Reykjavík Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. Innlent 4.7.2022 15:15 Sendi barnsmóður sinni ógnandi skilaboð Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð. Innlent 4.7.2022 14:24 Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ Viðskipti innlent 4.7.2022 11:30 Töluvert af líkamsárásum yfir helgina og vopn notuð í einhverjum tilfellum Þrjár stórfelldar líkamsárásir áttu sér stað í höfuðborginni á aðfaranótt sunnudags. Mikið álag var hjá lögreglunni um helgina þar sem hátt í tvö hundruð mál voru skráð. Innlent 4.7.2022 09:57 Maður sagður hafa staðið á öskrinu í Grafarvogi Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um tilraun til ráns á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur þar sem maður var sagður hafa ógnað starfsfólki með hníf. Hann var handtekinn stuttu síðar og vistaður í fangageymslu. Innlent 4.7.2022 06:26 Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt Alls voru 87 mál skráð í gærkvöldi og nótt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu í fangageymslu í nótt en tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar af þrjár stórfelldar. Innlent 3.7.2022 07:37 Bruni í Grafarholti Eldur logaði við hitaveitutankana í Grafarholti fyrr í kvöld. Mikill reykur lagðist yfir hverfið og sást reykmökkurinn víðsvegar um borgina. Búið er að slökkva eldinn að mestu leiti. Innlent 1.7.2022 20:15 Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 1.7.2022 17:53 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. Innlent 1.7.2022 08:11 Ómetanlegt að fagna fjörutíu ára afmælinu Fjörutíu ár eru í dag síðan starfsemi hófst á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Heimilismenn, starfsfólk og gestir fögnuðu afmælinu við hátíðlega athöfn í garði heimilisins, þar sem boðið var upp á veitingar og fjölbreytt tónlistaratriði. Innlent 30.6.2022 20:31 Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. Innlent 30.6.2022 20:00 Mikil vinna framundan áður en nýja hverfið rís Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Innlent 30.6.2022 19:00 Engan sakaði þegar ekið var í gegnum rúðu bakarís Ökumaður ók á framhlið Mosfellsbakarís með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu og loka þurfti bakaríinu. Að sögn Hafliða Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Mosfellsbakarís, var áreksturinn einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað. Innlent 30.6.2022 15:23 Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. Innlent 30.6.2022 13:38 Hækka frístundastyrk um helming Borgarráð hefur samþykkt að hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur fyrir hvert barn þann 1. janúar 2023. Innlent 30.6.2022 13:29 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. Innlent 30.6.2022 11:42 Einar tók fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla Fyrsta skóflustunga var tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð í dag við hátíðlega athöfn. Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra að hálfu kjörtímabili liðnu, reið á vaðið og tók fyrstu skóflustungu. Innlent 29.6.2022 15:29 Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. Innlent 28.6.2022 12:51 Drógu tvo vélarvana báta að landi og björguðu örmagna göngumönnum Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss. Innlent 27.6.2022 17:42 Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Skoðun 27.6.2022 08:01 ON hefur betur gegn Ísorku í hleðslustöðvamáli Landsréttur staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember um ógildingu á úrskurði kærunefndar útboðsmála um lögmæti útboðs á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva fyrir rafbíla í hverfum í Reykjavík. Bílar 27.6.2022 07:01 Sendi borgarstjóra Oslóar samúðarkveðjur Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, sendi Marianne Borgen, borgarstjóra Oslóar og íbúum borgarinnar samúðarkveðjur vegna skotárásinnar þar í gær. Tveir létust í árásinni sem hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Innlent 26.6.2022 13:55 Sérsveit kölluð til eftir að maður mundaði hníf Sérsveitarmenn handtóku mann í Veghúsum í Grafarvogi í gærkvöldi sem dregið hafði fram hníf í samskiptum við fólk í íbúðinni. Maðurinn var einn í íbúðinni þegar lögregla handtók hann. Heimilisfólk hafði yfirgefið íbúðina fyrr um kvöldið. Innlent 26.6.2022 10:27 Réðst á stúlkur og reyndi að ræna þær Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í gærkvöldi. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að komast undan til foreldra sinna. Innlent 26.6.2022 07:28 Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð. Innlent 26.6.2022 07:21 Mikill viðbúnaður lögreglu í Veghúsum Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Veghúsum upp úr tíuleytinu í kvöld. Þar mátti sjá fjölda lögreglubíla auk vopnaðra sérsveitarmanna í fullum klæðum. Innlent 26.6.2022 00:08 Rændi Nettó og flúði af vettvangi Matvöruverslunin Nettó í Lágmúla var rænd fyrr í kvöld. Að sögn vitna sló ræninginn til starfsmanns, tók pening úr kassanum og flúði af vettvangi. Engan sakaði í árásinni og vinnur lögreglan nú að rannsókn málsins. Innlent 25.6.2022 19:56 Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Innlent 25.6.2022 16:01 Myndaveisla: Gríðarleg stemning á opinni æfingu Stelpnanna okkar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM á Englandi. Liðið er á leið til Póllands á mánudag í næsta fasa undirbúningsins. Íslenska liðið var með opna æfingu á Laugardalsvelli í dag. Fótbolti 25.6.2022 15:55 Talinn hafa verið ölvaður þegar hann velti bíl Ökumaður og farþegi voru fluttir á bráðamóttöku eftir að bíll þeirra valt á Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Sá sem ók bílnum er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 25.6.2022 08:11 « ‹ 166 167 168 169 170 171 172 173 174 … 334 ›
Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. Innlent 4.7.2022 15:15
Sendi barnsmóður sinni ógnandi skilaboð Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð. Innlent 4.7.2022 14:24
Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ Viðskipti innlent 4.7.2022 11:30
Töluvert af líkamsárásum yfir helgina og vopn notuð í einhverjum tilfellum Þrjár stórfelldar líkamsárásir áttu sér stað í höfuðborginni á aðfaranótt sunnudags. Mikið álag var hjá lögreglunni um helgina þar sem hátt í tvö hundruð mál voru skráð. Innlent 4.7.2022 09:57
Maður sagður hafa staðið á öskrinu í Grafarvogi Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um tilraun til ráns á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur þar sem maður var sagður hafa ógnað starfsfólki með hníf. Hann var handtekinn stuttu síðar og vistaður í fangageymslu. Innlent 4.7.2022 06:26
Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt Alls voru 87 mál skráð í gærkvöldi og nótt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu í fangageymslu í nótt en tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar af þrjár stórfelldar. Innlent 3.7.2022 07:37
Bruni í Grafarholti Eldur logaði við hitaveitutankana í Grafarholti fyrr í kvöld. Mikill reykur lagðist yfir hverfið og sást reykmökkurinn víðsvegar um borgina. Búið er að slökkva eldinn að mestu leiti. Innlent 1.7.2022 20:15
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 1.7.2022 17:53
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. Innlent 1.7.2022 08:11
Ómetanlegt að fagna fjörutíu ára afmælinu Fjörutíu ár eru í dag síðan starfsemi hófst á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Heimilismenn, starfsfólk og gestir fögnuðu afmælinu við hátíðlega athöfn í garði heimilisins, þar sem boðið var upp á veitingar og fjölbreytt tónlistaratriði. Innlent 30.6.2022 20:31
Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. Innlent 30.6.2022 20:00
Mikil vinna framundan áður en nýja hverfið rís Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Innlent 30.6.2022 19:00
Engan sakaði þegar ekið var í gegnum rúðu bakarís Ökumaður ók á framhlið Mosfellsbakarís með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu og loka þurfti bakaríinu. Að sögn Hafliða Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Mosfellsbakarís, var áreksturinn einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað. Innlent 30.6.2022 15:23
Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. Innlent 30.6.2022 13:38
Hækka frístundastyrk um helming Borgarráð hefur samþykkt að hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur fyrir hvert barn þann 1. janúar 2023. Innlent 30.6.2022 13:29
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. Innlent 30.6.2022 11:42
Einar tók fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla Fyrsta skóflustunga var tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð í dag við hátíðlega athöfn. Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra að hálfu kjörtímabili liðnu, reið á vaðið og tók fyrstu skóflustungu. Innlent 29.6.2022 15:29
Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. Innlent 28.6.2022 12:51
Drógu tvo vélarvana báta að landi og björguðu örmagna göngumönnum Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss. Innlent 27.6.2022 17:42
Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Skoðun 27.6.2022 08:01
ON hefur betur gegn Ísorku í hleðslustöðvamáli Landsréttur staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember um ógildingu á úrskurði kærunefndar útboðsmála um lögmæti útboðs á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva fyrir rafbíla í hverfum í Reykjavík. Bílar 27.6.2022 07:01
Sendi borgarstjóra Oslóar samúðarkveðjur Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, sendi Marianne Borgen, borgarstjóra Oslóar og íbúum borgarinnar samúðarkveðjur vegna skotárásinnar þar í gær. Tveir létust í árásinni sem hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Innlent 26.6.2022 13:55
Sérsveit kölluð til eftir að maður mundaði hníf Sérsveitarmenn handtóku mann í Veghúsum í Grafarvogi í gærkvöldi sem dregið hafði fram hníf í samskiptum við fólk í íbúðinni. Maðurinn var einn í íbúðinni þegar lögregla handtók hann. Heimilisfólk hafði yfirgefið íbúðina fyrr um kvöldið. Innlent 26.6.2022 10:27
Réðst á stúlkur og reyndi að ræna þær Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í gærkvöldi. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að komast undan til foreldra sinna. Innlent 26.6.2022 07:28
Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð. Innlent 26.6.2022 07:21
Mikill viðbúnaður lögreglu í Veghúsum Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Veghúsum upp úr tíuleytinu í kvöld. Þar mátti sjá fjölda lögreglubíla auk vopnaðra sérsveitarmanna í fullum klæðum. Innlent 26.6.2022 00:08
Rændi Nettó og flúði af vettvangi Matvöruverslunin Nettó í Lágmúla var rænd fyrr í kvöld. Að sögn vitna sló ræninginn til starfsmanns, tók pening úr kassanum og flúði af vettvangi. Engan sakaði í árásinni og vinnur lögreglan nú að rannsókn málsins. Innlent 25.6.2022 19:56
Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Innlent 25.6.2022 16:01
Myndaveisla: Gríðarleg stemning á opinni æfingu Stelpnanna okkar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM á Englandi. Liðið er á leið til Póllands á mánudag í næsta fasa undirbúningsins. Íslenska liðið var með opna æfingu á Laugardalsvelli í dag. Fótbolti 25.6.2022 15:55
Talinn hafa verið ölvaður þegar hann velti bíl Ökumaður og farþegi voru fluttir á bráðamóttöku eftir að bíll þeirra valt á Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Sá sem ók bílnum er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 25.6.2022 08:11