Akureyri

Sól og sumar fyrir norðan en rok og rigning fyrir sunnan
Veðrið mun leika við íbúa á Norður- og Austurlandi á morgun. Íbúar á Suður- og Vesturlandi þurfa hins vegar á sama tíma að þola grenjandi rigningu og stífa suðaustanátt.

Svona panta Akureyringar kvöldmat frá veitingastað í Reykjavík
Íbúar á Akureyri hafa tekið upp á því að panta heitan kvöldmat alla leið frá veitingastað í Reykjavík, en hvernig getur það gengið upp? Fréttastofa komst að því.

Segir framkvæmdastjóra ÍSÍ ekki segja rétt frá
Emilía Rós Ómarsdóttir íþróttakona segir ÍSÍ reyna að afsala sér allri ábyrgð í hennar máli ef marka megi umfjöllun á vef Ríkisútvarpsins. Hún gagnrýnir orð stjórnenda ÍSÍ og segir að rétt skuli vera rétt.

Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss
Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum.

Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt.

Lætin í KA-heimilinu kostuðu Arnar einn leik í viðbót
Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í gær úrskurð aga- og úrskurðarnefndar um fimm leikja bann Arnars Grétarssonar, þjálfara KA, og sekt knattspyrnudeildar KA að upphæð 100.000 krónur.

Segir afsökunarbeiðnina koma full seint og „þetta á ekki að þurfa að vera svona erfitt“
Fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar þá fékk Emilía Rós Ómarsdóttir loks opinberlega afsökunarbeiðni. Þó hún sé ánægð með að hafa loks fengið afsökunarbeiðni þá kemur hún full seint.

Tekur við stöðu verslunarstjóra í Hrísey
Díana Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. Guðrún Þorbjarnardóttir sem gegndi stöðunni til bráðabirgðar hættir 1. september.

Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“
Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018.

Guggan komin heim en er ekki lengur gul
Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá.

Næstkaldasta sumar aldarinnar í höfuðborginni
Sumarið sem er að líða í Reykjavík er það næstkaldasta á öldinni og það fimmta blautasta. Þá hefur hæsti hiti ekki mælst lægri í borginni síðan um aldamót.

Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppukastalaslysinu
Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.

Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“
Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag.

Arnar rak fjórða dómarann út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir leik
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segist hafa farið langt yfir strikið í mótmælum sínum í leiknum gegn KR í Bestu deild karla. Hann vísaði fjórða dómara leiksins út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir.

Idol leitar að stjörnu á Akureyri í dag
Framleiðendur Idolsins eru á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Annað stopp er Akureyri þar sem prufur fara fram í dag klukkan 13:00 í Hofi.

Látinn eftir umferðarslys á Akureyri
Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann.

Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki
Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar.

Alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Akureyri
Ekið var á gangandi vegfaranda á Strandgötu á Akureyri klukkan tæplega ellefu í morgun, meiðsli vegfarandans eru talin alvarleg. Slysið varð skammt frá Bifreiðastöð Oddeyrar.

Ríkið þynnti aðra hluthafa í Vaðlaheiðargöngum og lengdi lánstíma til 2057
Fjárhagsleg endurskipulagning Vaðlaheiðarganga fól í sér að ríkissjóður skuldbreytti 5 milljörðum af 20 milljarða króna láni í hlutafé og þynnti aðra hluthafa í göngunum „verulega“ ásamt því að framlengja lokagjalddaga lánsins til ársins 2057. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Vaðlaheiðarganga.

Nýtt frjókornagreiningatæki sett upp á Akureyri
Nýtt sjálfvirkt frjókornagreiningatæki hefur verið sett upp á Akureyri af Náttúrufræðistofnun Íslands en stofnunin hefur annast frjókornavöktun í meira en þrjátíu ár.

Samviskusamur köttur hjá Icewear á Akureyri
Læðan Ágústa er magnaður köttur á Akureyri því hún lítur á sig, sem einn af starfsmönnum Icewear í göngugötunni enda situr hún meira og minna allan daginn við afgreiðsluborðið. Þá bíður hún við dyrnar á morgnanna eftir því að verslunin opni, enda samviskusöm með eindæmum þegar vinnan er annars vegar.

Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona
Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp.

Lögreglan beitti piparúða
Lögreglan á Norðurlandi eystra beitti piparúða til að stöðva slagsmál í miðbæ Akureyrar um fimmleytið í nótt. Enginn var handtekinn en lögregla hlúði að þeim sem urðu fyrir piparúðanum.

Stækka Glerártorg og bæta við mathöll
Áform eru uppi um stækkun Glerártorgs sem mun þá innihalda 500 fermetra mathöll. Stefnt er að endurskipulagningu verslunarmiðstöðvarinnar og fjölgun bílastæða.

Suðurlandið markaðssett á kostnað annarra landshluta
Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og suð-vesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins.

Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu.

Skógarböðin á Akureyri rýmd
Skógarböðin á Akureyri voru rýmd um hádegisbil í dag vegna reyks. Slökkvilið Akureyrar segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í rafmagnstöflu. Ekki hafi kviknað í.

Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina
Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík.

„Afar reiður“ maður á bílaleigu Brimborgar
Lögreglan hafði afskipti af „afar reiðum“ manni sem lét ófriðlega á bílaleigu Brimborgar á Akureyri í gær. Drykklanga stund tók að róa manninn niður en að lokum var hann tekinn fastur og fluttur á brott.

Bjartsýni og jákvæðni á Einni með öllu
Hátíðin „Ein með öllu“ er haldin nú um verslunarmannahelgina á Akureyri, skipuleggjandi hátíðarinnar segist ekki hafa áhyggjur af veðrinu. Hann vonar að Norðlendingar og gestir safnist saman og fagni því að geta hisst á ný.