Um 150 eftirskjálftar fylgdu skjálftanum sem reið yfir norður af landinu í nótt: Íbúi segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 13:00 Siglufjörður. Um 150 smáskjálftar hafa fylgt jarðskjálfta af stærðinni 4,6 sem reið yfir norður af landinu um þrjú leytið í nótt. Íbúi á Siglufirði segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu. Skjálfti að stærðinni 4,6 varð um ellefu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. Tíu mínútum síðar varð annar skjálfti á svipuðum slóðum 3,7 að stærð. Geirþrúður Ármannsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við höfum fengið tilkynningar víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði um að þessi stóri hafi fundist og síðan þá eru komnir um það bil 150 jarðskjálftar á þessu svæði,“ sagði Geirþrúður. Þeir séu flestir smáskjálftar. „Við fáum svona hrinur annað slagið og það er yfirleitt talsverð virkni úti fyrir norðurlandi og það eru annað slagið hrynur út frá Gjögurtá og það kom þarna í júní en síðan um 20 júní eru um tíu skjálftar sem hafa verið á þessu svæði sem eru um og yfir 4 á stærð,“ sagði Geirþrúður. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði vaknaði við skjálftann í nótt. Róbert Guðfinnsson fann vel fyrir skjálftanum í nótt.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þetta var svolítið högg en menn hafa fengið nokkur svona högg áður í vetur og þetta er eitthvað sem menn verða að lifa við,“ sagði Róbert. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt tjón á svæðinu. „Ég hef ekki heyrt af neinum ótta en að sjálfsögðu bregður fólki, þetta er eitthvað sem maður venst ekki en menn læra að lifa með þessu,“ sagði hann. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Um 150 smáskjálftar hafa fylgt jarðskjálfta af stærðinni 4,6 sem reið yfir norður af landinu um þrjú leytið í nótt. Íbúi á Siglufirði segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu. Skjálfti að stærðinni 4,6 varð um ellefu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. Tíu mínútum síðar varð annar skjálfti á svipuðum slóðum 3,7 að stærð. Geirþrúður Ármannsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við höfum fengið tilkynningar víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði um að þessi stóri hafi fundist og síðan þá eru komnir um það bil 150 jarðskjálftar á þessu svæði,“ sagði Geirþrúður. Þeir séu flestir smáskjálftar. „Við fáum svona hrinur annað slagið og það er yfirleitt talsverð virkni úti fyrir norðurlandi og það eru annað slagið hrynur út frá Gjögurtá og það kom þarna í júní en síðan um 20 júní eru um tíu skjálftar sem hafa verið á þessu svæði sem eru um og yfir 4 á stærð,“ sagði Geirþrúður. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði vaknaði við skjálftann í nótt. Róbert Guðfinnsson fann vel fyrir skjálftanum í nótt.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þetta var svolítið högg en menn hafa fengið nokkur svona högg áður í vetur og þetta er eitthvað sem menn verða að lifa við,“ sagði Róbert. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt tjón á svæðinu. „Ég hef ekki heyrt af neinum ótta en að sjálfsögðu bregður fólki, þetta er eitthvað sem maður venst ekki en menn læra að lifa með þessu,“ sagði hann.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11