Hrærður bæjarstjóri í Ölfusi lofar frambjóðendur í hástert Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2022 10:53 Máni og Elliði hafa sitthvora sýnina á því hvað megi lesa í þá ótrúlegu staðreynd að 2,5 prósent þjóðarinnar voru í framboði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Meðan Elliði er nánast klökkur og lýsir því að af þessu megi merkja að eðli Íslendinga einkennist af fórnfýsi vill Máni meina að þetta lýsi ævintýralegri vitleysu. vísir/vilhelm/aðsend Um það bil 2,5 prósent þjóðarinnar voru í framboði um síðustu helgi. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ánægður með niðurstöðu kosninganna og hann birtir pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann lýkur miklu lofsorði á frambjóðendur almennt. „Hrós vikunnar fá frambjóðendur allra framboða sem buðu fram seinustu helgi. Eðli málsins samkvæmt eru sumir þeirra afar sáttir núna á meðan aðrir eru ósáttir, jafnvel reiðir og í [vonandi] örfáum tilfellum bitrir.“ Svo hefst pistill Elliða en í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum kom Sjálfstæðisflokkurinn einna best út einmitt í Ölfusi. Elliði var þar bæjarstjóri, búinn að pakka saman, taka til sitt hafurtask af bæjarstjóraskrifstofunni og beið örlaga sinna sem bæjarstjóraefni flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut svo hreinan meirihluta, hartnær 56 prósent atkvæða og Elliði gat sett upp fjölskyldumyndir á skrifstofunni aftur. Elliði nefnir að um 9,500 manns hafi verið í framboði ef óhlutbundnar kosningar eru taldar með – rúmlega þrjú þúsund í hefðbundnum listakosningum. Frambjóðandinn er hilluvara „Í mínum huga sýnir það betur en margt þá virðingu sem við Íslendingar berum fyrir þessum hluta lýðræðisins,“ segir Elliði, nánast hrærður. Elliði telur vert að þakka þeim sem vildu gefa á sér kost og tekur svo til við að lýsa fjálglega hvað í því felst að vera frambjóðandi: „Að vera frambjóðandi er ekki auðvelt. Það fylgir því mikil berskjöldun og álag. Við framboð lenda frambjóðendur undir sterkri smásjá samfélagsins. Allt í einu fer almenningur að skiptast í tvennt, sumir elska þig og öðrum líkar ekki við það sem þú hefur fram að færa. Í allt of mörgum tilvikum örlar á óvild, jafnvel hatri. Fólk fer að spá í hvernig þú ert sem persóna, hvernig þú klæðir þig, hvar þú ert, hvar þú ert ekki, hvað þú segir og hvað þú segir ekki. Frambjóðandinn er ekki persóna, hann er útstillingarvara. Hann er hilluvara. Frambjóðandinn er smakk sýnið sem er gefið á horni stórmarkaðar sem fólk ýmist smakkar á eða skyrpir út úr sér í allra augsýn.“ Takk kæru frambjóðendur Elliði segir ekki sjálfgefið að Íslendingar geti teflt svo mörgum fram ekki síst sé haft í huga hvernig almenningur svo kemur fram við þetta fólk. „Það er full ástæða til að þakka því fólki sem gefur kost á sér, vitandi hvað tekur við. Sérstaklega í ljósi þess að ef þeim tekst ætlunarverk sitt þá tekur við mikil vinna fyrir lág laun. Ábyrgð á málefnum sem það hefur ekki forsendur til að þekkja til. Þátttaka í ákvörðunum sem ekki eru ætíð fallnar til vinsælda.“ Máni sér hið gríðarmikla framboð á frambjóðendum ekki sömu augum og Elliði, heldur telur hann okkur sem þjóð komna út í ævintýralega vitleysu með okkar kosningablæti, sem reyndar útvatnar alla pólitík. Þetta eru frændur að kjósa frænkur sínar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bæjarstjórinn þakkar frambjóðendum kærlega fyrir óeigingjarnt framlag. „Og gangi ykkur sem allra best í þágu okkar hinna.“ Frænkur og frændur að kjósa sína Fráleitt eru þó allir á því að hið furðumikla framboð fólks í sveitarstjórnarkosningum, lýsi einskærri fórnfýsi. Reyndar þvert á móti: „1 af hverjum 58 Íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla,“ segir Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður á Twitter. Máni var gestur í síðdegisútvarpi Rásar 2 ásamt Svavari Halldórssyni stjórnsýslufræðingi. En Svavar hefur lýst þeirri skoðun sinni að dræm kjörsókn sé áhyggjuefni; afar fáir atkvæði eru að baki hverjum frambjóðanda. Þar fylgdi Máni Twitter-færslu sinni eftir og sagði að atkvæðin mörg væru bara frá frændum og ættingjum. Máni taldi að það hljóti að vera einsdæmi á heimsvísu að svo hátt prósent þjóðar væri í framboði. Hann taldi engan mun á framboðunum og engar átakalínur í pólitík, þetta snerist allt um prívat- og sérhagsmuni, varla almannahag. Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ölfus Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
„Hrós vikunnar fá frambjóðendur allra framboða sem buðu fram seinustu helgi. Eðli málsins samkvæmt eru sumir þeirra afar sáttir núna á meðan aðrir eru ósáttir, jafnvel reiðir og í [vonandi] örfáum tilfellum bitrir.“ Svo hefst pistill Elliða en í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum kom Sjálfstæðisflokkurinn einna best út einmitt í Ölfusi. Elliði var þar bæjarstjóri, búinn að pakka saman, taka til sitt hafurtask af bæjarstjóraskrifstofunni og beið örlaga sinna sem bæjarstjóraefni flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut svo hreinan meirihluta, hartnær 56 prósent atkvæða og Elliði gat sett upp fjölskyldumyndir á skrifstofunni aftur. Elliði nefnir að um 9,500 manns hafi verið í framboði ef óhlutbundnar kosningar eru taldar með – rúmlega þrjú þúsund í hefðbundnum listakosningum. Frambjóðandinn er hilluvara „Í mínum huga sýnir það betur en margt þá virðingu sem við Íslendingar berum fyrir þessum hluta lýðræðisins,“ segir Elliði, nánast hrærður. Elliði telur vert að þakka þeim sem vildu gefa á sér kost og tekur svo til við að lýsa fjálglega hvað í því felst að vera frambjóðandi: „Að vera frambjóðandi er ekki auðvelt. Það fylgir því mikil berskjöldun og álag. Við framboð lenda frambjóðendur undir sterkri smásjá samfélagsins. Allt í einu fer almenningur að skiptast í tvennt, sumir elska þig og öðrum líkar ekki við það sem þú hefur fram að færa. Í allt of mörgum tilvikum örlar á óvild, jafnvel hatri. Fólk fer að spá í hvernig þú ert sem persóna, hvernig þú klæðir þig, hvar þú ert, hvar þú ert ekki, hvað þú segir og hvað þú segir ekki. Frambjóðandinn er ekki persóna, hann er útstillingarvara. Hann er hilluvara. Frambjóðandinn er smakk sýnið sem er gefið á horni stórmarkaðar sem fólk ýmist smakkar á eða skyrpir út úr sér í allra augsýn.“ Takk kæru frambjóðendur Elliði segir ekki sjálfgefið að Íslendingar geti teflt svo mörgum fram ekki síst sé haft í huga hvernig almenningur svo kemur fram við þetta fólk. „Það er full ástæða til að þakka því fólki sem gefur kost á sér, vitandi hvað tekur við. Sérstaklega í ljósi þess að ef þeim tekst ætlunarverk sitt þá tekur við mikil vinna fyrir lág laun. Ábyrgð á málefnum sem það hefur ekki forsendur til að þekkja til. Þátttaka í ákvörðunum sem ekki eru ætíð fallnar til vinsælda.“ Máni sér hið gríðarmikla framboð á frambjóðendum ekki sömu augum og Elliði, heldur telur hann okkur sem þjóð komna út í ævintýralega vitleysu með okkar kosningablæti, sem reyndar útvatnar alla pólitík. Þetta eru frændur að kjósa frænkur sínar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bæjarstjórinn þakkar frambjóðendum kærlega fyrir óeigingjarnt framlag. „Og gangi ykkur sem allra best í þágu okkar hinna.“ Frænkur og frændur að kjósa sína Fráleitt eru þó allir á því að hið furðumikla framboð fólks í sveitarstjórnarkosningum, lýsi einskærri fórnfýsi. Reyndar þvert á móti: „1 af hverjum 58 Íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla,“ segir Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður á Twitter. Máni var gestur í síðdegisútvarpi Rásar 2 ásamt Svavari Halldórssyni stjórnsýslufræðingi. En Svavar hefur lýst þeirri skoðun sinni að dræm kjörsókn sé áhyggjuefni; afar fáir atkvæði eru að baki hverjum frambjóðanda. Þar fylgdi Máni Twitter-færslu sinni eftir og sagði að atkvæðin mörg væru bara frá frændum og ættingjum. Máni taldi að það hljóti að vera einsdæmi á heimsvísu að svo hátt prósent þjóðar væri í framboði. Hann taldi engan mun á framboðunum og engar átakalínur í pólitík, þetta snerist allt um prívat- og sérhagsmuni, varla almannahag.
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ölfus Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36