Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2023 12:19 Svafar segir það mikið högg fyrir ferðaþjónustuna í Grímsey að Sæfari skuli hafa ílengst í slipp. Aðsend Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Sæfari hefur verið í slipp síðan í mars, og átti að vera tilbúinn í lok maí. Eitthvað virðist þó standa á ferjunni, sem er ekki komin úr slipp og verður þar áfram í rúma viku. Það þykir ferðaþjónustufólki í eyjunni allt annað en ákjósanlegt. „Það eru ekki neinir túristar farnir að koma og fólk er búið að afbóka og gistiheimili eru búin að þurfa að endurgreiða,“ segir Svafar Gylfason, sem rekur veitingahús og gistiheimili í eyjunni. Ferðaþjónustuvertíðin í Grímsey sé ekki löng, en hún væri þó hafin á þessum tíma, það er að segja í eðlilegu árferði. „Það hefur verið mjög fínt að gera hjá okkur hérna síðustu ár í maí. Ef þetta teygir sig eitthvað inn í júní, þá er þetta bara stórtjón fyrir okkur.“ Annar tími hefði hentað betur Samskip sér um rekstur ferjunnar en hún er í eigu Vegagerðarinnar. Svafar telur að betur hefði farið á því að ráðast í framkvæmdir á öðrum tíma en í upphafi ferðamannavertíðar. „Maður bara skilur ekki að það hafi ekki verið farið í þessar framkvæmdir á öðrum tíma, þegar það er ekki ferðamaður. Oft á tíðum hérna í desember og janúar er lítið að flytja.“ Ef framkvæmdirnar koma til með að dragast meira en þær hafa þegar gert sé það grafalvarlegt mál. „Það er bara rosalega slæmt. Það er náttúrulega mikið af þessum ferðamönnum sem eru að bóka langt fram í tímann. Það er hætt við því að þeir séu allir hættir við að koma sem ætluðu til Grímseyjar í sumar. Maður er bara skíthræddur um að það verði miklu minna um ferðamenn út af þessu. Þeir geta ekki ennþá bókað í skipið eða neitt,“ segir Svafar. Grímsey Samgöngur Akureyri Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sæfari hefur verið í slipp síðan í mars, og átti að vera tilbúinn í lok maí. Eitthvað virðist þó standa á ferjunni, sem er ekki komin úr slipp og verður þar áfram í rúma viku. Það þykir ferðaþjónustufólki í eyjunni allt annað en ákjósanlegt. „Það eru ekki neinir túristar farnir að koma og fólk er búið að afbóka og gistiheimili eru búin að þurfa að endurgreiða,“ segir Svafar Gylfason, sem rekur veitingahús og gistiheimili í eyjunni. Ferðaþjónustuvertíðin í Grímsey sé ekki löng, en hún væri þó hafin á þessum tíma, það er að segja í eðlilegu árferði. „Það hefur verið mjög fínt að gera hjá okkur hérna síðustu ár í maí. Ef þetta teygir sig eitthvað inn í júní, þá er þetta bara stórtjón fyrir okkur.“ Annar tími hefði hentað betur Samskip sér um rekstur ferjunnar en hún er í eigu Vegagerðarinnar. Svafar telur að betur hefði farið á því að ráðast í framkvæmdir á öðrum tíma en í upphafi ferðamannavertíðar. „Maður bara skilur ekki að það hafi ekki verið farið í þessar framkvæmdir á öðrum tíma, þegar það er ekki ferðamaður. Oft á tíðum hérna í desember og janúar er lítið að flytja.“ Ef framkvæmdirnar koma til með að dragast meira en þær hafa þegar gert sé það grafalvarlegt mál. „Það er bara rosalega slæmt. Það er náttúrulega mikið af þessum ferðamönnum sem eru að bóka langt fram í tímann. Það er hætt við því að þeir séu allir hættir við að koma sem ætluðu til Grímseyjar í sumar. Maður er bara skíthræddur um að það verði miklu minna um ferðamenn út af þessu. Þeir geta ekki ennþá bókað í skipið eða neitt,“ segir Svafar.
Grímsey Samgöngur Akureyri Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira