Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 14:01 Svona er umhorfs eftir eldinn í nótt. Sveinn Heiðar Fólk hefur búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greinir frá því í samtali við fréttastofu og segir að félagið og aðrir hafi talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Síðustu árin hafa bæði einstaklingar verið að hreiðra um sig, koma sér þarna fyrir og búa þarna. Svo hefur verið starfsemi sem tengist ekkert hestamennsku,“ segir Sveinn. „Við viljum að einhver taki á þessu, og virkilega gangi í málið. Það á enginn að búa þarna.“ Umræddur eldur kom upp í Hlíðarþúfum. Greint var frá því í morgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Þórarinn Þórarinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að smá eldur hafi aftur komið upp snemma í morgun. Þeir hafi því þurft að fara aftur á vettvang. Slíkt geti oft gerst þegar kviknar í eldri húsum. Eldsupptök liggja ekki fyrir og fer lögreglan með rannsókn málsins. Raftæki auki hættuna „Þarna í Hlíðarþúfum eru gömul hús, meira en þrjátíu ára gömul, og þegar menn fara að búa þarna fara þeir að drösla alls konar raftækjum og alls konar dóti inn, sem eykur hættuna á því sem akkúrat gerðist í nótt,“ segir Sveinn sem bendir þó á að hann viti ekki hver eldsupptökin voru þarna. „Ég er ekki að ýja að neinu með það. Það sem ég er að segja að þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár,“ segir hann. Guðs mildi að ekki fór verr Hefði eldurinn komið upp til að mynda í mars eða apríl telur Sveinn að þetta hefði endað talsvert verr. „Það er Guðs mildi að þetta gerðist akkúrat þarna á þessum tíma. Það voru ekki nokkur hross eða nokkur í þessum húsum. Þannig það varð enginn skaði, nema að þarna eru auðvitað tvö hús sem eru ónýt.“ Að sögn Sveins mun stjórn Hestamannfélag Sörla koma saman í vikunni og senda þá erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sveinn telur að þetta hefði getað endað talsvert verr hefði eldurinn komið upp á öðrum árstíma.Sveinn Heiðar Oft þurfi eitthvað að gerast svo fólk opni augun Hann líkir því að þarna hafi fólk búið við ólöglega búsetu í iðnaðarhúsnæðum. Þar séu ekki sömu brunaúrræði og eigi að vera í íbúðahúsnæði. Þarna eigi ekki að vera margt annað en hestar og það sem tengist þeim. „Það eru engin geimvísindi að í hesthúsum er kolólöglegt að búa,“ segir hann. „Ég verð bara að segja að það er mjög einkennilegt að ekki hafi verið gengið í þessi mál. Það er nú samt bara oft þannig að oft þurfa hlutirnir að gerast svo augun opnist.“ Eigandi vissi ekki að maður byggi í húsinu Sveinn greinir frá því að fyrir einhverjum árum hafi hann lent í því að maður hafði hreiðrað um sig í hesthúsinu við hliðina á honum. „Það stóð tómt húsið. Það var allt í einu maður búinn að koma sér fyrir. Eigandinn vissi ekki neitt. Ég sagði honum að þarna væru endalaus partíhöld og tómt vesen. Hann kom af fjöllum karlanginn, hafði ekki komið þarna í einhverja mánuði. Sá sem bjó þarna út var búinn að stórskemma húsið.“ Hafnarfjörður Slökkvilið Hestar Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
„Síðustu árin hafa bæði einstaklingar verið að hreiðra um sig, koma sér þarna fyrir og búa þarna. Svo hefur verið starfsemi sem tengist ekkert hestamennsku,“ segir Sveinn. „Við viljum að einhver taki á þessu, og virkilega gangi í málið. Það á enginn að búa þarna.“ Umræddur eldur kom upp í Hlíðarþúfum. Greint var frá því í morgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Þórarinn Þórarinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að smá eldur hafi aftur komið upp snemma í morgun. Þeir hafi því þurft að fara aftur á vettvang. Slíkt geti oft gerst þegar kviknar í eldri húsum. Eldsupptök liggja ekki fyrir og fer lögreglan með rannsókn málsins. Raftæki auki hættuna „Þarna í Hlíðarþúfum eru gömul hús, meira en þrjátíu ára gömul, og þegar menn fara að búa þarna fara þeir að drösla alls konar raftækjum og alls konar dóti inn, sem eykur hættuna á því sem akkúrat gerðist í nótt,“ segir Sveinn sem bendir þó á að hann viti ekki hver eldsupptökin voru þarna. „Ég er ekki að ýja að neinu með það. Það sem ég er að segja að þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár,“ segir hann. Guðs mildi að ekki fór verr Hefði eldurinn komið upp til að mynda í mars eða apríl telur Sveinn að þetta hefði endað talsvert verr. „Það er Guðs mildi að þetta gerðist akkúrat þarna á þessum tíma. Það voru ekki nokkur hross eða nokkur í þessum húsum. Þannig það varð enginn skaði, nema að þarna eru auðvitað tvö hús sem eru ónýt.“ Að sögn Sveins mun stjórn Hestamannfélag Sörla koma saman í vikunni og senda þá erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sveinn telur að þetta hefði getað endað talsvert verr hefði eldurinn komið upp á öðrum árstíma.Sveinn Heiðar Oft þurfi eitthvað að gerast svo fólk opni augun Hann líkir því að þarna hafi fólk búið við ólöglega búsetu í iðnaðarhúsnæðum. Þar séu ekki sömu brunaúrræði og eigi að vera í íbúðahúsnæði. Þarna eigi ekki að vera margt annað en hestar og það sem tengist þeim. „Það eru engin geimvísindi að í hesthúsum er kolólöglegt að búa,“ segir hann. „Ég verð bara að segja að það er mjög einkennilegt að ekki hafi verið gengið í þessi mál. Það er nú samt bara oft þannig að oft þurfa hlutirnir að gerast svo augun opnist.“ Eigandi vissi ekki að maður byggi í húsinu Sveinn greinir frá því að fyrir einhverjum árum hafi hann lent í því að maður hafði hreiðrað um sig í hesthúsinu við hliðina á honum. „Það stóð tómt húsið. Það var allt í einu maður búinn að koma sér fyrir. Eigandinn vissi ekki neitt. Ég sagði honum að þarna væru endalaus partíhöld og tómt vesen. Hann kom af fjöllum karlanginn, hafði ekki komið þarna í einhverja mánuði. Sá sem bjó þarna út var búinn að stórskemma húsið.“
Hafnarfjörður Slökkvilið Hestar Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira