Annað álit segir að lífeyrissjóðir megi fella niður vexti Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2024 13:31 Hörður Guðbrandsson er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Í áliti Magna lögmanna, sem unnið er fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur, segir að lífeyrissjóðnum Gildi sé heimilt að fella niður vexti og verðbætur sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í álitinu, sem Vísir hefur undir höndum, er leitað svara við því hvort lífeyrissjóðurinn Gildi hafi heimild að lögum til þess að gefa eftir kröfur á hendur lántakendum með því að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu frá Gildi frá 13. desember síðastliðnum sagði að niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi vegna sjóðfélagalána í Grindavík, væri afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Þá höfðu verið uppi háværar kröfur um að lífeyrissjóðir gæfu vexti og verðbætur eftir við frystingu lána Grindvíkinga, líkt og stóru viðskiptabankarnir þrír ákváðu að gera. Kröfurnar urðu svo háværar að fjölmenn mótmæli voru haldin í höfuðsstöðvum Gildis og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sakaður um að hafa farið fram með offorsi. Hann vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Lögfræðingarnir ekki sammála Sem áður segir fékk Gildi lögmannsstofuna LEX til þess að vinna fyrir sig lögfræðiálit um það hvort sjóðnum væri heimilt að fella niður vexti og verðbætur lántakenda með almennum hætti. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi sagði að sjóðnum væri samkvæmt álitinu heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi var bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Nú hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur fengið lögmannsstofuna Magna lögmenn til þess að vinna fyrir sig sams konar álit. Eins og svo oft áður komast lögfræðingarnir að andstæðri niðurstöðu. Ekki inngrip í eignarréttindi annarra sjóðfélaga Í niðurstöðum álitsins segir að það leiði ekki af lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða öðrum lögum að lífeyrissjóðnum Gildi sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Niðurfelling vaxta og verðbóta við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík eigi stoð í heimildum til rekstrar sjóðsins samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og meginreglum samninga- og kröfuréttar, eftir atvikum eins og þær hafa verið lögfestar, þar með talið í lögum um fasteignalán til neytenda. Niðurfellingin myndi ekki fela í sér inngrip í eignarréttindi sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs, sem væri andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins. Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Grindavík Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30 Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Í álitinu, sem Vísir hefur undir höndum, er leitað svara við því hvort lífeyrissjóðurinn Gildi hafi heimild að lögum til þess að gefa eftir kröfur á hendur lántakendum með því að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu frá Gildi frá 13. desember síðastliðnum sagði að niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi vegna sjóðfélagalána í Grindavík, væri afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Þá höfðu verið uppi háværar kröfur um að lífeyrissjóðir gæfu vexti og verðbætur eftir við frystingu lána Grindvíkinga, líkt og stóru viðskiptabankarnir þrír ákváðu að gera. Kröfurnar urðu svo háværar að fjölmenn mótmæli voru haldin í höfuðsstöðvum Gildis og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sakaður um að hafa farið fram með offorsi. Hann vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Lögfræðingarnir ekki sammála Sem áður segir fékk Gildi lögmannsstofuna LEX til þess að vinna fyrir sig lögfræðiálit um það hvort sjóðnum væri heimilt að fella niður vexti og verðbætur lántakenda með almennum hætti. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi sagði að sjóðnum væri samkvæmt álitinu heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi var bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Nú hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur fengið lögmannsstofuna Magna lögmenn til þess að vinna fyrir sig sams konar álit. Eins og svo oft áður komast lögfræðingarnir að andstæðri niðurstöðu. Ekki inngrip í eignarréttindi annarra sjóðfélaga Í niðurstöðum álitsins segir að það leiði ekki af lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða öðrum lögum að lífeyrissjóðnum Gildi sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Niðurfelling vaxta og verðbóta við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík eigi stoð í heimildum til rekstrar sjóðsins samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og meginreglum samninga- og kröfuréttar, eftir atvikum eins og þær hafa verið lögfestar, þar með talið í lögum um fasteignalán til neytenda. Niðurfellingin myndi ekki fela í sér inngrip í eignarréttindi sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs, sem væri andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins.
Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Grindavík Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30 Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30
Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26
Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent