Seltjarnarnes

Fréttamynd

Róttækar breytingar á flestum heimilum

Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Svona gætu sorp­tunnurnar þínar litið út í vor

Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Metaregn hjá Matthildi á RIG um helgina

Matthildur Óskarsdóttir lofaði því þegar hún var valin Íþróttakona Seltjarnarness fyrir árið 2021 að 2022 yrði alveg geggjað ár. Hún er strax byrjuð að standa við þau stóru orð.

Sport
Fréttamynd

Losað um spenni­treyjuna

Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrr­verandi bæjar­stjóri dæmdur fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot

Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Allt til­tækt lið sent í út­kall sem reyndist ó­þarft

Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar, var sent á Seltjarnarnes á þriðja tímanum í dag vegna tilkynningar um reyk. Þegar á staðinn var komið varð ljóst að ekki væri um neinn eld að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 165 milljónir króna fyrir hönnunar­hæð á Sel­tjarnar­nesi

Kári Knúts­son, lýta­lækn­ir og hlut­hafi í Klínik­inni Ármúla, og Erla Ólafs­dótt­ir, fyrr­ver­andi banka­starfsmaður, hafa sett hæð sína að Unnarbraut 2, Seltjarnarnesi á sölu. Vongóðir kaupendur þurfa að reiða fram 165 milljónir króna, vilji þeir eignast hæðina.

Lífið
Fréttamynd

Sigga Heimis selur á Nesinu

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur sett á sölu sex herbergja einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi. Eignin er 227,9 fermetrar, ásett verð er 148.900.000 en húsið var byggt árið 1940.

Lífið
Fréttamynd

Badmintongoðsögn hannar jólakort

Nýtt jólakort eftir Elsu Nielsen er komið í sölu hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Nýja kortið, Júlaknús, er það þriðja og síðasta í jólakortaseríu sem Elsa hannaði fyrir SOS og gaf samtökunum í þágu góðs málefnis. Elsa hannaði einnig jólakort SOS síðastliðinn tvö ár, Jólahjarta og Jólaskór, og seldust þau upp en eru nú fáanleg aftur.

Lífið
Fréttamynd

183 fermetrar á 170 milljónir

183,4 fermetra hús á Seltjarnarnesi er til sölu fyrir 170 milljónir. Húsið er byggt árið 1973 og þar eru þrjú svefnherbergi, fjögur baðherbergi, bílskúr og þvottahús.

Lífið
Fréttamynd

Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað

Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði.

Lífið
Fréttamynd

Hoppaði á þaki bifreiða og olli skemmdum

Einstaklingur var handtekinn skömmu fyrir tvö í nótt eftir að hafa hoppað á þaki tveggja bifreiða í miðbæ Reykjavíkur og valdið skemmdum. Einstaklingurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Skólinn varla byrjaður og hundrað börn föst heima

Eitt hundrað börn á Seltjarnarnesi geta í fyrsta lagi mætt aftur á leikskólann sinn á þriðjudaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 á þriðjudagskvöld. Fræðslustjóri segir foreldra taka sóttkví, sem ber upp við upphaf skólaársins, af æðruleysi.

Innlent