Hafnarfjörður

Fréttamynd

Leggja til íbúakosningu vegna fram­kvæmda Carbfix

Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal.

Innlent
Fréttamynd

Skip­verji á strandveiðibát í bráðri hættu

Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræðan verði að vera mál­efna­leg

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. 

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Metfjöldi á opnunarhelgi Hjarta Hafnar­fjarðar

Fyrsta helgin tónlistahátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar fór fram síðustu helgi, áttunda árið sem að hátíðin er haldin. Uppselt var á tónleikana og milli fimm og sex þúsund manns mættu og hefur aldrei viðlíka fjöldi mætt á eina helgi, að sögn skipuleggjenda.

Lífið
Fréttamynd

„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hug­mynd um þetta“

Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 

Innlent
Fréttamynd

Ferða­maður sofnaði undir stýri og ók á rútu

Börkur Hrólfsson rútubílstjóri var á leið til Keflavíkur um tvöleytið eftir hádegi í gær, þegar sofandi ökumaður ók í veg fyrir hann rétt hjá álverinu í Straumsvík. Engin meiriháttar slys urðu á fólki, en Börkur segir algjörri heppni, loftpúðum og bílbeltum að þakka að ekki hafi farið verr. Hann segir of algengt að ósofnir ferðamenn ætli sér að aka langar vegalengdir eftir langt ferðalag til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýr tækni­skóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnar­firði

Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm ár fyrir til­raun til mann­dráps á að­fanga­dag

Ásgeir Þór Önnuson hlaut í dag fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps með skotárás á heimili í Hafnarfirði síðastliðið aðfangadagskvöld. Hann braust grímuklæddur inn á heimili í Hafnarfirði, og skaut sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar.

Innlent
Fréttamynd

Semja um 27 milljarða króna Tækni­skóla í Hafnar­firði

Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029. Heildarkostnaður er áætlaður 27 milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“

Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í iðnaðar­hús­næði í Hafnar­firði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt, meðal annars var tilkynnt um eldsvoða í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Áberandi var fjöldi hávaðakvartana en svo virðist sem mikið af samkvæmum hafi verið í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Flúðu vett­vang eftir harðan á­rekstur

Fólksbifreið var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að jeppinn valt nokkra hringi. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar flúðu vettvang en lögreglu tókst að handtaka þá skömmu síðar.

Innlent
Fréttamynd

Á 90 þúsund servíettur í Hafnar­firði

Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár.

Lífið
Fréttamynd

Um­ræða sem eigi ekki við rök að styðjast

„Það er alveg skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur þegar þetta er svona nýtt verkefni. Það hafa verið mjög aðgengilegar upplýsingar að verkefninu. Síðan fer vissulega alltaf af stað umræður sem eiga ekki við rök að styðjast og það er bara eðlilegt. Þá bendir maður bara fólki á að kynna sér málið betur.“

Innlent
Fréttamynd

Að­för að ung­mennum (Í minningu Hamarsins)

Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Nemendalýðræði á brauð­fótum

Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum.

Skoðun