Reykjavík Einbýli með bar og arinstofu falt fyrir 265 milljónir Rúmlega þrjú hundruð fermetra einbýlishús á Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Ásett verð eru 265 milljónir króna. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og í kjallaranum er arinstofa með innréttingum sem Sveinn Kjarval hannaði. Örstutt er á Ægisíðuna. Lífið 26.3.2023 07:31 Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Menning 25.3.2023 14:38 „Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara „Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins. Innlent 25.3.2023 12:31 Dró upp hafnaboltakylfu í deilum við bensínstöð Deilur á milli þriggja einstaklinga við bensínstöð í austurhluta borgarinnar enduðu með því að einn þeirra dró upp hafnaboltakylfu. Innlent 25.3.2023 08:11 Neitar því að axarárásin hafi verið tilraun til manndráps Rúmlega fimmtugur karlmaður viðurkenndi við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa ráðist að barnsmóður sinni með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Hann neitaði því hins vegar að árásin hafi verið tilraun til manndráps. Innlent 25.3.2023 08:01 Kókaínneysla Íslendinga nær sér á strik eftir Covid Doktor í líf- og læknavísindum segir að frárennsli á höfuðborgarsvæðinu sýni greinilega aukna notkun kókaíns. Neyslan hafi minnkað í faraldrinum. Talið sé að aukin velmegun geti útskýrt breytt neyslumynstur landsmanna. Innlent 24.3.2023 22:31 Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Innlent 24.3.2023 21:00 Hundrað milljóna miði keyptur í Reykjavík Fimm hlutu annan vinning í Eurojackpot í dag og hlutu rétt tæpar 100 milljónir hver. Einn miðanna var keyptur í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðanna voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi. Innlent 24.3.2023 20:21 Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd? Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Skoðun 24.3.2023 17:01 Hrannar dæmdur í átta ára fangelsi Hrannar Fossberg Viðarsson, 24 ára karlmaður, var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skotárás í Grafarholti í febrúar í fyrra. Hann þarf að greiða fólkinu sem hann skaut 3,3 milljónir króna annars vegar og 1,2 milljónir króna hins vegar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi Hrannars segir að dómnum verði áfrýjað. Innlent 24.3.2023 13:10 Handteknu sleppt: „Einhver tenging“ við árásina á Bankastræti Club Einstaklingarnir fjórir sem voru handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni á miðvikudagskvöld hafa verið látnir lausir. Innlent 24.3.2023 11:04 Hollenskt herskip heimsækir Reykjavík Stórt hollenskt herskip, með 280 hermenn um borð, er komið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur eftir æfingar í Norður-Atlantshafi. Skipið, sem kennt er við borgina Rotterdam, hélt frá Tromsø í Norður-Noregi fyrir fjórum dögum og lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn í morgun. Innlent 23.3.2023 21:30 Dansaði úti á miðri götu og truflaði umferð Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag. Innlent 23.3.2023 19:07 Rússar skjóta föstum skotum á utanríkisráðherra Rússneska sendiráðið í Reykjavík skýtur föstum skotum á „nýja tísku“ í orðfæri íslenskra embættismanna í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Sendiráðið nefnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sérstaklega, sem notaði orðin „þið megið fokka ykkur,“ í tengslum við baráttuanda Úkraínumanna gegn Rússum. Orðin voru ekki hennar eigin, að sögn ráðherrans. Innlent 23.3.2023 17:32 Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður. Innlent 23.3.2023 15:54 Tveggja tíma bið eftir strætóferð til höfuðborgarinnar Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. Innlent 23.3.2023 11:25 Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. Menning 23.3.2023 10:00 Fjórir handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 22 í gærkvöldi þess efnis að menn væru vopnaðir hnífum fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Fjölmennt lið var sent á vettvang en mennirnir voru farnir þegar lögregla mætti á staðinn. Innlent 23.3.2023 06:26 Skemmdir á bílskúr eftir heitavatnsleka á Grandavegi Nokkrar skemmdir urðu á bílskúr vegna heitavatnsleka sem varð á Grandavegi í kvöld. Innlent 22.3.2023 23:50 Sérsveitin kölluð til vegna slagsmála í Bankastræti Mikill viðbúnaður er við Bankastræti í Reykjavík í kjölfar þess að slagsmál brutust þar út fyrr í kvöld. Sérsveitin var kölluð til ásamt lögreglu og sjúkrabíl. Innlent 22.3.2023 23:43 „Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“ Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. Innlent 22.3.2023 21:24 Skotmaðurinn á Dubliner í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 22.3.2023 18:08 Leikskólavandinn? Það þarf að leysa vanda leikskólanna áður en leikskólavandi borgarinnar, eins og hann er kallaður, verður leystur. Fulltrúar borgarinnar í fjölmiðlum eru að reyna að svara mótmælum frá foreldrum og atvinnulífi en gleyma að líta inn á leikskólana sjálfa og sjá raunverulega vandann sem er jú þeirra að leysa. Skoðun 22.3.2023 16:31 Arnar og Brynja selja miðbæjarperluna Arnar Már Eyfells, eigandi Ketchup Creative, og Brynja Kúla Guðmundsdóttir, fyrirsæta og leikkona, hafa sett stórkostlega íbúð sína í miðbænum á sölu. Þessi litríka perla vakti mikla athygli í þáttunum Heimsókn nú á dögunum. Lífið 22.3.2023 14:36 Reykjavíkurborg greitt 64,8 milljónir vegna mygluúttekta frá 2018 Reykjavíkurborg hefur greitt 64,8 milljónir króna til verkfræðistofa vegna mygluúttekta frá 2018. Mest hefur verið greitt fyrir þjónustu Eflu og Mannvits, 30 milljónir annars vegar og 23,8 milljónir hins vegar. Innlent 22.3.2023 12:08 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir skotmanninum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem hleypti af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur sunudagskvöldið 12. mars síðastliðinn. Innlent 22.3.2023 10:48 Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. Innlent 21.3.2023 23:36 Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélag Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. Innlent 21.3.2023 19:52 Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. Innlent 21.3.2023 19:01 Hafa foreldrar verið spurðir? Á biðlista eftir fyrstu og frekari þjónustu eru nú 2430 börn samkvæmt upplýsingum á tölfræðivef Reykjavíkurborgar. Einna helst er beðið eftir þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga. Árið 2018 þegar hóf störf sem borgarfulltrúi voru 400 börn á þessum sama biðlista. Skoðun 21.3.2023 15:31 « ‹ 112 113 114 115 116 117 118 119 120 … 334 ›
Einbýli með bar og arinstofu falt fyrir 265 milljónir Rúmlega þrjú hundruð fermetra einbýlishús á Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Ásett verð eru 265 milljónir króna. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og í kjallaranum er arinstofa með innréttingum sem Sveinn Kjarval hannaði. Örstutt er á Ægisíðuna. Lífið 26.3.2023 07:31
Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Menning 25.3.2023 14:38
„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara „Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins. Innlent 25.3.2023 12:31
Dró upp hafnaboltakylfu í deilum við bensínstöð Deilur á milli þriggja einstaklinga við bensínstöð í austurhluta borgarinnar enduðu með því að einn þeirra dró upp hafnaboltakylfu. Innlent 25.3.2023 08:11
Neitar því að axarárásin hafi verið tilraun til manndráps Rúmlega fimmtugur karlmaður viðurkenndi við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa ráðist að barnsmóður sinni með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Hann neitaði því hins vegar að árásin hafi verið tilraun til manndráps. Innlent 25.3.2023 08:01
Kókaínneysla Íslendinga nær sér á strik eftir Covid Doktor í líf- og læknavísindum segir að frárennsli á höfuðborgarsvæðinu sýni greinilega aukna notkun kókaíns. Neyslan hafi minnkað í faraldrinum. Talið sé að aukin velmegun geti útskýrt breytt neyslumynstur landsmanna. Innlent 24.3.2023 22:31
Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Innlent 24.3.2023 21:00
Hundrað milljóna miði keyptur í Reykjavík Fimm hlutu annan vinning í Eurojackpot í dag og hlutu rétt tæpar 100 milljónir hver. Einn miðanna var keyptur í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðanna voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi. Innlent 24.3.2023 20:21
Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd? Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Skoðun 24.3.2023 17:01
Hrannar dæmdur í átta ára fangelsi Hrannar Fossberg Viðarsson, 24 ára karlmaður, var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skotárás í Grafarholti í febrúar í fyrra. Hann þarf að greiða fólkinu sem hann skaut 3,3 milljónir króna annars vegar og 1,2 milljónir króna hins vegar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi Hrannars segir að dómnum verði áfrýjað. Innlent 24.3.2023 13:10
Handteknu sleppt: „Einhver tenging“ við árásina á Bankastræti Club Einstaklingarnir fjórir sem voru handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni á miðvikudagskvöld hafa verið látnir lausir. Innlent 24.3.2023 11:04
Hollenskt herskip heimsækir Reykjavík Stórt hollenskt herskip, með 280 hermenn um borð, er komið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur eftir æfingar í Norður-Atlantshafi. Skipið, sem kennt er við borgina Rotterdam, hélt frá Tromsø í Norður-Noregi fyrir fjórum dögum og lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn í morgun. Innlent 23.3.2023 21:30
Dansaði úti á miðri götu og truflaði umferð Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag. Innlent 23.3.2023 19:07
Rússar skjóta föstum skotum á utanríkisráðherra Rússneska sendiráðið í Reykjavík skýtur föstum skotum á „nýja tísku“ í orðfæri íslenskra embættismanna í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Sendiráðið nefnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sérstaklega, sem notaði orðin „þið megið fokka ykkur,“ í tengslum við baráttuanda Úkraínumanna gegn Rússum. Orðin voru ekki hennar eigin, að sögn ráðherrans. Innlent 23.3.2023 17:32
Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður. Innlent 23.3.2023 15:54
Tveggja tíma bið eftir strætóferð til höfuðborgarinnar Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. Innlent 23.3.2023 11:25
Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. Menning 23.3.2023 10:00
Fjórir handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 22 í gærkvöldi þess efnis að menn væru vopnaðir hnífum fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Fjölmennt lið var sent á vettvang en mennirnir voru farnir þegar lögregla mætti á staðinn. Innlent 23.3.2023 06:26
Skemmdir á bílskúr eftir heitavatnsleka á Grandavegi Nokkrar skemmdir urðu á bílskúr vegna heitavatnsleka sem varð á Grandavegi í kvöld. Innlent 22.3.2023 23:50
Sérsveitin kölluð til vegna slagsmála í Bankastræti Mikill viðbúnaður er við Bankastræti í Reykjavík í kjölfar þess að slagsmál brutust þar út fyrr í kvöld. Sérsveitin var kölluð til ásamt lögreglu og sjúkrabíl. Innlent 22.3.2023 23:43
„Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“ Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. Innlent 22.3.2023 21:24
Skotmaðurinn á Dubliner í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 22.3.2023 18:08
Leikskólavandinn? Það þarf að leysa vanda leikskólanna áður en leikskólavandi borgarinnar, eins og hann er kallaður, verður leystur. Fulltrúar borgarinnar í fjölmiðlum eru að reyna að svara mótmælum frá foreldrum og atvinnulífi en gleyma að líta inn á leikskólana sjálfa og sjá raunverulega vandann sem er jú þeirra að leysa. Skoðun 22.3.2023 16:31
Arnar og Brynja selja miðbæjarperluna Arnar Már Eyfells, eigandi Ketchup Creative, og Brynja Kúla Guðmundsdóttir, fyrirsæta og leikkona, hafa sett stórkostlega íbúð sína í miðbænum á sölu. Þessi litríka perla vakti mikla athygli í þáttunum Heimsókn nú á dögunum. Lífið 22.3.2023 14:36
Reykjavíkurborg greitt 64,8 milljónir vegna mygluúttekta frá 2018 Reykjavíkurborg hefur greitt 64,8 milljónir króna til verkfræðistofa vegna mygluúttekta frá 2018. Mest hefur verið greitt fyrir þjónustu Eflu og Mannvits, 30 milljónir annars vegar og 23,8 milljónir hins vegar. Innlent 22.3.2023 12:08
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir skotmanninum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem hleypti af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur sunudagskvöldið 12. mars síðastliðinn. Innlent 22.3.2023 10:48
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. Innlent 21.3.2023 23:36
Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélag Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. Innlent 21.3.2023 19:52
Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. Innlent 21.3.2023 19:01
Hafa foreldrar verið spurðir? Á biðlista eftir fyrstu og frekari þjónustu eru nú 2430 börn samkvæmt upplýsingum á tölfræðivef Reykjavíkurborgar. Einna helst er beðið eftir þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga. Árið 2018 þegar hóf störf sem borgarfulltrúi voru 400 börn á þessum sama biðlista. Skoðun 21.3.2023 15:31