Búin að fá allar viðvaranir sem munu koma Jón Þór Stefánsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 9. janúar 2024 19:15 Víðir Reynisson segir að mögulega komi aftur til rýminga á næstu dögum, eða jafnvel fyrr. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna, segir fregnir af því að rúmmál kvikunnar á Reykjanesskaga sé orðið svipað og fyrir síðasta gos, breyta stöðunni. „Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
„Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira