Grindavík

Fréttamynd

Ekki sjálf­sögð krafa að fara inn á hættu­svæði

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“

Innlent
Fréttamynd

„Við bíðum bara eftir gosi“

Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík segir óvissuna erfiðasta. Fjölskyldan sé örugg og það sé mikilvægast. Hún segir áríðandi að Grindvíkingar fái aðstoð með lán, leigu og afkomu.

Innlent
Fréttamynd

Skora á lána­stofnanir að veita Grind­víkingum fullt greiðsluhlé

Níu samtök launafólks skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði og falli frá vöxtum og verðbótum á sama tímabili. Samtökin segja mikilvægt að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm til að takast á við þau áföll sem þau hafa orðið fyrir síðustu daga í kjölfar náttúruhamfara í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Verðlaunaljósmyndari gáttaður á tak­mörkunum við Grinda­vík

Verðlaunaljósmyndarinn Carsten Peter, sem myndað hefur náttúruhamfarir um heim allan, er staddur á Íslandi til að mynda atburðina á Reykjanesskaga. Hann kveðst gáttaður á skorti á upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum og takmörkunum gegn fjölmiðlum en honum hefur ekki verið hleypt inn til Grindavíkur og fær engin svör frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki líkam­lega erfið verk­efni en reyna mjög á and­lega

Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­tæki sem þiggi stuðning greiði ekki út arð

Forsætisráðherra segir að frumvarp um laun til handa Grindvíkingum sé sambærilegt lögum um laun í sóttkví sem notuð voru í heimsfaraldri. Verið sé að kortleggja laust húsnæði. Fyrirtæki sem þiggi stuðning geti ekki greitt út arð nema að þau endurgreiði ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Gæti kvikugangur leitað undir Reykja­nes­bæ?

Grindavík liggur innan sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Nýtt kerfi fyrir Grind­víkinga

Um 1400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Mest er um smáskjálfta undir 1 að stærð, en í morgun kl. 6.35 mældist skjálfti við Hagafell sem var 3.0 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Börnin frá Grinda­vík

Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti.

Skoðun
Fréttamynd

Allt eðli­legt í ó­eðli­legum að­stæðum

Sálfræðingur segir eðlilegt að íbúar Grindavíkur upplifi fjölbreyttar tilfinningar þessa dagana. Langvarandi óvissu geti fylgt mikil streita sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. Áfallaviðbrögð geti brotist út í öllu frá ótta, reiði og sorg upp í ógleði, svima og brenglað tímaskyn. Mikilvægt sé að upplýsa börn um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Eyjakona í Grinda­vík búin að flýja ógn jarðelds í annað sinn á ævinni

Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum en sjálf býr hún núna í íbúð sem ókunnugt fólk lánaði henni.

Innlent
Fréttamynd

Kvikugas mælist í Svarts­engi

Í dag mældist kvikugas upp úr borholu í Svartsengi sem staðsett er rétt norðan Þorbjarnar. Frekari mælinar verði gerðar á morgun en það að kvikugas mælist úr borholunni er staðfesting á að kvika sé til staðar norðan Hagafells, líkt og talið hafði verið.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að tryggja Grind­víkingum laun næstu mánuði

Félagsmála- og fjármálaráðherra vinna nú að frumvarpi sem á að leggja fyrir ríkisstjórn á morgun sem á að tryggja að Grindvíkingar fái laun næstu mánuði. Horft er til úrræða í kórónuveirufaraldri við gerð frumvarpsins. 

Innlent
Fréttamynd

Orku­verinu í Svarts­engi verði fjar­stýrt til ára­móta

Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi, segir að starfsmenn búist við því að þurfa að fjarstýra orkuverinu til áramóta hið minnsta. Reykjanesvirkjun geti framleitt rafmagn fari allt á versta veg en erfiðara verði með heitt og kalt vatn, þó unnið sé að lausnum.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdi hvað hann ætlaði að sækja vegna hryllingsins sem blasti við

Baldvin Einar Einarsson, íbúi í Grindavík, segir hús sitt í norðurhluta bæjarins ónýtt. Óvissan sé algjör en hann búi nú hjá þriggja manna fjölskyldu sonar síns í fjörutíu fermetra íbúð. Hann flutti til Grindavíkur fyrir fjórum árum til að vera nærri foreldrum sínum sem nú eru fallnir frá.

Innlent
Fréttamynd

Beina sjónum sínum helst að miðju gangsins

Smáskjálftavirkni í kvikuganginum við Sundhnúk heldur áfram og GPS gögn sýna að gliðnun heldur áfram. Jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna svipaða og í gær og að þau eigi alveg eins von á gosi í dag, á morgun eða næstu daga.

Innlent