Ölfus

Fréttamynd

Flug­eldum fyrir þrjár milljónir stolið

Brotist var inn í flugeldagám fyrir utan Kiwanishúsið í Þorlákshöfn um hátíðirnar og flugeldum að andvirði þriggja milljóna króna var stolið. Frá þessu greinir björgunarsveitin Mannbjörg á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn

Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar.

Fréttir
Fréttamynd

Vel brýndir hnífar skipta öllu máli í eldhúsinu

„Hnífur er ekki sama og hnífur“, segir hnífabrýnslumaður í Þorlákshöfn, sem leggur áherslu á vel brýnda hnífa því hnífar, sem bíti illa séu miklu hættulegri en vel brýndir hnífar. Leðurbelti spilar stórt hlutverki við brýningu hnífa.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð ný störf í Ölfusi í kringum laxeldi

Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem allt snýst um lax og laxeldi því nú er í undirbúningi laxeldisverkefni upp á fimmtíu þúsund tonn, sem þýða útflutningsverðmæti upp á fimmtíu milljarða króna á ári.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök.

Innlent
Fréttamynd

Byggja níu metra A-hús með níu svefnherbergjum í Ölfusi

„Markmiðið okkar hefur alltaf verið að við gætum verið tvö í þessu. En hlaðvarp og Instagram, þetta er ekki tekjulind, þetta er ekki fyrir salti í grautinn og það verður enginn ríkur að þessu. En markmiðið okkar með þessu er ekkert endilega að vera rík. Bara að eiga ofan í okkur og á,“ segir Andrea Eyland

Lífið
Fréttamynd

Elliði bjargar Kamölu Har­ris

„Til vonar og vara bleytti ég brauð í Pönk bjór og gaf henni. Veit ekki hvort það hjálpar henni en hef tekið eftir því að vinur minn jafnar sig alltaf best á viðbeinsbrotum ef hann fær pönkbjór sem fyrst,“ segir Elliði.

Lífið
Fréttamynd

Sex ára hestasirkusstelpa

Svala Björk Hlynsdóttir, sex ára á Selfossi hefur mikinn áhuga á hestum og getur riðið þeim öllum gangtegundum. Þá finnst henni mjög gaman að gera sirkusatriði á merinni Viðju. Hún ætlar að sjálfsögðu að vera hestakona þegar hún verður fullorðin.

Innlent
Fréttamynd

Tína fleiri tonn af rusli við strandlengjuna

Tuttugu sjálfboðaliðar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, Bláa hernum, starfsfólki nokkurra fyrirtækja og sendiráðsfulltrúum söfnuðu um 700 kílóum af plastúrgangi á strandlengjunni frá Herdísarvík til Viðarhelli.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys í malarnámu í Þrengslunum

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð.

Innlent
Fréttamynd

Hænsnastand á föngunum á Sogni í Ölfusi

Þeir fjórtán fangar, sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi hafa nóg fyrir stafni því þeir hugsa m.a. um hænur, bleikjur og plöntur, auk þess að vera með fullkomið hljóðver í fangelsinu.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu fótbrotna konu í Reykjadal

Björgunarsveitarfólk frá Hveragerði sótti göngukonu sem fótbrotnaði í Reykjadal í hádeginu. Sexhjól voru notuð til þess að komast að konunni og flytja hana í sjúkrabíl á bílastæði fyrir neðan dalinn.

Innlent