Greiddu atkvæði gegn ráðningu Elliða og vildu að kjör hans yrðu skert Snorri Másson skrifar 27. júní 2022 11:58 Elliði Vignisson hefur verið bæjarstjóri Ölfuss frá 2018 og var endurráðinn nú eftir síðustu kosningar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir umræðu um há laun sveitarstjóra réttmæta, en að hún verði að fara fram á skynsamlegum forsendum. Minnihlutinn í Ölfusi greiddi atkvæði gegn ráðningu Elliða og hvatti til launalækkunar. Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins. Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins.
Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira