Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 14:12 Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang slyssins í gær. Vísir Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. „Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur. Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
„Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur.
Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57