verki og koma lýsingar hans heim og saman við þær tilkynningar sem lögreglu höfðu borist,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að drengurinn var látinn laus eftir skýrslutöku hjá lögreglu. „Enn á eftir að hnýta upp nokkra lausa enda í rannsókninni og klára skýrslugerð. Að því loknu verður málið sent ákæruvaldi til meðferðar en pilturinn hefur náð sakhæfisaldri,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Fjallabyggð Lögreglumál Barnavernd Tengdar fréttir Vill reka bófana úr bænum Siglfirðingar skelkaðir vegna gripdeilda í bænum. 10. október 2020 08:01 Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16 Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira
Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39