Farþegaflutningar með Smyril Line til Þorlákshafnar? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2022 21:03 Mykines að koma inn í höfnina í Þorlákshöfn. Aðsend Því er nú fagnað í Þorlákshöfn að fimm ár eru nú frá því að fyrsta flutningaskipið á vegum Smyril Line byrjaði að sigla þangað. Síðan þá hafa tvö önnur flutningaskip bæst við og ekki er ólíklegt að farþegaflutningaskip fari að sigla til Þorlákshafnar á vegum Smyril Line, líkt og Norræna gerir til Seyðisfjarðar. Já, tíminn líður hratt því nú eru komin fimm ár síðan vöruflutningaskipið Mikinesið sigldi fyrst inn í höfnina í Þorlákshöfn á vegum Smiril Line Cargo á Íslandi. Frá þeim tíma hafa tvö önnur vöruflutningaskip bæst við, Akranesi og Mistral en það er stærsta skipið. Fimm ára tímamótunum var að sjálfsögðu fagnað með köku í Þorlákshöfn. Tvö skipanna sigla frá Rotterdam vikulega og eitt þeirra frá Danmörku. „Markaðurinn hefur tekið okkur mjög vel, bæði inn og útflutningsmarkaðurinn, þannig að við höfum bara verið að svara eftirspurn,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line Cargo á Íslandi. Hvaða farmur er aðallega að fara með þessum skipum? „Í útflutningi er þetta aðallega fiskur, mjög mikið af ferskum fiski og lax, frosinn og bara allur fiskur. Við höfum líka verið að flytja vatn, flughreyfla fyrir Icelandair, sem fara í viðgerð og koma svo til baka og síðan er það bara allur innflutningur, bara allt það sem flutt er inn,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line Cargo á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í ljósi þess hversu vel gengur í Þorlákshöfn hefur verið ákveðið að byggja vöruhús í Þorlákshöfn við höfnina þar sem inn og útflutningur verður sameinaður í einu húsi. „Þetta eru 2.500 fermetrar og fullt af römpum því það er okkar viðskipti að vera í vögnum og geta losað beint inn og út í því húsi, þannig að þetta verður þræl stórt og flott hús.“ Svona mun nýja byggingin líta út, sem á að fara að byggja í Þorlákshöfn.Aðsend Þó Linda Björk vilji ekki segja það beint en þá stendur jafn vel að bæta fjóra skipinu við sem myndi þá flytja farþega í og úr Þorlákshöfn „Það er aldrei að vita, við erum alltaf í einhverjum pælingum, þannig að já, já, við erum með eitthvað í höfðinu,“ segir hún brosandi. Það stendur þó ekki til að Norræna fari að sigla til Þorlákshafnar, hún mun halda áfram að sigla til Seyðisfjarðar enda getur hún ekki siglt inn í höfnina í Þorlákshöfn, höfnin er of lítil fyrir það skip. Fimm árunum var fagnað með glæsilegri köku í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Skipaflutningar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Já, tíminn líður hratt því nú eru komin fimm ár síðan vöruflutningaskipið Mikinesið sigldi fyrst inn í höfnina í Þorlákshöfn á vegum Smiril Line Cargo á Íslandi. Frá þeim tíma hafa tvö önnur vöruflutningaskip bæst við, Akranesi og Mistral en það er stærsta skipið. Fimm ára tímamótunum var að sjálfsögðu fagnað með köku í Þorlákshöfn. Tvö skipanna sigla frá Rotterdam vikulega og eitt þeirra frá Danmörku. „Markaðurinn hefur tekið okkur mjög vel, bæði inn og útflutningsmarkaðurinn, þannig að við höfum bara verið að svara eftirspurn,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line Cargo á Íslandi. Hvaða farmur er aðallega að fara með þessum skipum? „Í útflutningi er þetta aðallega fiskur, mjög mikið af ferskum fiski og lax, frosinn og bara allur fiskur. Við höfum líka verið að flytja vatn, flughreyfla fyrir Icelandair, sem fara í viðgerð og koma svo til baka og síðan er það bara allur innflutningur, bara allt það sem flutt er inn,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line Cargo á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í ljósi þess hversu vel gengur í Þorlákshöfn hefur verið ákveðið að byggja vöruhús í Þorlákshöfn við höfnina þar sem inn og útflutningur verður sameinaður í einu húsi. „Þetta eru 2.500 fermetrar og fullt af römpum því það er okkar viðskipti að vera í vögnum og geta losað beint inn og út í því húsi, þannig að þetta verður þræl stórt og flott hús.“ Svona mun nýja byggingin líta út, sem á að fara að byggja í Þorlákshöfn.Aðsend Þó Linda Björk vilji ekki segja það beint en þá stendur jafn vel að bæta fjóra skipinu við sem myndi þá flytja farþega í og úr Þorlákshöfn „Það er aldrei að vita, við erum alltaf í einhverjum pælingum, þannig að já, já, við erum með eitthvað í höfðinu,“ segir hún brosandi. Það stendur þó ekki til að Norræna fari að sigla til Þorlákshafnar, hún mun halda áfram að sigla til Seyðisfjarðar enda getur hún ekki siglt inn í höfnina í Þorlákshöfn, höfnin er of lítil fyrir það skip. Fimm árunum var fagnað með glæsilegri köku í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Skipaflutningar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira