Herbergið sem um ræðir er í kjallara hússins en enginn var inni í því þegar slökkviliðið kom á staðinn.
Töluverður eldur og reykur var þar inni en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Eldsupptök eru ókunn en það var íbúi í húsinu sem tilkynnti um eldinn.