Reykjavík

Fréttamynd

Grímudólgur réðst á starfsmann verslunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir lögregluþjóna hafa haft í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mikið var um útköll og þar af var ellefu útköllum vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum sinnt.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga leik­skóla­plássum um fimm­tíu

Leikskólinn Laugasól mun geta tekið á móti fimmtíu börnum til viðbótar eftir að endurbætur verða gerðar á núverandi kjallara leikskólans, en borgarráð hefur samþykkt að heimila formlegan undirbúning að stækkun og endurbótum á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Ummerki eftir skotvopn á heimili meints byssumanns

Lögregla telur að einn þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði hafi skotið manninn til bana. Allir átta neita sök í málinu. Heimildir fréttastofu herma að ummerki eftir skotvopn hafi fundist á heimili mannsins, eftir að hann var handtekinn á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sakaður um að brjóta á konu sem var undir áhrifum svefnlyfja

Karlmaður nokkur sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir húsbrot og nauðgun með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn í íbúð konu í Reykjavík og haft við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar

Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur.

Innlent
Fréttamynd

Fall­ein­kunn í Foss­vogs­skóla

Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu.

Skoðun
Fréttamynd

Hálf­níu og níu hjá Borginni

Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni.

Skoðun
Fréttamynd

Næsta kynslóð bílastæðakerfa í borginni

Nýjasta kynslóð bílastæðakerfa er á leið í öll sjö bílastæðahús Reykjavíkurborgar. Bílastæðakerfin eru þegar komin upp og hafa verið gerð virk í Kolaporti, Vitatorgi og Stjörnuporti og uppsetning á kerfunum stendur yfir í Traðarkoti og Vesturgötu.

Bílar
Fréttamynd

Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni

Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir.

Innlent
Fréttamynd

Anna Rún hand­hafi Guð­mundu­verð­launanna 2021

Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í dag Guðmunduverðlaunin 2021 og einnar milljóna króna styrk úr Listasjóði Guðmundu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Önnu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag en hún er veitt listakonum sem eru taldar skara fram úr á sínu sviði. 

Menning
Fréttamynd

Hrottaleg árás samstarfsmanna sem sögðust ekki þekkjast

Tveir karlmenn, annar íslenskur og hinn rúmenskur, hafa verið dæmdir í átta og tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fyrirvaralausa árás á par í Laugardalnum í maí 2016. Parið sat í bíl fyrir utan húsið sitt þegar árásin var gerð en árásarmennirnir notuðu hamar við verkið.

Innlent
Fréttamynd

Konu sleppt úr haldi í gær

Þrír voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald seint í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á morði í Rauðagerði um helgina. Alls eru nú sjö í haldi lögreglu vegna málsins. Kona var handtekin í tengslum við rannsóknina en sleppt úr haldi lögreglu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Al­menningur ekki í hættu vegna morð­málsins

Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Breyta aksturstefnu í Tryggvagötu meðan unnið er að sólartorgi fyrir sumarið

Tryggvagata við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur verður lokuð fyrir akandi umferð fram á sumar á meðn yfirborðsfrágangi við endurnýjun götunnar stendur yfir. Til stendur að gatan verði tilbúin fyrir sumarið en eftir breytingar vill borgin að mannlíf fái að njóta sín í götunni. Hluti af því er sólartorg fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Dýra­þjónusta Reykja­víkur

Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“.

Skoðun
Fréttamynd

Fiskur og slor dreifðist um veginn

Laust fyrir klukkan hálffjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna.

Innlent
Fréttamynd

Íslendings leitað í tengslum við manndrápið

Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við.

Innlent
Fréttamynd

Engin króna fannst í 310 milljóna gjaldþroti Austur

Gjaldþrot einkahlutafélagsins 101 Austurstræti, sem rak skemmtistaðinn Austur í miðbæ Reykjavíkur, nam 310 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 7. október síðastliðinn og Sigurður Snædal Júlíusson skipaður skiptastjóri í þrotabúinu.

Viðskipti innlent