Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 14:40 Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur líst nokkuð vel á komandi meirihlutaviðræður sem hafa legið í loftinu síðustu viku og hefjast loks formlega í dag. Vísir/Ragnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. „Nú hefur vika þreifinga átt sér stað og við höfum átt fundi, þannig nú viljum við bara halda áfram að tala saman og átta okkur á því hvort samleiðin sé ekki eins og hún lítur út á stefnuskránum.“ sagði Þórdís Lóa í viðtali viðfréttastofu að loknum blaðamannafundi í Grósku í morgun. Boðað var til fundarins til þess að tilkynna um formlegar viðræður Framsóknar við bandalagsflokkana þrjá; Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þórdís tekur þó fram að flokkarnir séu á algjörum byrjunarreit í viðræðunum en varðandi samningsstöðu Viðreisnar og kröfur flokksins í viðræðunum segist Þórdís Lóa ekki vilja tíunda þær kröfur sérstaklega. Viðreisn leggi þó áherslu á atvinnu og nýsköpun og sérstaða flokksins helgist af vilja til sjálstæðs reksturs í velferðar- og skólamálum. „Við erum að kynna ákveðna pólitíska breidd og Viðreisn hefur sína aðkomu í viðræðurnar frá hægri. Við teljum mikið pláss fyrir okkar sýn í viðræðunum.“ Þórdís hlær að spurningu fréttamanns um það hver ætti að verða borgarstjóri og furðar sig á því að enginn skuli vera að spyrja sig sjálfa að því. „Þetta snýst ekki endilega um það hver er borgarstjóri. Þegar uppi er staðið er þetta meirihlutasamstarf fjögurra flokka og það er enginn einn sem ræður öllu, það er svolítið nútíminn í pólitík.“ sagði Þórdís Lóa að lokum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Nú hefur vika þreifinga átt sér stað og við höfum átt fundi, þannig nú viljum við bara halda áfram að tala saman og átta okkur á því hvort samleiðin sé ekki eins og hún lítur út á stefnuskránum.“ sagði Þórdís Lóa í viðtali viðfréttastofu að loknum blaðamannafundi í Grósku í morgun. Boðað var til fundarins til þess að tilkynna um formlegar viðræður Framsóknar við bandalagsflokkana þrjá; Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þórdís tekur þó fram að flokkarnir séu á algjörum byrjunarreit í viðræðunum en varðandi samningsstöðu Viðreisnar og kröfur flokksins í viðræðunum segist Þórdís Lóa ekki vilja tíunda þær kröfur sérstaklega. Viðreisn leggi þó áherslu á atvinnu og nýsköpun og sérstaða flokksins helgist af vilja til sjálstæðs reksturs í velferðar- og skólamálum. „Við erum að kynna ákveðna pólitíska breidd og Viðreisn hefur sína aðkomu í viðræðurnar frá hægri. Við teljum mikið pláss fyrir okkar sýn í viðræðunum.“ Þórdís hlær að spurningu fréttamanns um það hver ætti að verða borgarstjóri og furðar sig á því að enginn skuli vera að spyrja sig sjálfa að því. „Þetta snýst ekki endilega um það hver er borgarstjóri. Þegar uppi er staðið er þetta meirihlutasamstarf fjögurra flokka og það er enginn einn sem ræður öllu, það er svolítið nútíminn í pólitík.“ sagði Þórdís Lóa að lokum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira