Blóðug slagsmál á Olísstöðinni á Sigló Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2020 16:52 Þegar lögreglu bar að garði var mesti atgangurinn búinn. Slagsmálahundunum var fylgt til skips en þar með var ekki sagan öll. Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes. Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes.
Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira