Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 14:40 Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur líst nokkuð vel á komandi meirihlutaviðræður sem hafa legið í loftinu síðustu viku og hefjast loks formlega í dag. Vísir/Ragnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. „Nú hefur vika þreifinga átt sér stað og við höfum átt fundi, þannig nú viljum við bara halda áfram að tala saman og átta okkur á því hvort samleiðin sé ekki eins og hún lítur út á stefnuskránum.“ sagði Þórdís Lóa í viðtali viðfréttastofu að loknum blaðamannafundi í Grósku í morgun. Boðað var til fundarins til þess að tilkynna um formlegar viðræður Framsóknar við bandalagsflokkana þrjá; Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þórdís tekur þó fram að flokkarnir séu á algjörum byrjunarreit í viðræðunum en varðandi samningsstöðu Viðreisnar og kröfur flokksins í viðræðunum segist Þórdís Lóa ekki vilja tíunda þær kröfur sérstaklega. Viðreisn leggi þó áherslu á atvinnu og nýsköpun og sérstaða flokksins helgist af vilja til sjálstæðs reksturs í velferðar- og skólamálum. „Við erum að kynna ákveðna pólitíska breidd og Viðreisn hefur sína aðkomu í viðræðurnar frá hægri. Við teljum mikið pláss fyrir okkar sýn í viðræðunum.“ Þórdís hlær að spurningu fréttamanns um það hver ætti að verða borgarstjóri og furðar sig á því að enginn skuli vera að spyrja sig sjálfa að því. „Þetta snýst ekki endilega um það hver er borgarstjóri. Þegar uppi er staðið er þetta meirihlutasamstarf fjögurra flokka og það er enginn einn sem ræður öllu, það er svolítið nútíminn í pólitík.“ sagði Þórdís Lóa að lokum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
„Nú hefur vika þreifinga átt sér stað og við höfum átt fundi, þannig nú viljum við bara halda áfram að tala saman og átta okkur á því hvort samleiðin sé ekki eins og hún lítur út á stefnuskránum.“ sagði Þórdís Lóa í viðtali viðfréttastofu að loknum blaðamannafundi í Grósku í morgun. Boðað var til fundarins til þess að tilkynna um formlegar viðræður Framsóknar við bandalagsflokkana þrjá; Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þórdís tekur þó fram að flokkarnir séu á algjörum byrjunarreit í viðræðunum en varðandi samningsstöðu Viðreisnar og kröfur flokksins í viðræðunum segist Þórdís Lóa ekki vilja tíunda þær kröfur sérstaklega. Viðreisn leggi þó áherslu á atvinnu og nýsköpun og sérstaða flokksins helgist af vilja til sjálstæðs reksturs í velferðar- og skólamálum. „Við erum að kynna ákveðna pólitíska breidd og Viðreisn hefur sína aðkomu í viðræðurnar frá hægri. Við teljum mikið pláss fyrir okkar sýn í viðræðunum.“ Þórdís hlær að spurningu fréttamanns um það hver ætti að verða borgarstjóri og furðar sig á því að enginn skuli vera að spyrja sig sjálfa að því. „Þetta snýst ekki endilega um það hver er borgarstjóri. Þegar uppi er staðið er þetta meirihlutasamstarf fjögurra flokka og það er enginn einn sem ræður öllu, það er svolítið nútíminn í pólitík.“ sagði Þórdís Lóa að lokum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira