Íbúar vansvefta við Sundahöfn Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. nóvember 2023 23:01 Almennt séð lýkur starfsemi í Sundahöfn á miðnætti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík urðu margir svefnvana vegna hávaða við Sundahöfn í nótt, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Hafnarstjóri segir óvenju mikinn hávaða hafa mælst í höfninni. Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira